Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 16
Dæmdur fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ummæli sem höfð voru eftir Þór Saari alþingismanni dauð og ómerk. Þór var ekki gerð refsing en hann þarf að greiða Ragnari Árnasyni 300 þúsund krónur í miskabætur, 800 þúsund í málskostnað og 76.898 krónur til að kosta birtingu dómsins í DV og Morgunblaðinu. Ummælin: „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi“, birtust í DV fyrir rúmu ári. Áunninn heilaskaði Ein af þessum heppnu É g er ein af þessum heppnu. Ég á son sem lenti í lífshættulegu slysi þegar hann var 5 mánaða. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og það blæddi inn á heila hans. Hann var á gjörgæslu í á þriðja sólarhring þangað til læknar sögðu hann hólpinn. Hægri hlið líkama hans lamaðist og hann fékk flogaköst vegna áverkanna. Hann var tvær vikur á barnaspítal- anum áður en okkur var leyft að fara með hann heim en við tók sjúkraþjálfun og reglulegt eftirlit hjá heila- og taugalækni barna. Ári eftir slysið fór hann í mikla rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með áunninn heilaskaða. Blæðingin hafði skemmt örlítinn hluta af heila hans og um það bil eins rúm- sentimetra svæði á yfirborði heilans hafði eyðst. Ónýt svæði í heilanum eyðast. Þetta voru neikvæðu fréttirnar. Jákvæðu fréttirnar voru hins vegar þær að þetta var ekki eitt af „dýru svæðum heilans“, eins og læknirinn orðaði það. Þetta var svæði sem sá um úrvinnslu skynj- unar frá húðinni (ég er orðin sérfræðingur í hinum ýmsu svæðum heilans síðan þá). Og vegna þess hve hann væri ungur væru yfirgnæf- andi líkur á því að heilinn myndi mynda nýjar tenging- ar og brautir til að vinna það verk sem þetta ónýta svæði sér venju- lega um. Hann er fjögurra og hálfs árs í dag og hefur náð sér að fullu. Ég er ein af þeim heppnu. Hann er einn af þeim heppnu. Árlega verða um 500 manns fyrir áunnum heilaskaða á Íslandi. Áunninn heilaskaði verður af völdum ytri áverka, svo sem slysa, falla og ofbeldis. Um 50 manns þurfa að fara í endurhæfingu á Grensás og er stór hluti þeirra ungt fólk. Samtökin Hugarfar er félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Eitt af því sem samtökin vilja áorka er að auka vit- und um þá hættu sem höfuðáverkar geta haft í för með sér. Frá því slysið varð hef ég verið mjög meðvituð um þá hættu sem duldir áverk- ar á höfði geta haft í för með sér. Fall þarf ekki að vera mjög hátt til þess að það geti haft varanlegar afleiðingar. Eitt þekktasta dæmi þess er leikkonan Natasha Richardson, eiginkona Liam Neeson, sem lést eftir minniháttar fall í byrjendabrekku á skíðum. Fyrst eftir slysið gantaðist hún um klaufaskapinn í sér og engan grunaði að fallið hefði or- sakað bólgur á heila. Nokkrum klukku- stundum síðar var hún flutt í skyndingu á spítala þar sem hún lést. Þetta er sem betur fer ekki algengt. Ég lenti sjálf í slysi þegar ég var ung- lingur sem orsakaði bólgur á heila. Ég stakk mér í sundlaug sem ég gerði mér ekki grein fyrir hve væri grunn, lenti á höfðinu og vankaðist. Rannsóknir sýndu bólg- ur á heila og þjáðist ég af miklum höfuðverkjum í nokkurn tíma á eftir. Svo leið það hjá. Ég er ein af þeim heppnu. Það er aldrei of varlega farið þegar um áverka á höfði er að ræða. Farið alltaf til læknis. Mín regla er sú að það er betra að fara einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Eins dauði er annars brauð Eins dauði er annars brauð. Það sannaðist enn og aftur þegar verslunarkeðjan Europris ákvað að hætta rekstri. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Iceland, – áður kenndur við Bónus – tilkynnti í kjölfarið að hann hefði tekið á leigu húsnæði við Fiskislóð sem áður hýsti Europris. Þar hyggst hann opna Iceland-verslun 1. desember. Fyrir rekur hann Iceland-verslun við Engihjalla. Góð vikA fyrir Jóhannes Jónsson, kaupmann í Iceland Slæm vikA fyrir Þór Saari alþingismanni Ég á son sem lenti í lífshættu- legu slysi þegar hann var 5 mánaða. Skuggar af 100 gráum skóm Sölvi Tryggvason upplýsti í vikunni að hann ætti 50 skópör og tengdi í fram- haldinu vandaðan skó- og fatasmekk sinn við samkynheigð við lítinn fögnuð. Ef einhver misskilningur er í gangi þarna úti í þjóðfélaginu, þá vilja Samtökin ´78 koma eftirfarandi á framfæri: A) Ef þú ert karlmaður sem elskar karlmenn = Þú ert tví eða samkynhneigður karlmaður B) Ef þú hefur unun af fallegum skóm = Þú ert skóaðdáandi C) Ef þú heldur á lofti úreldum staðalímynd- um = Þú kemst í blöðin A og B eru óhrekjanlegar staðreyndir, en hjálpumst nú öll að kæru vinir við að eyða lið C ;) Samtökin 78 Hver ætli séu áhugamál samkynhneigðustu gagnkynhneigðu konu á Íslandi? er ekki hægt að skella því líka í blöðin!!!! Sigríður Droplaug Jónsdóttir Ertu í alvöru, Sölvi? Hvernig gera skórnir þínir þig samkynhneigðan? Hildur Lilliendahl HeituStu kolin á Dýrt kveðið Þór Saari var dæmdur fyrir meiðyrði sem hann lét falla um Ragnar Árna- son prófessor. Ærumeiðingin fólst í því að segja prófessorinn hafa verið á launum hjá LÍÚ. Það teljast semsagt ekki rangar upplýsingar heldur MEIÐYRÐI að segja einhvern vera á launum hjá LÍÚ. Það segir allt sem segja þarf um álit dómsins á LÍÚ: Eva Hauksdottir Ragnar fær 300.000 kr. í miskabætur. Um daginn voru konu dæmdar 350.000 kr. í miskabætur frá sambýlismanni sem gekk illa í skrokk á henni og braut m.a. bein í andliti. Margir sambærilegir dómar. Hvernig dómarar meta miska manna er algjörlega óskiljanlegt... Grímur Atlason Þá er ljóst að það eru meiðyrði að segja að einhver hafi verið á launum hjá LÍÚ í áratugi. Skiljanlega. Illugi Jökulsson CHRONOGRAPH 3700-31 Michelsen_3700-31_H200XB151.indd 1 6/5/12 9:32 AM 16 fréttir Helgin 5.-7. október 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.