Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 32
Þ að var í raun tilviljun sem réði því að við skyldum flytja heim,“ útskýrir Ragna Lóa Stefánsdóttir en þau Hermann
Hreiðarsson fluttu heim frá Englandi
nú seint í sumar. „Við ákváðum í skyndi
að skreppa heim á Þjóðhátíð og pökk-
uðum regngöllum og slíku og höfum
ekki farið út aftur,“ heldur Ragna Lóa
áfram en þau hjónin hafa ekki einu
sinni haft tíma til að sækja restina af
fötum og dóti í húsinu þeirra á Eng-
landi því bæði hafa þau ráðið sig sem
knattspyrnuþjálfarar á Íslandi. Hann
hjá ÍBV en hún hjá kvennadeild Fylkis í
Árbæ, hverfinu sem þau búa í á Íslandi.
Ragna Lóa á fjögur börn, þau Stefán
Kára (26 ára meistaranemi í Banda-
ríkjunum), Elsu Hrund (19 ára nemi í
MS) og svo Thelmu Lóu og Ídu Marín
sem eru 13 og 11 ára. Það voru einmitt
yngri stelpurnar tvær sem ollu því að
Ragna Lóa og Hemmi snéru ekki aftur
út til Englands.
„Stelpurnar fóru að æfa með Fylki
eftir Þjóðhátíð og upplifðu svo sterkt
þetta frjálsræði sem fylgir því að búa
á Íslandi. Fyrir þær að geta labbað
sjálfar á æfingu er alveg stórkostlegt.
Á fundum fjölskyldunnar fórum við þá
að ræða hvort við ættum að snúa aftur
eða ekki. Þær tóku það ekki í mál og
sögðust eiga þann draum heitastan að
vera frjálsar fótboltastelpur á Íslandi,“
útskýrir Ragna Lóa og segir að þau
hjónin hafi tekið vel í það. Hermann var
engu að síður með allavega tvö þjálfara-
tilboð ytra en sagðist vera búinn að
upplifa sinn draum og nú væri komið að
því að hann hliðraði til fyrir stelpurnar.
Auðvitað spilaði það líka inn í ákvörð-
unartökuna um að flytja heim að eldri
börnin hafa búið hér síðustu ár og þau
söknuðu þeirra.
Strákastelpa og þjálfari
Ragna Lóa var sjálf þessi frjálsa fót-
boltastúlka. Hún ólst upp á Akranesi
og var úti frá morgni til kvölds að spila
fótbolta. Mest við stráka („ég var algjör
Fóru á Þjóðhátíð og snéru ekki aftur
Ragna Lóa Stefánsdóttir knattspyrnuþjálfari er flutt heim til Íslands eftir að hafa verið svokölluð
„footballers wife“ í Englandi í fjórtán ár. Hún er kona Hermanns Hreiðarssonar og gæti alveg séð þau
hjónin fyrir sér sem landsliðsþjálfara. Þessi strákastelpa er ánægð með að vera komin aftur í þjálfara-
stól en rétt rúmlega tvítug var hún farin að þjálfa meistaraflokk uppi á Skaga.
strákastelpa og átti ekki einn kjól
þar til ég var sextán eða sautján
ára“) því þá voru miklu færri stelp-
ur í fótbolta. Hana rekur ekki einu
sinni minni til að hafa æft knatt-
spyrnu fyrr en hún fór að spila
með meistaraflokki kvenna. Þetta
voru aðrir tímar og þótt æfingar
hafi ekki verið jafn markvissar
og nú var gaman að vera ofvirk
íþróttastelpa á Akranesi. Þannig
var Ragna í frjálsum íþróttum,
sundi, handbolta og bara öllu sem
tengdist hreyfingu.
Rúmlega tvítug var Ragna orðin
þjálfari meistaraflokks kvenna á
Akranesi. Hún hefur ekki hug-
mynd um hvort hún hafi verið fyrst
kvenna til þess og er alveg sama,
þannig séð. Fyrir henni var þetta
bara verkefni sem henni var boðið
og hún efaðist aldrei.
„Mín megin atvinna hefur alla
tíð verið þjálfun og þetta er það
sem ég elska að gera,“ segir Ragna
Lóa og bendir á að þótt stjórnir ÍA
hafi verið karlavígi á þessum árum
mætti hún aldrei neinum veggjum.
Og þegar hún flutti til Reykjavíkur
Ég var að
fara að slá
metið í
fjölda lands-
leikja þegar
ég er tækluð
þannig að
sköflungur-
inn fer í
tvennt.
Framhald á næatu síðu
Ragna Lóa Stefánsdóttir er flutt í Árbæinn með sínum manni, Hermanni Hreiðarssyni. Hún þjálfar kvennalið Fylkis og ætlar sér sigur og bara sigur. Ljósmyndir/Hari
32 viðtal Helgin 5.-7. október 2012