Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 36
Magnað lið V Vinnustaður er heimur út af fyrir sig. Ekki aðeins staður sem fólk kemur til að afla sér lífsviðurværis, þótt mikilvægt sé, held­ ur samfélag manna sem vinnur að sama marki, að búa til vöru eða veita þjónustu – eða hvað annað. Tengsl myndast vinni fólk hlið við hlið árum eða jafnvel áratugum saman. Hreyfing er hins vegar á fólki, eins og eðlilegt er. Það skiptir um vinnu, leitar á önnur mið eða fyrirtæki leggja upp laupana svo vinnufélagar dreifast víða. Þá rofna þau tengsl sem myndast hafa, nema í undantekningartilfellum þegar svo traust vináttusamband hefur myndast að það heldur þrátt fyrir að hin daglega rútína breytist. Þetta er svipað og gerist meðal skóla­ félaga. Tengsl myndast óhjákvæmilega milli þeirra sem árum saman sitja saman í bekk, til dæmis á umbrotaaldri fram­ haldsskólaáranna. Þau rofna mörg eftir lokaprófið, þegar markmiðinu er náð, en sum halda, jafnvel ævilangt. Þá verður til vinátta sem ræktuð er alla tíð. Ógleymd eru þau sambönd sem verða til á þessum mótunarárum skólans þegar fólk finnur sér lífsförunaut. Hið sama getur auð­ vitað gerst á vinnustöðum, eins og dæmin sanna. Hver einstaklingur kynnist því fjölda fólks á lífsleiðinni, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað. Að lokinni langri sam­ vist fylgist maður með því úr fjarlægð og kastar á kveðju ef leiðir liggja saman fyrir tilviljun. Um gamla félaga má einnig lesa á stórafmælum en þar heldur Morgun­ blaðið uppi góðri þjónustu með viðtölum við afmælisbörn og ættrakningu. Mogg­ inn fylgir þar í kjölfar DV sem hóf þessa þjónustu á níunda tug liðinnar aldar í því skyni að keppa við þau persónufræði sem óneitanlega eru fólgin í minningar­ greinum Morgunblaðsins, sem hafa verið eins konar einkennismerki blaðsins svo lengi sem elstu menn muna. Mogginn steig meira að segja það gæfuspor fyrir nokkrum misserum að fá Kjartan Gunnar Kjartansson sem umsjónarmann afmæl­ is­ og ættfræðiþáttar blaðsins. Kjartan Gunnar er, að öðrum mönnum ólöstuðum, fróðastur um ættartengsl samtíðarmanna og lagði grunn að ættfræðisíðu DV á sínum tíma með Sigurgeir heitnum Þor­ grímssyni ættfræðingi. Það þarf raunar ekki stórafmæli til svo manni verði hugsað til góðra vinnufélaga. Kjartan Gunnar var með viðtal við Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðing og ritstjóra hjá Forlaginu, á miðvikudaginn en þá fagnaði hún 69 ára afmæli sínu. Silja er gamall samstarfsmaður okkar Kjartans Gunnars frá þeim dögum er DV var upp á sitt besta, víðlesið blað sem veitti Morgunblaðinu verðuga samkeppni. Kjartan Gunnar og Sigurgeir víkkuðu svið DV með menningarfræðum sínum. Ætt­ fræðisíðan varð skjótt eitt vinsælasta efni blaðsins. Ekki var nóg með að ættir fólks væru raktar á stórafmælum heldur voru birtir listar yfir alla þá sem stórafmæli áttu dag hvern, allt frá þrítugsafmælum og upp úr. Silja veitti blaðinu síðan þann menningarlega þunga og styrk sem þurfti með daglegum skrifum sínum og umsjón með allri menningarumfjöllun. Menning­ arritstjóri DV var frábær liðsmaður, ekki aðeins sem sérfræðingur og afkastamikill rýnir heldur sem félagi. Létt lund Silju og glaðlegt viðmót þýddi að hún var elskuð og dáð af öllum starfsmönnum blaðsins. Tíminn er fljótur að líða. Það sá ég best þegar Kjartan Gunnar birti viðtalið við Silju í Mogganum í tilefni dagsins. Níu ár eru liðin frá því að við, fjölskylda, vinir og starfsfélagar Silju, fögnuðum sextugsaf­ mæli hennar í Iðnó. Silja var þar góður gestgjafi og glaður – og valdi fyrirfram ræðumenn til þess að koma í veg fyrir stjórnlaust málæði. Það var gáfulegt, eins og annað Silja gerir. Hún bannaði einnig gjafir en þeir sem vildu gátu látið aura renna til góðs málefnis. Það kom þó ekki í veg fyrir það að við, vinnufélagar Silju á DV á þeim tíma, laumuðum að henni stækkaðri síðu úr Þjóðviljanum frá fæðingardegi hennar, árið 1943. Síðan var óbreytt nema hvað skotið var inn lítilli frétt af fæðingu meybarns norður í landi – sem fæddist altalandi! Þjóðviljinn naut áður krafta Silju og hún var á sínum tíma fyrsta konan á ritstjóra­ stóli dagblaðs þegar hún ritstýrði Þjóð­ viljanum, með Merði Árnasyni, núverandi alþingismanni, árin 1988 og 1989. Óttar Sveinsson rithöfundur var blaða­ maður DV á þessum sömu árum, maður með gott fréttanef og vel tengdur í heimi dóms­ og lögreglumála. Hann „skúbbaði“ oft, það er að segja átti uppsláttarfréttir sem er vænn kostur blaðamanns, að mati þess sem stýrir fréttadeild, sem var hlut­ verk pistilskrifarans á þessum árum. Þótt starfsleiðir okkar hafi skilið fyrir mörgum árum höfum við haldið sambandi, hist stöku sinnum eða talað saman í síma. Gamla starfsbræður og ­systur ber stund­ um á góma í þeim samtölum. Óttar lét fyrr í vikunni hendur standa fram úr ermum, eins og stundum áður, boðaði undirrit­ aðan á veitingastað og jafnframt tvo gamla vinnufélaga, Eirík Jónsson sem stýrði mynda­ og greinasafni DV á sínum tíma en er nú stuðlastjóri Íslenskra getrauna og Gunnar V. Andrésson, sem á sér langan og merkan feril í blaðaljósmyndun og er nú ljósmyndari Fréttablaðsins. Yfir rauðsprettu og léttöli þetta mánu­ dagskvöld færðumst við aftur í tímann og yfirgáfum ekki veitingastaðinn fyrr en starfsfólkið var byrjað að þvo upp og skúra. Engu skipti þótt sumir okkar hefðu ekki sést árum saman. „Skúbbin“ rifjuðust upp, eldgosin, ströndin og stressið á „dead­line“ en einkum voru það starfs­ félagarnir gömlu og góðu sem áttu hug okkar, stórbrotnir kar­ akterar margir hverjir. Mannskapurinn á DV, á gullaldarárum þess, var einfaldlega magnaður. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.