Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 49
um aðeins hækkað lítillega. Gömul úrræði byggð á gæsluvistarheimilunum voru aflögð svo bein aukin framlög til þessa sjúklinga- hóps eru vart meiri en kannski 500 til 700 milljónir króna frá því 1977. Á sama tíma hef- ur vímumarkaðurinn vaxið um 22 milljarða.“ Ef þetta væri keppni; hvorum myndirðu spá sigri eftir 35 ár undir þessari stefnu?“ Tja, ég veit ekki? Það er kannski ekki rétt að stilla þessu svona upp. Flestir geta drukk- ið án vandræða. Það er ekki eins og áfengis- markaðurinn sé fyrst og fremst fyrir alkóhól- ista – malda ég í móinn. „Nei, þetta er svoldið snúinn markaður; svo við skulum reyna að skilja hann. Fólk skiptist í fjóra hópa gagnvart áfengi. Fyrst skal nefna bindindisfólk sem ekki notar áfengi. Í dag er fólk sem hefur hætt neyslu, alkóhólistar í bata, líklega fjölmennastir innan þessa hóps. Næst kemur hófdrykkjufólk, fólk sem drekkur svo lítið að það skaðast á engan hátt af neyslunni. Heilbrigðisyfirvöld nær allra landa gefa út við- miðanir fyrir almenning til að glöggva sig á hvar þessi mörk hófdrykkju liggja en íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sýnt því áhuga. Víðast eru þessi mörk sett við tæpan hálfan lítra af bjór á dag fyrir karlmann og eitt létt- vínsglas fyrir konur eða sambærilegt magn af öðrum tegundum. Þetta er semsagt neysla sem veldur ekki vímu. Næsti flokkur er of- neyslufólk. Það er fólk sem drekkur yfir hóf- semdarmörkum en hefur ekki þróað með sér alkóhólisma. Ofneyslufólk skaðar heilsu sína með neyslunni og skerðir lífsgæði, eyk- ur líkur á að fá allskyns sjúkdóma og lenda í slysum, skerðir geðheilsu sína og félags- stöðu. Ofneyslufólkið getur bætt heilsu sína og stöðu með því að draga úr neyslunni. Það geta alkóhólistarnir hins vegar ekki. Þeir eru komnir svo langt í neyslunni að bindindi er forsenda þess að þeir geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi.“ Tvískiptur heimur neyslunnar Gunnar Smári er býsna góður í stærðfræði og þegar hann er kominn í prósentureikning- inn er best að leggja niður öll vopn: „Ef við gerum ráð fyrir að 12 prósent landsmanna séu búin að þróa með sér alkóhólisma þá ger- ir það um 30 þúsund manns. Við gerum ráð fyrir að af þessum hópi séu um 10 til 12 þús- und í bata og lifi bindindislífi. Eftir standa þá 19 þúsund virkir alkóhólistar í virkri neyslu; eða 7,5 prósent fullorðinna. Erlendis er yfir- leitt gengið út frá því að ofneyslufólk sé jafn stór hópur og alkóhólistar; sem væri þá 30 þúsund manns á Íslandi eða 12 prósent full- orðinna landsmanna. Kannanir hafa bent til að bindindisfólk sé varla stærra hlutfall full- orðinna Íslendinga en 5-7 prósent. Afgangur- inn er þá hófdrykkjufólk. Skiptingin væri þá þessi: Bindindisfólk er 15 þúsund manns eða 6 prósent; þar af eru alkóhólistar í bata 11 þúsund. Virkir alkó- hólistar eru 19 þúsund eða 7,5 prósent. Þá koma 30 þúsund manns sem eru í heilsu- skaðlegri ofneyslu; eða 12 prósent. Og loks hófdrykkjufólk, sem er þá 174 þúsund manns eða rétt tæp 70 prósent fólksins. Þetta er ekki nákvæm tala heldur nógu góð nálgun til að glöggva sig á neyslunni og markaðnum. Við höfum sem sagt 250 þúsund fullorðna Íslendinga og þar af rétt tæplega fimmtung, eða 49 þúsund manns, sem annað hvort þyrftu að minnka neyslu sína eða hætta henni alveg. Rúm 200 þúsund manns eru í góðum málum. Það hafa ekki verið gerðar kannanir á Ís- landi á því hvernig neyslan skiptist milli þessara hópa. En Bandaríkjamenn hafa gert ágætar kannanir á þessu og samkvæmt þeim drekkur 20 prósent af fólkinu 88 prósent af magninu. 