Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 82
www.sena.is/elly HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson FRÍTT NIÐURHAL SÆKTU NÝJU ÚTGÁFUNA AF VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA ÓKEYPIS Á TÓNLIST.IS FORSALA TÓNLEIKAGESTIR GETA TRYGGT SÉR ÆVISÖGU ELLYJAR Í FORSÖLU Á TÓNLEIKUNUM Minningarto’nle ikar 13. okto’ber MIÐASALA Á MIÐI.IS Í SÍMA 540-9800 UPPSELT Í A+ OG C SVÆÐI. ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR Í A OG B SVÆÐI. KOMDU MEÐ Í ÓGLEYMANLEGT FERÐALAG TIL GULLALDARÁRANNA OG UPPLIFÐU ELLY Í MÁLI OG MYNDUM, LJÓSLIFANDI MINNINGUM SAMFERÐARFÓLKSINS OG AUÐVITAÐ TÓNLISTINNI SEM HÚN GAF OKKUR ÖLLUM. AÐEINS 8 DAGAR Í TÓNLEIKA ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON Jakob Frímann Magnússon er hamhleypa til verka. Atvikin hafa hagað því þannig að um- fangsmikil verkefni hrúgast yfir hann um helgina en hann fer léttleikandi í gegnum hasarinn. Á laugardaginn þyrfti hann helst að geta verið í tveimur sölum Hörpu í einu. Á meðan hann treður upp ásamt félögum sínum í Stuðmönnum í Eldborg verða Norrænu kvikmynda- tónskáldaverðlaunin afhent í næsta sal. „Ég mun ná að ávarpa hópinn í hléi hjá okkur Stuð- mönnum,“ segir Jakob. „Sig- tryggur Baldursson sér um að stjórna veislunni og Björk mun annast afhendingu verðlaunanna sjálfra.“ Stuðmenn fagna því um þessar mundir að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu kvikmynd- arinnar Með allt á hreinu og því þótti ekki annað við hæfi en að slá upp tónleikum. Eftirspurnin varð slík að hljómsveitin treður upp tvisvar á föstudag og síðan í tvígang á laugardaginn. „Þetta er kannski meira og þéttara en góðu hófi gegnir en er ekkert mál. Þetta er eins og að spila á píanó. Ef píanóið er partur af grunninum sem maður hefur í lífinu þá getur maður „múltítaskað“ út í eitt. Þá getur þú verið með tíu fingur og tíu tær í aðskildum verkefnum og allt lýtur stjórn þeirrar stjór- nstöðvar sem Guð plantaði á milli eyrnanna á okkur, segir Jakob sem vill að píanóleikur verði skyldunám til þess að búa börn undir lífið og þjálfa þau í að gera margt í einu. „Ég er bara vanur þessu og þetta er minnsta mál, þökk sé þessum grunni. Ergo: Píanónám verði að lögboðinni grunnmennt- un allra Íslendinga.“ -þþ  Jakob Frímann annasöm helgi Píanóleikarinn getur gert ótal hluti í einu Svaraðu í símann, Frímann. Jakob fyrir 30 árum í Með allt á hreinu. Tónlistin úr myndinni kom nýlega út í viðhafnarútgáfu í tilefni afmælisins. Fyrsta upplag út- gáfunnar inniheldur myndina á DVD.  Frumraun biggi hilmars geFur út sólóplötuna all We Can be Einlægt uppgjör Bigga Þ etta er mjög persónuleg plata. Ég syng um lífið, um vini mína, um fólk og staði sem hefur veitt mér innblástur,“ segir Biggi Hilmars tónlistarmaður sem í vikunni sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína. Platan kallast All We Can Be og hefur Biggi unnið að henni síðustu þrjú ár. Biggi hefur verið búsettur erlendis síðustu átta árin með fjölskyldu sinni, konunni Maríu Kjartans og ellefu ára dóttur þeirra. Fyrst bjuggu þau í Glasgow en f luttu sig síðan yfir til London. Þar tók ferill Bigga sem tónlistarmanns stökk, hann var varla lentur í London þegar hon- um fóru að bjóðast verkefni. Hann samdi tónlist við kvikmyndir, auglýsingar og fyrir leikhús og komst á samning við Universal. „Það skiptir greinilega máli hvar maður leggur niður áruna sína,“ segir Biggi brosandi og sér ekki eftir að hafa f lutt til London. Nú er Biggi og hans fólk hins vegar komið aftur heim og hann ætlar að fylgja plötunni eftir þó hann sinni enn verkefnum erlendis. „Ég tek forskot á sæluna á Íslandi og svo kemur í ljós hvenær platan kemur út erlendis. Ég er með umboðsskrifstofu úti sem er að skoða útgáfumál fyrir mig. Nú er ég bara spenntur að fá að reyna mig hér heima með þessa plötu, að sinna þessu barni.“ Augljóst er að árin úti og vinnan þar hafa gert Bigga gott því platan er afar vel heppnuð. Hann hefur svosem alltaf kunn- að að semja f lottar melódíur og röddin var ekki slæm á Ampop-árunum. Nú er hins vegar eins og hann hafi stígið skrefi lengra en áður og greinilegt er að hann hefur legið lengi yfir útsetningunum. Til að mynda má greina áhrif frá Jeff Lynne og félögum ELO í minnst einu lagi og er þar ekki leiðum að líkjast. Eins og áður segir eru yrkisefni Bigga persónuleg á plötunni. Hann segist til að mynda fjalla um það hvernig er að búa er- lendis í laginu Home. „Það lag var samið þegar við vorum nýflutt frá London til Parísar og vissum ekkert hvort það væri rétt skref. Það er nefnilega alltaf ákveðin togstreita að búa í útlöndum. Það er ein- hver spenna í manni en um leið gefur það manni orku,“ segir Biggi sem gerir upp við baráttu systur sinnar við krabbamein í laginu War Hero. „Hún er sannkölluð stríðshetja. Hún náði að jafna sig. Hún var með þriðja stigs krabbamein og það var eiginlega búið að afskrifa hana en hún náði að komast í gegn.“ Útgáfutónleikar Bigga voru haldnir í gær, fimmtudagskvöld, í Fríkirkjunni. Biggi setti saman hljómsveit fyrir þá og væntanlega tónleika á Iceland Airwaves- hátíðinni í næsta mánuði. Í hljómsveitinni eru trommarinn Hallgrímur Jón Hall- grímsson, Haraldur Þorsteinsson bassa- leikari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari auk strengjasveitar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Biggi Hilmars gerði það gott með hljóm- sveitinni Ampop fyrir nokkrum árum. Eftir áralanga búsetu erlendis, þar sem hann var meðal annars á samningi hjá Universal, er hann kominn heim aftur og með fyrstu sólóplötu sína í farteskinu. Biggi Hilmars er fluttur heim eftir átta ára búsetu erlendis. Hann kom með sína fyrstu sólóplötu í farteskinu. Ljósmynd/María Kjartans 66 tónlist Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.