Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 41

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 41
Danstónlistareinvígi á vinalegum nótum „Við erum að halda þetta nú í annað skipti; dansiball þar sem spiluð er danstónlist eða sú sem verið er að spila í borginni í dag á stöðunum. Erum með það ferskasta sem er í gangi, íslenska danstónlist og ís- lenska plötusnúða og færum partíið uppí Von,“ segir Natalie G. Gunnarsdóttir. Í kvöld (föstudag 5. október) verður Danz Eliganz í Vonarhúsinu á vegum Ungs fólks í SÁÁ og mikill eftirvænting ríkjandi. Danstónlistin rúmar margar stefnur og í kvöld koma saman í fyrsta skipti tveir hópar sem hafa verið að gera íslenska danstónlist: Reykveek og Kviksyndi – ólíkir hópar. Natalie segir þetta verða einvígi á vinalegum nótum. „Þetta eru ólíkir strákar sem aldrei hafa spilað saman áður þannig að það er mikill spenningur fyrir þessu kvöldi í danstónlistarheiminum.“ Og við erum að tala um Karíus, Juan solo og Orang Volante úr Reykvvek og Bypass og Árna Skeng úr Kviksyndi. Danz Eleganz eru mánaðarlegar uppákomur og sú fyrsta tókst vonum framar. „Ótrúlega vel mætt, fólk var að fatta konseptið sem snýst um að koma saman, dansa og hlusta á góða tónlist. Fókusinn á dansinn – en við sleppum áfenginu. Fólk treystir sér alveg á gólfið án áfengis. Líka strákarnir? „Heyrðu. Það er árið 2012 og við erum að taka þátt í árinu. Strákarnir voru alveg svellkaldir úti á gólfi.“ En, einhvern tíma var sagt að Töff gæs dónt dans? „Sko, margir helstu dansarar sögunnar eru karl- menn. Standa þar konum alveg jafnfætis. Fred Astaire. Menn dansa ekkert blindfullir. Þeir bara ráfa um. Þetta vill gleymast þegar menn tala um að drekka í sig kjarkinn. Þá verður dansinn útundan og fókusinn á glasalyftingar. Þegar fókusinn er á dans- inn og skemmtunina þá ferðu bara að dansa líka. Spurningin um að sleppa fram af sér beislinu og hafa gaman.“ Natalie segir að vissulega hafi það verið svo, einkum á Íslandi, að þessi kúltúr hafi verið neyslu- drifinn; að fólk sem fari til að hlusta á danstónlist á klúbbunum hafi haft áfengi um hönd. En það sé að breytast hröðum skrefum. „Og það er gaman að taka þátt í þeirri þróun.“ - jbg Natalie G. Gunnars­ dóttir. Þeir sem drekkja í sig kjarkinn dansa ekki, þeir ráfa. Danz Eliganz í Vonarhúsinu á VEgum ungs fólks í sáá og félagar komin á stjá. Hún segir að þeir sem gista við Þingholtsstræti fari oft í morgunkaffi til systranna, en nunnur reka kaffistofu fyrir þá sem eru illa settir, einmitt í Þingholtsstræti. Milli 40 og 50 á götunni „Hvar eru þeir? Jahh, þeir eru bara að gera það sem fólk gerir. Sinna sínu,“ segir Hugrún borgarvörður sem skutlast oft með fólk sem tilheyrir þessum hópi á heilsu- gæsluna eða til að sinna öðrum erindum. Það á rétt á þjónustu rétt eins og hver annar borgari svo sem heilsugæslu. Hugrún segir að meira reyni á þetta þegar líður á mánuðinn og hópurinn orðinn algerlega aðþrengdur fjárhags- lega. Þeir eru oft hræddir, til dæmis um það litla sem þeir eiga í fórum sínum. „Þú mátt gjarnan skrifa að margir tala um að það vanti gamla góða Gunnarsholt, þar sem fólk gat dregið sig í hlé og hvílst.