80 prósent af fólkinu; það er hóf- drykkjufólkið og hluti af ofdrykkjufólkinu, drekkur samkvæmt þessu aðeins 12 prósent af magninu. Líklega stendur hófdrykkjan und- ir minna en 10 prósent af magninu. Þessar kannanir sýna að 5 prósent þeirra sem drekka mest drekka 40 prósent af magn- inu. Ég sagði áðan að ætla mætti að virkir alkóhólistar væru um 19 þúsund manns eða um 7,5 prósent fullorðinna. Miðað við þessar bandarísku rannsóknir stendur sá hópur und- ir meira en helmingi neyslunnar. Og ef við skoðum allra verst settu alkóhól- istana; þau 2,5 prósent sem drekka mest, eða um 6.250 af veikasta fólkinu okkur, þá drekk- ur það 26 prósent af magninu. Það verður því að líta á þennan markað sem tvískiptan heim. Annars vegar hefurðu minnihluta sem stórskaðar sig á neyslunni en stendur undir stærstum hluta neyslunnar – hins vegar er mikill meirihluti sem er eins og aukaatriði á markaðnum. Á milli er síðan fólk í hættulegri neyslu; sumt af því mun þróa með sér alkóhólisma en öðru mun auðnast að draga úr drykkjunni og taka upp hóflegri notkun.“ Blinda hófdrykkjumannsins Þegar markaðurinn er skoðaður frá þessu sjónarhorni ættu menn að átta sig á því, að sögn Gunnars Smára, að það er jafn vitlaust að ætla að yfirfæra reynslu meirihlutans sem ekki skaðast af neyslunni yfir á veruleika hinna sem neyslan stórskaðar: „Eins og ef við, sem höfum skaðast af drykkjunni, ætl- uðum að yfirfæra okkar reynslu á hina. Það vita allir hvað alkóhólistinn sem er nýhættur að drekka og vill að allir hætti að drekka getur verið þreytandi. En hófdrykkjumaðurinn sem krefst þess að allir geti drukkið eins og hann er í raun jafn þreytandi; afstaða hans er byggð á samskonar blindu. En með því að horfa svona á markaðinn þá rakna upp ýmis mál sem áður virtust ill skiljanleg.” Eins og hver? – spyr ég, eðlilega. „Til dæmis þetta með aðgengið og verðið. Þegar SÁÁ var stofnað trúði fólk því í einlægni að ef við byðum upp á gott aðgengi að með- ferð þá skipti ekki máli þótt aðgengi að áfengi yrði aukið. Aukið aðgengi myndi ekki skaða meginþorra fólks og við ættum að fást við vanda alkóhólistanna sem sjúkdóm en ekki sem félagslegan vanda. Gallinn er hins vegar sá að þegar þú eykur vímuneysluna þrefalt eða fjórfalt á fáeinum áratugum þá eru áhrifin gerólík milli þessara hópa. Aukin neysla hefur ekki svo skaðleg áhrif meðal meirihlutans. Hugsanlega fer stærri hluti hans út í neyslu sem raskar lífi hans og heilsu lítillega; en aukningin setur líf þessa fólks ekki á hvolf. Þetta horfir hins vegar allt öðruvísi við gagn- vart því fólki sem er útsett fyrir áfengis- og vímuefnasýki. Það ræður ekki við þennan veikleika. Það hefur hann í genunum, kem- ur með hann úr uppeldinu eða er veikt fyrir af öðrum ástæðum sem við hvorki þekkjum né ráðum við. Aukið aðgengi og lækkað verð hefur miklu meiri áhrif á þennan hóp, enda sér hann um að neyta lang stærsta hlutans af aukningunni. Það er nefnilega ekki þannig þegar þjóð þrefaldar neysluna, að aukning- in fari fyrst og fremst í að auka hófneyslu. Aukningin leggst yfir alla neyslu og þar sem sjúkleg neysla og óhófsneysla er lang stærsti hluti neyslunnar þá kemur mest af aukning- unni fram þar.