Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 34

Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 34
Ég var algjör strákastelpa og átti ekki einn kjól þar til ég var sextán eða sautján ára. www.forlagid.is www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu KlassíK sem á heima á hverju heimili Loksin s fáanLe gar á ný! upp úr tvítugu fór hún að þjálfa stráka hjá Stjörnunni og það var líka mjög gaman. „Það er ekkert erfiðara að þjálfa stráka,“ útskýrir Ragna en bendir á að mikill munur sé engu að síður á kynjunum þegar það kemur að þjálfun. „Þú ert grimmari við strák- ana en spilar meira með sál- fræðiþáttinn hjá stelpunum. Þá nærðu mestum árangri. Ef þú kemst inn í hausinn á þeim.“ Hún er því komin heim, þjálfarinn, og ætlar sér stóra hluti hjá Fylki: „Ég hef alltaf verið svoldið óforskammaður þjálfari. Ég ætla mér bara að vinna. Ég er ekki í þessu til að vera í öðru eða þriðja sæti. Auðvitað getur allt gerst í boltanum en ef ég trúi því ekki að við getum farið alla leið þá gerir það enginn,“ segir Ragna Lóa sem fundaði með stelp- unum sínum í Fylki í síðustu viku. Þar lagði hún línurnar varðandi sigur en þær féllu nú í sumar og fyrsta verk- efnið er að koma þeim aftur upp í efstu deild og byggja upp lið sem festir sig þar í sessi. Var ekki hugað líf Hvenær mun það gerast að kona eins og þú munir þjálfa A-landslið karla? „Ég veit það ekki,“ svara Ragna Lóa sposk. „Þú mein- ar: Að ég muni þjálfa karlana á undan Hemma? Kannski sækjum við bæði um, hjónin, þegar staðan losnar,“ bætir hún við og hlær. Ein af fyrirmyndum Rögnu Lóu er Hope Powell, lands- liðsþjálfari kvenna á Eng- landi. Powell hefur lengi verið orðuð við hin ýmsu lið í ensku deildinni og hún nýtur mikillar virðingar í knatt- spyrnuheiminum. Ragna Lóa á líka fjöldann allan af öðrum þjálfara fyrirmyndum eins og Harry Redknapp sem var lengi þjálfari Hemma Hreiðars. Þannig hefur það verið ótrúlegur lærdómur fyrir knattspyrnukon- una Rögnu Lóu að hafa verið í 14 ár svokölluð „footballers wife“. Hún hefur staðið á hliðarlínunni en sogið í sig þekk- ingu og reynslu sem hún vonar að nýtist henni nú þegar hún er aftur farin að þjálfa á Ís- landi. „Maður verður samt að hafa á bak við eyrað hvað sveiflurnar í bolt- anum eru ótrúleg- ar. Þú getur byrjað vikuna algerlega á toppinum en endað hana á botninum. Það er nú líka það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Ragna Lóa upplifði sinn botn ekki vegna lélegrar frammistöðu heldur meidd- ist hún alvarlega í landsleik á móti Úkraínu fyrir fimm- tán árum. Meiðslin voru svo alvarleg að henni var vart hugað líf: „Þetta var minn síðasti landsleikur. Ég var að fara að slá metið í fjölda landsleikja þegar ég er tækluð þannig að Ragna Lóa fótbrotnaði í landsleik á móti Úkraínu og það gerði út af við knattspyrnuferilinn, enda var henni vart hugað líf. sköflungurinn fer í tvennt,“ út- skýrir Ragna Lóa en öll þjóðin stóð á öndinni þegar leikurinn var stöðvaður í lengri tíma og Ragna Lóa flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. Það þurfti að kalla út fleiri sérfræðinga svo ekki var hægt að gera að fæt- inum fyrr en daginn eftir. Þá fékk hún sýkingu í lungun og var tvísýnt um hvort hún myndi lifa af eða ekki. „Séra Pálmi Matthíasson kom á spítalann og Hermann og fjölskyldan búin undir það versta. En ég var rétt rúmlega þrítug og í mínu besta formi þannig að lungun mín náðu að losa sig við sýkinguna,“ segir Ragna Lóa sem var talsverðan tíma að koma sér í form aftur en það var aldrei eins. „Í raun kláraði ég ferilinn í þessum landsleik þótt ég hefði spilað nokkra leiki með KR um sum- arið eftir,“ heldur hún áfram en þegar þarna var komið við sögu hafði Hermann Hreiðarsson verið keyptur frá ÍBV til Crystal Palace og Ragna Lóa ákvað að flytja til hans út. Við Hemmi landsliðsþjálf- arar Samkvæmt Rögnu Lóu voru þessi 14 ár í Englandi sann- kallað ævintýr („ekkert annað en æðisleg“). Þau áttu stórkost- legan tíma ytra, fjölskyldan, og tvær yngstu dæturnar fædd- ust í Englandi. Þær þurfa því að taka á honum stóra sínum að aðlagast hér heima og eiga stundum í pínu erfiðleikum með tungumálið en eru þeim mun ánægðari með fótboltann. „Auðvitað er gaman að koma heim eftir svona langan og far- sælan tíma í Englandi. Við átt- um gott líf þarna úti og Hemmi kláraði frábæran feril. Ég er ótrúlega stolt af honum. Hann 34 viðtal Helgin 5.-7. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.