Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 20
Gjaldmiðilsmál: Tveir valkostir Krónan úthýsir okkur úr EES Í þarsíðustu viku kom út rit Seðlabankans um valkosti Ís-lands í gjaldmiðilsmálum. Þar er í raun komist að þeirri niður- stöðu að aðeins tveir valkostir séu til staðar fyrir Íslendinga. Annað hvort áframhaldandi króna eða evra með inngöngu í Evrópusam- bandið. Einhliða upptaka er talin óraunhæf. Enn fremur flækja gjald- eyrishöftin málið. Þau gera það að verkum að sú spurning hvort við getum haldið áfram í EES blandast í málið. Skoðum þessa tvo valkosti og útvíkkum hvað þeir þýða í raun og veru. Evra með inngöngu í Evrópu- sambandið Í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið verður samið um það hvernig ferlið í kringum upptöku evru á Íslandi mun verða. Af- nám gjaldeyrishafta verður mikilvægur þáttur í þeim samningaviðræðum og það kann að vera að samningarnir snúist um hvort Evrópusamband- ið geti hjálpað Íslandi að leysa gjaldeyrishöftin. Endapunkturinn verður að Ísland verði með evru og algerlega án gjaldeyrishafta. Króna utan EES Fyrir nokkrum vikum gaf Seðlabankinn út rit um mögulegar varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í raun og veru var Seðlabankinn að segja að hann teldi ekki raunhæft að hafa algerlega frjálsa fjár- magnsflutninga með íslenskri krónu. Í öðrum orðum að gjaldeyrishöft yrðu áfram. Jafnframt hefur skapast ákveðin samstaða í umræðunni um að krónu muni alltaf fylgja einhver höft. Gjald- eyrishöft eru brot á EES samningnum. Þau fara gegn grunnforsendum Evrópusambandsins (fjór- frelsið) og þar með EES samningsins. Fjórfrels- ið er ein mikilvægasta stoð Evrópu- sambandins. Sú regla sér til þess að innan ESB er frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Gjaldeyris- höft koma í veg fyrir frjálst flæði fjár- magns en þrengja einnig frjálst flæði vöru, þjónustu og fólks. Ef við ætlum að halda áfram í EES og með krónu þá þyrftum við að semja við Evrópu- sambandið um varanlega undanþágu frá grunnstoð Evrópusambandsins og EES samningsins (fjórfrelsinu). Það hlýtur að teljast augljóst að Evrópu- sambandið mun aldrei samþykkja að land í EES uppfylli ekki grunn- stoð samningsins. Þar af leiðandi getur Ísland varla haldið áfram í EES með krónu. Hvort sem við viljum halda áfram eða ekki mun koma sá tímapunktur að við getum ekki ver- ið áfram í EES. Við einfaldlega uppfyllum ekki grunnskilyrðin. Spurning um framtíðina Við Íslendingar höfum því tvo raunverulega valkosti. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru án gjaldeyrishafta og njóta áfram þeirra kosta sem við höfum notið innan EES samnings- ins. ESB sjálft hefur líka góða kosti. EES samn- ingurinn hefur gjörbreytt Íslandi, á jákvæðan hátt. Flestir eru sammála um ágæti EES samn- ingsins og vilja ekki segja honum upp. Hinn val- kosturinn er að ganga ekki í Evrópusambandið, halda áfram að nota krónu, vera áfram með gjald- eyrishöft og ganga úr EES. Þeir sem vilja ekki í Evrópusambandið verða að gera það upp við sig hvort þeir séu tilbúnir til að missa EES samninginn og lifa í haftahagkerfi til frambúðar. Eru það í alvörunni hagsmunir ein- staklinga og fyrirtækja í landinu að Íslandi verði áfram með gjaldeyrishöft, krónu og ekki í EES? Egill Almar Ágústsson Meistaranemi í hag- fræði og fjármálum við Brandeis háskóla í Bandaríkjunum Hagfræði heimila og þjóðar Í hvað vill þjóðin eyða skattfé sínu? M ig rámar í skoðanakönnun sem gerð var fyrir margt löngu þar sem meðal annars var spurt um hvaða starfsgreinar mönnum líkaði verst við. Það vakti athygli mína þá að hag- fræðingar voru verst þokkaðir af öllum stéttum, sjónarmun reyndar á undan lög- fræðingum. Ég var að læra hagfræði í Há- skólanum þegar þetta var, hafði valið þá grein frekar en lögfræði. Ástæður þess að hagfræðingar njóta lítilla vinsælda kunna að vera margar en ein er sú að fræðigrein- in