“ Hugrún segir að samhliða þeirri þjónustu sem borgarverð- irnir veita þessum hópi sé verið að kortleggja stöðu mála – en áætlað er að þeir sem eru heimlislausir eru séu á bilinu 150 til 200. Hún og Arnaldur ætla að þau hafi af- skipti af um 20 yfir daginn, en þetta sé um 40 til 50 manna hópur sem er á götunni. Svo eru margir sem ekki nýta sér þjónustu borgar- varðanna. Vel á annað hundrað heimilislausir Þau sem hafa einkum með þennan málaflokk að gera hjá borginni, hjá velferðarsviði nánar tiltekið, eru Magdalena Kjartansdóttir og Sig- tryggur Jónsson sem segir að kerfið sem slíkt geri ekki kröfur um edrúmennsku, borgin reyni að veita þeim einstaklingum húsaskjól og neyðarskýli á þeim forsendum. Verkaskipt- ing milli ríkis og sveitar er sú að ríkið sjái um meðferðarúrræði en borgin félagsþjónustu. Enn er leitað eftir tölum um heimilislausa og Sigtryggur segir það háð mismunandi skil- greiningum, eitt sé að vera heimilislaus og annað að vera húsnæðislaus. Samkvæmt skil- greiningu ráðuneytisins, sem er býsna stíf, eru það ekki margir. En með því að víkka skil- greininguna séu menn komnir í tölu sem er vel á annað hundrað Íslendinga. Þetta eru konur og karlar á öllum aldri. Staðir þar sem heimilislausir fá höfði hallað Þeir eru ýmsir staðirnir þar sem heimilislausir og þeir á götunni geta fengið höfði sínu hallað, oft reknir af öðrum aðilum en á grundvelli samnings við velferðarsvið Reykjavíkur. Smá- hýsin og neyðarskýlið við Þingholtsstræti hafa þegar verið nefnd. Við Miklubraut og á Njáls- götu eru reknir staðir sem eru sérmerktir tví- greindum einstaklingum, sem rúma 16. Mýrin er annað skjól sem getur tekið á móti 5 konum og í Konukoti er pláss fyrir 8 konur. „Við veitum meðal annars þá þjónustu að þangað fara félagsráðgjafar á okkar vegum og eru til ráðgjafar. Þessi heimili eru fullýtt og að meðal- tali eru í gistiskýlinu 17 á nóttu. Í Konukoti er það nær 100 prósent nýting,“ segir Sigtryggur sem er sálfræðimenntaður og hefur starfað við þennan málaflokk nánast allan sinn feril. Hann telur, án ábyrgðar, að borgin veiti þessum hópi, miðað við fólksfjölda, bestu þjónustu sem gerist á Norðurlöndum. Sigtryggur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að margir sem teljast heimlislausir notfæri sér ekki þessa þjónustu. Hugrún og það teymi sem hún tilheyrir, borgarverðirnir, hafa nú verið starfandi í fjóra mánuði við þetta tilraunaverkefni borgarinnar sem ætlað var til eins árs en til þess var veitt 40 milljónum. Hugrún telur þetta bráðnauð- synlegt. „Þetta fjallar um betri lífsgæði. Við veitum þjónustu og erum í skaðaminnkandi aðgerðum. Þetta er þakklátt og gott fólk. Fínar og góðar manneskjur þegar sá gállinn er á þeim. Frábært að fá að eiga í samskiptum við þetta fólk.“ Sár skortur á úrræðum Valgerður, læknir hjá SÁÁ, segir að þessi hópur, sem er veikastur og verst settur, sé kannski um 2 prósent þeirra sem SÁÁ sinnir. Ekki stór hluti hóps alkóhólista en þetta er fólk sem er skaðað af langvarandi neyslu og endur- teknum veikindum. Og sumir eiga við geð- sjúkdóma að stríða samhliða vímuefnfíkn. Þau eiga minni tækifæri og minni von um bata en aðrir. „Þetta er hópur sjúklinga sem þarf miklu meiri þjónustu. Þeir þurfa ekki á því að halda að vera settir til hliðar þar sem þeir veslast upp og deyja. Það er ekki góð meðferð. Það þarf að gera svo miklu meira.