Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 42
Þráinn Bj. Farestveit, Framkvæmdarstjóri Fangahjálparinnar verndar, heFur starFað lengi með Föngum og að máleFnum Þeirra. Þráinn lauk próFi í aFBrotaFræði Frá stokkhólmsháskóla 1994 og veit um hvað hann talar, eins og jakoB Bjarnar komst að, en Þráinn telur meðal annars einsýnt að heildarsteFnu og heildarsýn skorti í máleFnum Fanga og Þar með sjúkra Fíkla. Allt að níutíu prósent fanga eru fíklar Opinberar tölur um hlutfall þeirra fanga sem haldnir er vímuefnafíkn eru í rauninni miklu lægri. En ég myndi telja að 80 til 90 prósent fanga séu haldnir vímuefnafíkn,“ segir Þráinn Bj. Farestveit. Hann hefur verið við­ loðandi starfsemi Verndar allt frá árinu 1987, setið í stjórn og nefndum fangahjálparinnar frá 1994 og þá verið formaður og framkvæmdastjóri frá 2000. Hann hefur fylgst með þessum málaflokki í áratugi og þekkir því vel til. Þráinn segir að samhliða því sem fangar eigi við alkóhólisma (vímuefnafíkn) að stríða þá séu önnur vandamál sem þjaka skjól­ stæðinga þeirra hjá Vernd og þá býsna fjölbreytt. Má þar helst nefna geðræn vandamál af ýmsum toga; hegðunarvanda, ADHD, athyglisbrest, lesblindu og/ eða ofvirkni. Hópur fanga á við eitthvað af ofangreindu að stríða, er greindur sem slíkur en stór hluti þeirra hefur aldrei fengið greiningu á þessum vanda. Félagasamtökin Vernd, fangahjálp voru stofnuð 1. febrúar 1960. Markmið samtakanna eru, og hafa verið frá upphafi, að leitast við í samvinnu við stjórn­ völd, stofnanir og einstaklinga við að aðstoða fanga og fjölskyldur þeirra – efla skilning almennings á aðstæðum þeirra sem gerst hafa brotleg við lög og benda á mikilvægi þess að tíminn í afplánun sé not­ aður til undirbúnings fyrir þátttöku í samfélaginu hvort heldur nám eða störf. Allt frá stofnun hafa þau rekið áfangaheimili í Reykjavík. „Dvöl á áfangaheimilinu getur verið lykill að farsælu lífi að lokinni afplánun og meðan á henni stendur. Afplánunarvist er fyrir þau sem vilja ljúka síðustu mánuðum fangelsisvistar á áfangaheimilinu,“ segir Þráinn. Dvalartími fer eftir lengd dóma og er lengstur 12 mánuðir. Skilyrði vistarinnar eru ströng, að sögn Þráins, og þarf viðkomandi að hafa atvinnu, sé við nám eða í meðferð. Brottfall úr úrræðum Verndar er lágt eða um 10 prósent en helsta ástæða þess að menn lenda í klandri er einmitt vímuefna­ notkun sem er brot á reglum Verndar. „Það ber að nefna að stærsti hluti þeirra brota sem einstaklingar eru dæmdir fyrir til óskilorðsbundinna dóma tengj­ ast með einum eða öðrum hætti notkun vímugjafa,“ segir Þráinn. Nauðsyn að brjóta upp vítahring fíknarinnar Um starfsemi Verndar fara um 50 til 60 einstaklingar árlega. Frá árinu 1994 hafa farið rétt tæplega þúsund manns fengið þann möguleika að ljúka afplánun hjá Vernd: „Miklu minni líkur eru á því að þeir sem fara hér um hjá okkur komi til baka í fangelsin, endur­ komutíðnin lækkar sé þessu úrræði beitt og það hlýtur að vera markmiðið. Þeir sem ljúka afplánun í Vernd eru í raun sviptir frelsi sínu. Þeir þurfa að vera yfir nóttu í húsakynnum Verndar og þeir þurfa að koma „heim“ milli sex og sjö. Yfir daginn, hvort heldur að menn eru í vinnu, skóla eða eru í meðferð, eru þeir undir stanslausu eftirliti. Þetta hefur gefist vel. Kannski eina rósin í hnappagatið sem menn geta stært sig af í þessu kerfi.“ Þráinn nefnir einnig þann möguleika sem lengi hefur verið til staðar sem er sá að menn fari, í lok afplánunar, í meðferð á Vog og jafnvel í framhalds­ meðferð á Staðarfell. „Það þarf að stoppa þennan fíkniferil ef á að vera möguleiki á að hafa áhrif á brotaferil stórs hluta þessa fólks. Ef það er ekki gert eru líkurnar á áframhaldandi brotastarfsemi þess miklu meiri.