Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 8
Íbúar við höfnina í Hafnarfirði hafa sent inn kvörtun til sveitarfélagsins vegna óviðunandi hávaða frá starfsemi á hafnarsvæði sem orsakast af niðurrifi skipa. Hafnarstjórn telur ekki ástæðu til að aðhafast og bendir á skýrslu heilbrigðis- eftirlitsins um málið þar sem ekki var unnt að staðfesta að hávaðinn við niðurrifið væri yfir mörkum. Hrannar Hallgrímsson flugumferðarstjóri er einn þeirra sem hefur kvartað en hann býr í fjölbýlishúsi við höfnina. „Ég hef alveg skilning á að starfsemi fari fram við höfnina. Nýlega er hins vegar farið að rífa niður skip og af því hlýst gífurlegur hávaði sem veldur verulegum trufl- unum. Verið er að vinna á öllum tímum dagsins jafnt á virkum dögum sem og um helgar,“ segir Hrannar. Í samantekt heilbrigðiseftirlitsins segir að of mikil nálægð milli íbúðabyggðar og atvinnustarf- semi geti kallað á árekstra. Ekki hafi verið unnt að staðfesta að hávaði hafi verið yfir mörkum reglugerðar þótt ekki sé hægt að útiloka það. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Huga þarf að hávaðavörnum „Höfnin verður að taka mið af þeirri staðreynd við ákvörðun á notkun lands, hvaða starfsemi hún heimilar og þá ekki síður hvernig hávaðavörnum verði fyrirkomið við áformaða starfsemi,“ segir í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins.  Umhverfismál hávaðamengUn frá starfsemi á hafnarsvæði Hafnfirðingar kvarta undan hávaða Samræðuvefur um stjórnarskrána Samtök um nýja stjórnarskrá, SANS, hafa opnað samræðuvef fyrir almenn- ing um stjórnarskrármál fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 20. október á slóðinni stjornarskra.yrpri.org. Vefurinn er unninn í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Um er að ræða svipað viðmót og á vefnum Betri Reykjavík, en eingöngu er lögð áhersla á stjórnarskrármál, sérstaklega þau er varða kosningarnar 20. október og muninn á frumvarpi stjórnlagaráðs og núgildandi stjórnarskrá. Tilgangur vefsins er að auka umræðu um málefni sem tengjast kosningunum 20. október. Þar gefst almenningi tækifæri til að tjá sig um rök með og á móti hinum ýmsu málefnum tengdum stjórnarskránni. - jh Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna í alþjóðlegu bjórkeppninni World Beer Awards 2012 sem kláraðist síðastliðinn föstudag. Úlfur var valinn besti evrópski bjórinn af tegundinni IPA eða India Pale Ale og Bríó hlaut verðlaun sem besti pilsnerbjór í Evrópu, bætti svo um betur og hlaut heimsmeistaratitil í sama flokki. Báðir bjórarnir voru þróaðir í Borg Brugg- húsi, handverksbrugghúsi Ölgerðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Bríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér en hann kom á markað 2010. Bjórinn var þróaður í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar og er nefndur eftir fjöllistamanninum Steingrími Eyfjörð. Úlfur kom fyrst á markað snemma árs 2011 og er fyrsti bjórinn af gerðinni Indian Pale Ale sem framleiddur er á Íslandi. - jh Goðsögnin Friðrik á fjölmennasta skákmóti ársins Skákveisla verður í Rimaskóla um helgina þegar fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram. Þetta er fjöl- mennasta skákmót ársins. Keppt er í fjórum deildum. Skákfélag Bolungavíkur hefur sigrað á Íslandsmótinu síðustu árin. Ung og metnaðarfull félög hafa hinsvegar augastað á Íslandsbikarnum, m.a. Víkingaklúbburinn og Goðinn. Búast má við því að gömlu stórveldin, Tafl- félag Reykjavíkur og Hellir, eigi undir högg að sækja. Goðsögnin Friðrik Ólafsson mun tefla með liði TR. Friðrik varð stórmeistari árið 1958 og var um árabil