“ Ungkarlar veikir fyrir Gunnar Smári segir að hæglega megi sjá þessa stað í samfélaginu. Alkóhólismi leggst ólíkt á kynin: „Konur þróa með sér sjúkdóm- inn nokkuð jafnt yfir ævina; þær koma í með- ferð nokkuð jafnt á öllum aldri. Hjá körlunum er hins vegar stór kúfur á ungkarlaárunum; milli tvítugs og þrítugs. Á þessu tímabili koma kannski þrír og hálfur karl á Vog fyrir hverja konu. Á fimmtugsaldrinum kemur einn og hálfur karl fyrir hverja konu. Rannsóknir sýna líka að þessir ungkarlar eru ábyrgir fyrir óvenju stórum hluta af óhófsneyslu áfengis. Spurningin er því: Hvað heldur þú að gerist ef þú þrefaldar vímuskammtana sem svona samfélag notar?” Ég veit það ekki, svara ég, vitandi að Gunn- ar Smári ætlar sér að svara þessu sjálfur. „Við fáum ekki bara almennan vanda vegna aukinnar neyslu alkóhólista og ofneyslufólks á öllum aldri heldur líka sértækan vanda vegna ungra karla. Við munum sjá aukna félagslega óvirkni þessa hóps; sjá hann hverfa frá námi, ekki ná að halda vinnu, sjá hann einangrast og koðna niður. Og auðvitað er þetta akkúrat það sem gerðist. Minni félagsleg virkni er því ekki almennt menningarlegt fyrirbrigði, skortur á fyrirmyndum eða annað slíkt heldur líklega að stærstu leyti afleiðing af aukinni áfengis- og vímuefnaneyslu. Þetta er hópur sem er sér- staklega veikur fyrir að þessu leyti. Og niður- staðan verður sú að það eru ekki einstæðar foreldrar sem eru fjölmennasti hópurinn sem þarf félagslega aðstoð heldur ungir karlmenn; karlmenn á besta aldri eins og það hét í gamla daga.“ Alkar fóru verst út úr hruninu Þannig að öll mál eru í grunninn áfengis- mál? – segi ég í fremur veikburða tilraun til að stríða manninum, sem lætur ekkert slá sig út af laginu. „Nei, ég er ekki að segja það. Ég er að segja að með því að hafna því að taka á áfengis- og vímuefnavandanum sem einum af meginvið- fangsefnum okkar þá mögnum við upp þenn- an vanda. Að mörgu leyti bregst samfélagið við þessum vanda eins og sjúklingur í afneit- un. Það vill reyna allt áður en það tekur á þess- um vanda sem sértækum. Alveg á sama hátt og alkinn sem reynir að flytja út á land, skilja, skipta um vinnu, nota geðlyf, skipta um teg- undir, vini og hárgreiðslu; allt áður en hann tekur á sjúkdómnum sínum. Á sama hátt virð- ist samfélagið ekki getað tekið á áfengis- og vímuefnavandanum sem meginmáli; þessum vanda er alltaf vísað aftast í röðina. Það kemur að honum þegar allt annað hefur verið reynt. Og þetta hefur valdið ömurlegum skaða í samfélaginu. Tökum til dæmis dómskerfið. Talið er að 75 til 80 prósent fanga séu haldn- ir áfengis- og vímuefnasýki. Höfum við að- lagað dómskerfið að þessari staðreynd. Nei, alls ekki. Dómskerfið leggur metnað sinn í að horfa fram hjá þessari staðreynd. Niður- staðan er sú að fjöldi fólks sem mætti hjálpa til betri heilsu og meiri lífsgæða er í raun ýtt dýpra ofan í afleiðingar af sjúkdómi sínum. Sama má segja um kreppuna og hrunið. Við erum að sjá núna þegar verið er að moka fólki af atvinnuleysisskrá og yfir á framfærslu sveitarfélaganna hvaða hópar hafa komið verst út úr kreppunni. Og hverjir heldurðu að það séu?” Uuuh; alkarnir? – sting ég upp á. „Já, auðvitað. Nýleg könnun hjá velferðar- sviði Reykjavíkurborgar sýnir að um 60 pró- sent þeirra sem eru á framfærslu Reykjavíkur- borgar eigi við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Eins og ég hef sagt má áætla að alkó- hólistarnir séu um 12 til 15 prósent af fjöldan- um. Hvað segir það okkur ef þeir eru síðan 80 prósent af þeim sem sitja í fangelsi, 60 prósent af þeim sem eru framfærslu sveitarfélaga, 50 prósent af langtíma atvinnulausum, 40 pró- sent af þeim sem falla frá námi og svo áfram endalaust?