“ Hátt hlutfall ótímabærs dauða Að sögn Þráins hefur það ávallt verið svo að 12 spora andi hafi verið ríkjandi innan veggja Verndar. Fólk sem þar starfar hefur góða tengingu við SÁÁ og AA samtökin og aðrar meðferðarstofnanir, þar er alltaf til staðar menntaður áfengisráðgjafi frá SÁÁ, sem starfar þar við viðtöl og greiningu. Þráinn segir úrræði fyrir fanga í raun af skornum skammti, þeir njóta ekki sömu almennu þjónustu og aðrir borgarar, þeir hafa ekki eins greiðan aðgang að félagsþjónustu og geðheilbrigðsþjónustu, svo dæmi séu nefnd á meðan á afplánun stendur. Framkvæmdarstjóri Verndar treystir sér ekki til að ganga svo langt að slá því föstu að rót vanda fanga sé vímuefnafíkn, en segir þó fyrirliggjandi að áfram­ haldandi vímuefnanotkun standi í vegi fyrir bata og breytingu á lífi þessara einstaklinga. En þar geti ýmislegt annað spilað inn í svo sem aðrir sjúkdómar. „Erfitt sé að meta þetta. En það er vitað mál að vímu­ efnanotkun er mjög víðtæk meðal fanga. Stór hluti fanga hefur verið í farvegi neyslu um áratuga langt skeið og margir fanganna enda neyslumynstur sitt í geðsjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum – sem er mjög hátt á meðal þeirra sem hlotið hafa óskilorð­ sbundna dóma.“ Skortir heildstæða stefnu Þráinn segir að hlutfall þeirra sem afplána utan fang­ elsa sé að aukast, sem sé mjög jákvætt. Þá er rafrænt eftirlit einnig að ryðja sér til rúms eftir að afplánun á Vernd lýkur. Þráinn er þeirrar skoðunar að nýjar leiðir við afplánun eigi fullan rétt á sér og beri að skoðast með opnum huga. „Fangar eiga sér fáa mál­ svara og þegar fordómar í garð minnihlutahópa eru ræddir standa fáir upp föngum til varnar – fordómar eru ríkir í þeirra garð. Þessu verður að breyta og samfélagið verður að sjá hag í lægri endurkomutíðni og að þyngri krafa eigi að vera á gæði afplánunar. Ég kalla eftir heildstæðri stefnu í þessum málaflokki, bæði aðgerðum er snúa að föngunum sjálfum sem og fjölskyldum þeirra.“ Börn alkóhólista og veikustu sjúklingarnir mannúð Það þarf að stoppa þennan fíkniferil ef á að vera möguleiki á að hafa áhrif á brotaferil stórs hluta þessa fólks. Íslendingar hafa í gegnum SÁÁ byggt upp meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn sem talin er í fremstu röð meðal þjóða heims. Þó vantar herslumuninn á að hægt sé að sinna þörfum allra áfengis- og vímuefna- sjúklinga eins vel og skyldi. Þetta er spurning um peninga. Með tiltölulega litlu framlagi, 1.100 millj- ónum króna á ári, er hægt að vinna nýtt kraftaverk í baráttunni við áfengis- og vímuefnasýki og bjóða upp á lausn fyrir hópa sem fá ekki viðunandi meðferð. Nýtt þjóðarátak mundi fyrst og fremst beinast að tveimur hópum. Þráinn Bj. Farestveit er framkvæmda- stjóri Verndar og hann segir algera nauðsyn, ef menn vilji sjá einhvern árangur í endurhæfingu fanga, að brjóta upp vítahring alkóhólism- ans, sem allt að 90 prósent fanga séu sjúkir af. Ljósmynd/ Hari. Börnin eru í mestri hættu Annars vegar að um það bil 900 sjúklingum sem ekki er hægt að veita meðferð við hæfi í dag. Hins vegar eru allt að 7000 börn alkóhólista sem þjást vegna áfengis- og vímuefna- sýki foreldra sinna. Þessi börn eru sá hópur sem er í mestri hættu á að veikjast af áfengis- og vímuefnasýki síðar á ævinni. Að auki alast þau upp við gríðarlegt álag sem hefur skaðleg áhrif á þroska þeirra og félagslega stöðu nú og í framtíðinni og eykur hættu á að þau þrói með sér ýmsa líkamlega og andlega sjúkdóma og raskanir. Íslenskt samfélag hefur ekki gefið þessum börnum og þeirri áhættu sem þau eru í nægan gaum. Það er kominn tími til að viðurkenna tilvist þeirra og veita þeim hjálp. Þau eiga ekki að þjást vegna veikinda foreldra sinna. SÁÁ hefur undanfarin misseri unnið með börnum alkóhólista. Eftirspurn hefur verið miklu meiri en hægt hefur verið að sinna. Um 400 börn hafa fengið sálfræðiviðtöl og ráðgjöf en um 600 til viðbótar eru á biðlista. 6 OKTÓBER 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.