byggir á því lögmáli að það er ekki til endalaust af gæðum sem við mennirnir sækjumst eftir. Því verðum við að haga okkur í samræmi við þá staðreynd og sætta okkur við alls konar leiðindi eins og að við getum ekki bæði átt kökuna og borðað hana. Ekki furða kannski þó að hagfræðingar séu ekki manna vinsælastir, Hollywood gerir aldrei bíómyndir um þá og sjaldnast er sagt við lítil börn að ef þau verða dugleg að borða matinn sinn þá geti þau orðið hagfræðingar þegar þau eru orðin stór. Hagfræðingur í hverju húsi En þó fæstir leggi stund á hagfræði í háskóla þá er það svo að hvert og eitt okkar fæst við hagfræðileg vanda- mál á hverjum degi. Heimilishald er öðrum þræði hag- fræðilegt vandamál, matur og föt, lán sem þarf að borga af, húsaleiga, ferðalög og allt hvað eina sem fylgir því að reka eitt heimili. Verkefni hverrar fjölskyldu er að nýta heimilistekjurnar sem best þannig að sem flestum þörf- um verði fullnægt. Þetta þýðir að við þurfum að velja og hafna, forgangsraða. Það væri til dæmis skrýtið val að kaupa nýjan og dýran jeppa og geta síðan ekki sent barnið til tannlæknis vegna blankheita. Þetta þekkjum við og flestum gengur bærilega að greiða úr þessum endalausu verkefnum. Stjórnmálamenn þurfa líka að velja Svona gengur þetta fyrir sig á heimilum landsins. Lög- mál skortsins knýr okkur til að forgangs- raða og við reynum að láta mikilvægustu hlutina í lífinu hafa forgang. En þetta virð- ist reynast okkur stjórnmálamönnunum flóknara. Lögmál skortsins á heldur betur við um fjármál ríkisins, við þurfum að velja um í hvað við ráðstöfum takmörkuðum fjármunum okkar. Það val endurspeglar pólitískar áherslur okkar og hugsjónir. Ég hlustaði í vikunni á viðtal við Kára Stefáns- son þar sem hann talaði um hvernig all- ur tækjakostur Landspítalans væri úr sér genginn og hversu mjög heilbrigðiskerfið okkar væri að dragast aftur úr öðrum þjóð- um vegna þess að við eigum ekki nýjustu tæki og tól. Þetta var dökk mynd sem Kári dró upp. Ekki kaupa fleiri jeppa Höfum við ekki efni á betra heilbrigðiskerfi? Svarið er einfalt, jú við höfum það. En við verðum að forgangs- raða í rekstri ríkisins og okkur liggur á að breyta áherslunum. Hvaða vit var í því að ríkið lagði hátt í 10 milljarða í göng undir Vaðlaheiði við þessar aðstæður? Mér er sama þótt þeir peningar eigi að skila sér að til baka að hluta á einhverjum áratugum, þjóðhagsleg hagkvæmni og mikilvægi þess að endurnýja og bæta tækjakost Landspítalans er án vafa meiri þegar upp er staðið. Og hvað vit var í því að eyða milljörðum í málaferli gegn Geir Haarde, í vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni, eða illa ígrundaða umsókn að ESB, svo dæmi séu nefnd? Ríkisstjórnin er í þessum málum því miður ekki ólík heimilsföður sem kemur heim á nýja jeppanum og byrjar að útskýra fyrir fjölskyldunni að ekki séu til peningar fyrir tannlæknaferðum og öðru slíku, það lá svo á að kaupa jeppann. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að endurskoða allan rekstur ríkisins og gera okkur betur grein fyrir því hvernig við forgangsröðum. Sumt þarf að skera niður og spara enn frekar og í annað þurfum við að auka við. Verkefni okkar er að ákveða í hvað við verjum sameiginlegum sjóðum þessarar stóru fjölskyldu sem byggir Ísland. Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins Höfum við ekki efni á betra heilbrigðiskerfi? Svarið er einfalt, jú við höfum það. En við verðum að forgangsraða í rekstri ríkisins og okkur liggur á að breyta áherslunum. *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 30.október 2012. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 29.október 2012 SENDU SMS EST PS3 Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF AUKAVINNINGUM: DVD - TÖLVULEIKIR FIFA 13 - GOS O.FL. VILTU VINNA NÝJU PS3 TÖLVUNA? MINNI - LÉTTARI - FERSKARI 20 viðhorf Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.