“ Að sögn Valgerðar rekur SÁÁ Vin, hjúkr- unarheimili sem sinnir ungum sprautufíklum sem þegar eru komir á götuna. Það þarf miklu fleiri slík úrræði. Þessi hópur á auðvitað að hafa aðgengi að þjónustu eins og hver annar, heilsugæslu og sjúkrahúsum.. En hann þarf svo miklu meira. „Það er ekkert vandamál að afeitra. Og það er jafnvel ekkert vandamál að senda fólk í síendurteknar eftirmeðferðir. Spurningin er: Hvað tekur við?“ Því það er svo að þeir einstaklingar sem til- heyra þessum verst setta sjúklingahópi verða ekki svo hæglega endurhæfðir á vinnumarkað en til eru önnur gildi en þau sem snúa beint að hinu praktíska, til ýmislegs annars og meira að vinna, til dæmis endurhæfingu sem snýst um að það geti sinnt fjölskyldu sinni. Mannúð. Þó ekki sé mikil von um langtímabata meðal einstaklinga sem tilheyra þessum hópi má bæta líf þeirra verulega og hjálpa til að losna úr sjúkdómaástandi um lengri eða skemmri tíma. Enginn sem á við viðlíka alvarlegan sjúkdóm að stríða og alkóhólismi er býr við að það sé nokkur spurning um hvort koma eigi þeim honum til aðstoðar eða ekki. Spurningin myndi í því samhengi teljast fullkomlega fáránleg. Sjúkleg áfengisneysla skilar ríkissjóði miklum hagnaði réttlæti Ríkissjóður hefur gríðarlega miklar tekjur af áfengissölu. Það er lagt á áfengisgjald sem skilar ríkissjóði á þessu ári 11,2 milljörðum króna í tekjur. Sjúkleg áfengisneysla skilar ríkissjóði gríðarlegum hagnaði. 2,9 milljarðar af þessu gjaldi eru greiddir af 2,5 prósenta hópnum hér að ofan. Þetta eru líklega dýrustu peningar sem koma í ríkissjóð. Þetta eru peningar veikasta fólksins og fjölskyldna þeirra; fólksins sem er líklegast til að deyja fyrir 55 ára aldur af áfengis- og vímuefnafíkn; fólks sem er líklegra en aðrir til að vera fátækt og atvinnulaust. Þetta eru peningar sjúklinga sem fá ekki viðunandi meðferð við sjúkdómi sínum með þeim úrræðum sem nú standa til boða. Síðustu fjögur ár hefur ríkið aukið innheimtu áfengisgjalds um 40 prósent en á sama tíma hafa framlög til að greiða fyrir meðferð og úrræði fyrir þennan hóp verið skorin heiftarlega niður. Ef ríkissjóður mundi verja 1.100 milljónum króna af áfengisgjaldinu til að bæta þá meðferð sem áfengis- og vímuefnasjúklingum stendur nú til boða væri hægt að gjörbreyta aðstæðum og batahorfum veikustu áfengissjúklinganna. 1.100 milljónir eru brot af þeirri fjárhæð sem áfengisgjald hefur hækkað um síðustu fjögur ár. Það er líka svipuð upphæð og gera má ráð fyrir að áfengisgjaldið hækki um næstu þrjú ár vegna vísitölubreytinga. - pg Yfirfærum þessar rannsókn- ir á íslenskan veruleika. Það er fátt sem bendir til þess að myndin sé frábrugðin hér- lendis. Jafnvel þótt frávikin væru talsverð stendur það eftir að áfengisverslunin byggist á sjúklegri neyslu áfengis- og vímuefnasjúk- linga. Þaðan kemur mestöll eftirspurnin. Ríkið noti gróðann í meðferðarstarf Neyðargistiskýlið við Þing­ holtsstræti lokar klukkan tíu, þá tekur við nunnukaffi og svo er það gatan. Hugrún og Arnaldur í bíln­ um góða, sem borgarverðir fara um á til aðstoðar þeim sem eru á götunni. Ljósmynd/Hari. 5 2012 OKTÓBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.