Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 74
58 bíó Helgin 5.-7. október 2012 En ef þú sleppir henni ekki þá mun ég leita að þér, ég mun finna þig og ég mun drepa þig.  Frumsýndar  Taken 2 Liam neeson breTTir upp ermarnar É g veit ekki hver þú ert. Ég veit ekki hvað þú vilt. Ef þú ert á eftir lausnar-gjaldi get ég sagt þér að ég á engan pening. Ég bý hins vegar yfir mjög sérstök- um hæfileikum. Hæfileikum sem ég hef til- einkað mér á mjög löngum ferli. Hæfileikum sem gera mig að martröð fólks eins og þú ert. Ef þú sleppir dóttur minni núna þá er þessu lokið. Ég mun ekki leita að þér. Ég mun ekki elta þig. En ef þú sleppir henni ekki þá mun ég leita að þér, ég mun finna þig og ég mun drepa þig.“ Þessa mögnuðu einræðu hélt Liam Neeson í hlutverki fyrrverandi CIA-mannsins Bryan Mills þegar hann náði símsambandi við einn þeirra albönsku glæpamanna sem rændi Kim, dóttur hans og vinkonu hennar, þegar þær voru á ferðalagi í París. Skúrkurinn gerði þau regin mistök að taka orð hins óttaslegna föður ekki alvarlega og hvarf á braut með stúlkurnar tvær með það fyrir augum að selja þær í vændi. Mills var hins vegar maður til þess að standa við stóru orðin. Rauk beint til Parísar og var fljótur að komast á spor mannsalsdurganna. Illmennin týndu síðan tölunni jafnt og þétt á mis hrottalegan hátt á meðan Mills þræddi sig upp fæðukeðjuna í átt að höfuðpaurunum og týndri dóttur sinni. Sú stórfína leikkona Famke Janssen lék fyrr- verandi eiginkonu Neesons og móður Kim sem Maggie Grace lék. Neeson hefur greint frá því að hann hafi í fyrstu ekki verið neitt sér- staklega spenntur fyrir því að gera framhalds- mynd og vildi alls ekki taka annan snúning án þess að Janssen og Grace yrðu líka með. Þau snúa nú öll aftur í Taken 2 og endurtaka rullur sínar og fara í gegnum kunnuglegar aðstæður þótt aðkoma dótturinnar sé töluvert öðruvísi að þessu sinni. Þríeykið skellir sér nú í frí til Istanbúl og þar sæta ættingjar þeirra albönsku óþverra sem Mills sálgaði í fyrri myndinni færis og leita hefnda. Þeir ræna Mills og konu hans en Mills er ekki auðveld bráð frekar en fyrri dag- inn og tekst að virkja dótturina í harkalegum björgunaraðgerðum. Stúlkan er auðvitað orð- in ýmsu vön eftir að hún var hert í eldi fyrri myndarinnar og fjölskyldan er því sýnd veiði en ekki gefin. Taken sló óvænt í gegn á sínum tíma og komu vinsældir myndarinnar Luc Besson og Neeson nokkuð á óvart. Taken 2 hefur ekki fengið jafn góða dóma ytra og fyrri myndin og Neeson telur víst að með henni sé ævintýrum Bryan Mills og fjölskyldu lokið. Neeson ræddi möguleikana á frekara framhaldi Taken í ný- legu viðtali við kvikmyndatímaritið Empire og sló slíkt nánast alfarið út af borðinu. „Ég sé það ekki fyrir mér og held að það verði ekkert af því. Í alvöru talað. Ég sé ekki fyrir mér sann- færandi aðstæður þar sem áhorfendur gætu mögulega gert annað en segja: „Nei hættu nú alveg...! Er búið að taka hana aftur?“ “ Aðrir miðlar: Imdb: 8.4, Rotten Tomatoes: 7%, Me- tacritic: - Hinn mjög svo fjölhæfi, írski leikari Liam Neeson festi sig rækilega í sessi sem harðjaxl í kvik- myndum í Taken fyrir fjórum árum. Luc Besson skrifaði handrit þessarar ofbeldisveislu þar sem Neeson gekk milli bols og höfuðs á glæpahyski sem rændi dóttur hans til þess að selja hana í kynlífsþrælkun. Óhjákvæmilegt framhald er nú komið í bíó og þar þarf Neeson og takast á við afleiðingar drápsæðisins sem rann á hann árið 2008. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Einn er fyrsta kvikmynd Elvars Gunnars- sonar í fullri lengd. Myndin fjallar um kvikmynda- gerðarmanninn Helga sem svo skemmtilega vill til að er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndar- innar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breyting- arnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður. María Ellingsen, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Guðfinnur Ýmir, Arnþór Þór- steinsson, Vivian D. Ólafsdóttir og Darren Foreman eru í helstu hlutverkum en flestir sem koma að gerð myndarinnar stunda nám við Kvikmyndaskóla Íslands, eru útskrifaðir þaðan eða kenna þar. Einn Helför albanskra mansalstudda Teiknimynd sem gerist við Viktoríufossa í Afríku þar sem fuglar hafa stofnað sína eigin borg, Zambezíu. Kai er ungur og óreyndur fálki sem leitar að Zambezíu sem fyrirheitna landinu sínu. Hann fellur vel inn í hópinn þegar á staðinn er komið og lærir ýmis- legt um lífið og tilveruna af hinum nýju vinum sínum í borginni. Eins og sönnum fálkum sæmir er Kai að sjálfsögðu hug- rakkur og áræðinn. Þeir eiginleikar hans koma sér ákaflega vel þegar öflugir óvinir herja á borgina og ásælast egg íbúanna. Höfðingjarnir Jeff Gold- blum, Richard E. Grant og Samuel L. Jackson eru á meðal þeirra leikara sem ljá persónum myndarinnar raddir sínar. Liam Neeson rústaði glæpagengi í París í Taken fyrir örfáum árum og mætir nú hefndaróðum félögum þeirra sem hann drap síðast í Istanbúl í Taken 2. Zambezia Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík lýkur á sunnu- dag. Hátíðin er orðin ómissandi og fastur liður í menn- ingar- og bíólífinu á haustin og heppnaðist sérlega vel í ár. Úrval mynda á RIFF hefur alltaf verið fjölbreytt, áhuga- vert og gott en ég minnist þess þó ekki að hafa áður haft úr slíkri gnótt áhugaverðra mynda að velja að á tímabili var valkvíðinn að buga mig. Í raun ætti kvikmyndaáhugafólk að fá launað frí frá vinnu dagana sem RIFF stendur yfir til þess að eiga raun- hæfan möguleika á því að komast yfir allt það sem heillar. En maður hefur látið sig hafa það að þeytast, fúlskeggj- aður, sveittur og óbaðaður í rúma viku á milli kvikmynda- húsa. Myndirnar hafa að vonum verið misgóðar, stundum örlar á vonbrigðum, en samt er aldrei hægt að tala um að maður hafi farið fýluferð á RIFF. Þessir bíódekurdagar eru að renna út þannig að nú er að duga eða drepast gott fólk og ekkert annað í boði en að taka endasprettinn með trompi. Enn er til dæmis tæki- færi til þess að sjá hina vægast sagt athyglisverðu heim- ildarmynd Meet the Fokkens, frábæra heimildarmynd um meistara Woody Allen, heimildarmyndina We Are Legion um aktívistahakkarana í Anonymous, Persepolis og þrívíða Dracula-mynd ítalska hryllingsgúrúsins Dario Argento. Freddie Mercury hefur heldur ekki sungið sitt síðasta á RIFF og enn er hægt að slást í hópinn með nör- dunum á Comic-Con. Þeir sem hafa sterk bein ættu síðan að hætta sér inn í ömurlegan hugarheim barnaníðinga í heimildarmyndinni Outing og hinni leiknu Still Life eftir sama leikstjóra. Lifum til að horfa og horfum til að lifa! -ÞÞ  riFF snarpur endaspreTTur Dekurdögum að ljúka MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! RIFF Í BÍÓ PARADÍS TIL OG MEÐ 7. OKT.! KOMDU Í KLÚBBINN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.