meðal sterkustu skákmanna heims. Hann er nú 77 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Fleiri íslenskir stórmeistarar verða í eldlínunni, m.a. hin svonefnda fjórmenningaklíka sem skipaði sterkasta landslið sem Ísland hefur átt: Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Áhorfendur eru velkomnir í Rimaskóla. Skákveislan byrjar klukkan 20 á föstudag og síðan er teflt nánast linnulaust fram á sunnudag. - jh s telpur tala frekar við aðra um vandamál sín en strákar og leita sér frekar hjálpar. Strákar bíta á jaxlinn og þjást eða kveljast í hljóði,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor á menntavísindasviði og sér- fræðingur í eineltismálum. Fjöldi stúlkna hefur stigið fram að undanförnu og sagt frá einelti sem þær hafa orðið fyrir. Enginn drengur hefur gert slíkt hið sama. „Það er mjög mikilvægt að vekja athygli á þessu,“ segir Vanda þegar hún er innt um skýringar á því hvers vegna strákarnir eru ekki að stíga fram á sama hátt og stúlkurnar. „Við þurfum að vinna gegn þeim samfélags- legu skilaboðum sem strákar fá, að þeir eiga að vera stórir og sterkir og gráta ekki. Karlmennskuímyndin er sú að þeir mega ekki sýna veikleika,“ segir hún. „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir fórnarlömb eineltis að byrgja tilfinningar sínar inni. Það er alvarlegt að lenda í einelti og getur haft alvarlegar afleiðingar og getur í raun verið hættulegt að leita sér ekki aðstoðar,“ segir Vanda. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig þolendur eineltis bregðast við einelti eftir kynjum, að sögn Vöndu. Hins vegar sýni nýjar rannsóknir fram á að það sé afar mikilvægt að þjálfa börn í því að leita sér að- stoðar. „Það þarf að gera þetta að vana, að einhverju sem börn eru góð í. Það þarf að kenna börnum að það sé rétt að leita sér hjálpar og oft nauðsynlegt. Við lendum öll í einhverju mótlæti í lífinu og þurfum flest að leita okkur hjálpar á einhverju sviði á ævinni,“ segir Vanda. „Niður- stöður þessara rannsókna segja jafnframt að það þurfi sérstaklega að passa upp á strákana og að við þurfum að byrja að þjálfa börn strax á unga aldri,“ segir hún. Vanda hefur lagt áherslu á þjálfun barna á að takast á við einelti. „Kannski er það bara fótboltaþjálfarinn í mér, ég myndi aldrei láta neinn lesa það í bók hvernig á að gera hjólhestaspyrnu, heldur láta hann gera það. Það þarf að þjálfa börn í því að bregðast við neikvæðum athugasemdum. Þau þurfa að æfa sig í því að svara, til dæmis með því að segja: „Mér er alveg sama“,“ segir Vanda. Hún segir að hægt sé að notast við hlutverkaleiki og að búa til sögur, til að mynda með tveimur endum, til að þjálfa börnin í að leita sér hjálpar. „Annars vegar láta söguna enda þar sem ekki er leitað hjálpar og hins vegar þegar leitað er hjálpar og ræða svo hina mismunandi endi,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  eineltismál Þjálfa Þarf börn í að leita sér hjálpar Strákar bíta á jaxlinn Vanda Sigur- geirsdóttir, sérfræðingur í eineltismálum, segir að stúlkur leiti sér frekar hjálpar en drengir. Þjálfa þurfi börn í því frá unga aldri að leita sér hjálpar og svara neikvæðum at- hugasemdum. Nauðsynlegt er að þjálfa börn í því að svara fyrir sig fái þau neikvæðar athugasemdir. Einnig þarf að þjálfa þau í því að leita sér aðstoðar svo það verði eðlilegur og sjálfsagður hlutur lendi þau í aðstæðum síðar á ævinni þar sem þess er þörf. Hafnafjarðarhöfn. Of mikil nálægð milli íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi getur kallað á árekstra. 8 fréttir Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.