“ Ég sleppi því að svara. Það er ekki eins og Gunnar Smári bíði svars. Stríðið við fordómana „Þetta sýnir að meginkerfi samfélagsins; skólakerfið, félagslega kerfið, heilbrigðiskerf- ið, dómskerfið; þessar meginstoðir samfélags- ins gera ekki ráð fyrir að þessi hópur sé til eða að hann þurfi sérstök úrræði. Ef annar minni- hlutahópur væri í þessari stöðu; ef þetta væru konur, innflytjendur, samkynhneigðir, fatl- aðir eða Vestfirðingar; þá myndu allar neyðar- flautur pípa; allt samfélagið myndi einbeita sér að því að finna lausn á vanda kvenna, sam- kynhneigðra eða Vestfirðinga. Gallinn með okkur áfengis- og vímuefnasjúklingana er sá að samfélagið er ekki vant að líta á þennan hóp sem venjulegan minnihlutahóp. Minni- hlutahópur er hópur sem býr við mismunun vegna aðstæðna eða eiginleika sem hann ræður ekki við. Hugmyndin um að áfeng- is- og vímuefnasjúklingar séu ekki slíkur hópur er því miður enn of viðtekin í okkar samfélagi; að þetta sé ekki vandi sem við berum með okkur heldur vandi sem köllum yfir okkur. Sjálfskaparvíti. Þessi hugmynd er vissulega á undanhaldi. Hún er viðteknari meðal eldri kynslóðanna en þeirra yngri. Það er ekki hægt að bera það saman hvernig er að ræða áfengis- og vímuefnavandann við fólk undir fertugu og fólk yfir sextugu, til dæmis, þótt vissulega megi finna undantekningar í báðar áttir. Ástæðan er annars vegar sú að yngra fólk var alið upp í samfélagi sem er samansett úr fjölbreytilegra fólki en þeir sem eldri eru; það er vanara að hugsa um fólk sem allskon- ar; ekki bara sem venjulegt fólk og svo fólk sem er frávik eða gallað. Hins vegar hefur yngra fólks alist upp við að sjá árangurinn af starfi SÁÁ, 12 spora samtakanna og ann- arra sem vinna að bataleiðinni. Það þekkir of mörg dæmi þess að fólk sem var ómögu- legt hafi náð heilsu og fundið hamingju með því að taka á vanda sínum sem sjúkdómi. Það er því í raun óhjákvæmilegt að bata- leiðin verði ofan á; að við munum draga okk- ur áfram á góðum árangri og koma fleira fólki til bata.“ Hver er þá vandinn? „Hann er sá að þótt við getum séð að sigurinn sé óhjákvæmilegur þá eru enn of margir að falla í tilgangslausu stríði. For- dómar gagnvart þessum sjúkdómi eru nefni- lega svo lævísir og hættulegir.“ Sjúklingahópur á götunni Gunnar Smári nefnir dæmi máli sínu til stuðn- ings: „Ég hugsa að meginþorri fólks sé tilbúinn að samþykkja að ég sé alkóhólisti. Ég fór í meðferð og náði mér, féll aftur og náði mér á ný og hef lifað sem bindindismaður í bráðum 17 ár. Svona sögur þekkja nánast allir úr sínu umhverfi; af vinum eða vandamönnum. Þetta eru sögur af fólki sem veiktist, fékk meðferð við sjúkdómi sínum og náði sér. Meðferðin sannar í raun sjúkdómsgreininguna. Ef við ímyndum okkur hins vegar að ég hafi ekki náð bata einhverja hluta vegna; að ég hafi leitað aðstoðar þegar sjúkdómurinn var orðinn verri og hafði skaðað mig meira; svo mikið að það hafi aftrað batagöngunni. Segj- um að ég hafi lent í miklum persónulegum áföllum; misst ástvin, tapað vinnu eða lent í öðrum alvarlegum áföllum sem hefðu tafið og aftrað batanum. Segjum að ég hafi ekki náð bata þrátt fyrir að hafa reynt aftur og aftur. Því miður er það of algengt að fólk vilji ekki leyfa slíku fólki að vera sjúklingar; því miður er það of almennt viðhorf að úr því það náði ekki bata með þeim aðferðum sem við ráðum yfir í dag; að þá hljóti eitthvað annað að vera að þessu fólki; slappur karakter, óheiðarleiki, aumingjaskapur. Við bregðumst ekki svona við neinum öðr- um sjúkdómi. Við segjum ekki við krabba- meinsjúklinga, sykursjúka eða þunglynda að aðeins þeir sem ná bata með þeim aðferðum sem við ráðum við séu sjúklingar. Að vandi þeirra sem ekki ná bata sé fyrst og fremst Þau 2,5 prósent sem drekka mest, eða um 6.250 af veikasta fólkinu okkar, drekkur 26 prósent af magninu. Framhald á næstu opnu 13 2012 OKTÓBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.