Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 70
54 skák Helgin 5.-7. október 2012
Skákakademían
-betra bíó
„Ljúfsár og bráðskemmtileg
…Susanne Bier tekst vel upp í
þessu létta hliðarspori.“
- Þ.J., Fréttablaðið
Frumsýnd 12. október í Háskólabíói og Smárabíói
Bækur
Jesúsa, óskammfeilin,
þverúðug og skuldlaus
Elena Poniatowska
-pbb
Örlagaborgin – Brota-
brot úr afrekasögu
frjálshyggjunnar.
Fyrri hluti.
Einar Már Jónsson
-pbb
Sagan af klaustrinu á
Skriðu
Steinunn Kristjáns-
dóttir
-pbb
Þokan
Þorsteinn Mar
-pbb
Tónlist
Room
Eivör Pálsdóttir
-drg
Leikhús
Rautt
Höfundur: John Logan.
Leikstjórn: Kristín Jó-
hannesdóttir.
Leikarar: Jóhann
Sigurðarson og Hilmar
Guðjónsson.
-mt
Með fulla vasa af
grjóti
Höfundur: Marie Jones.
Leikstjórn: Ian
McElhinney.
Leikarar: Hilmir Snær
Guðnason, Stefán Karl
Stefánsson.
-mt
Bíó
Djúpið
Leikstjórn: Baltasar
Kormákur.
Aðalhlutverk: Ólafur
Darri Ólafsson.
-ÞÞ
Frost
Leikstjórn: Reynir
Lyngdal.
Aðalhlutverk: Björn
Thors og Anna Gunndís
Guðmundsdóttir.
-ÞÞ
Gagnrýni Fréttatímans
Hvítur mátar
í 1 leik.
1. Dxf7 Skák & mát!
Skoðið skákfréttir
og upplýsingar um
æfingar fyrir börn og
fullorðna á skak.is.
Nancy stal senunni í Svíþjóð
S kák er skemmtileg – annars hefði hún ekki lifað og dafn-að í 1500 ár. Samkvæmt nýrri
rannsókn iðka meira en 600 milljónir
jarðarbúa skák, sem er sambærilegt
við þann fjölda sem notar Facebook
að staðaldri. Og skákíþróttin er í
stórsókn í öllum heimsálfum, ekki
síst Asíu, og í Bandaríkjunum er hún
vinsælli en tennis og golf samanlagt.
Þetta þarf auðvitað ekki að koma Ís-
lendingum á óvart, því skákin nam
land á Íslandi fyrir árið 1200. Snorri
Sturluson var að öllum líkindum
slyngur skákmaður; í Heimskringlu
og víða í Íslendingasögum er að finna
skemmtilegar skáksögur.
Vagga skákarinnar er á Indlandi.
Arabar komu með taflsett í fartesk-
inu til Suður-Evrópu á 10. öld, og
þaðan barst hún norður til okkar. Á
miðöldum var skák ómissandi hluti
af uppeldi aðalsmanna og hefðar-
kvenna, rétt eins og bogfimi, dans,
skylmingar, kurteisi og fleiri undir-
stöðugreinar.
Nansý fékk 5 verðlaun á einu
móti!
Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá
og sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð
sem lauk um helgina. Mótið var
fyrir skákmenn með 1600 skákstig
eða minna og Nansý hreinlega sóp-
aði til sín verðlaunum. Hún varð efst
í heildarkeppninni með 7,5 vinninga
af 8 mögulegum, og hlaut auk þess
kvennaverðlaun, varð efst undir
16 ára, efst undir 13 ára og fékk
flokkaverðlaun. Allt voru þetta pen-
ingaverðlaun upp á 90.000 íslenskar
krónur. Nansý varð líka á dögunum
Norðurlandameistari grunnskóla
með skáksveit Rimaskóla. Nansý
Davíðsdóttir er gríðarlega efnileg. Leggið
nafnið á minnið!
Hver er bestur?
Einu sinni bar Bobby Fischer höfuð og
herðar yfir aðra skákmeistara í heiminum,
svo kom Anatoly Karpov og ríkti í 10 ár,
áður en Gary Kasparov kom sér fyrir í há-
sætinu. Núna er keppnin á toppnum miklu
harðari. Heimsmeistarinn Vishy Anand frá
Indlandi er aðeins í 6. sæti skákstigalist-
ans, en hinn ungi frændi okkar frá Noregi,
Magnus Carlsen, er efstur, en Armeninn
Lev Aronian nartar í hæla hans. Síðan koma
Rússinn Kramnik, fyrrverandi heimsmeist-
ari og Azerinn Radjabov, en í 5. sæti og á
hraðri uppleið er Ítalinn Fabiano Caruana,
sem sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu í
vor. Margir fleiri ofurmeistarar eru líklegir
til að blanda sér í baráttuna um heimsmeist-
aratitilinn á næstu árum.
Ítalinn Fabiano Caruana er á hraðri uppleið. Hann sigraði á N1
Reykjavíkurskákmótinu í vor.
Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu móti
í Svíþjóð sem lauk um síðustu helgi. Hún er gríðarlega efnileg.
STÖÐUMYND
Hið stórhættulega
heimaskítsmát
Hið svokallaða
heimaskítsmát er
hættulegt vopn, sem
allir þurfa að kunna að
beita – og verjast. Þá
vinna drottningin og
biskupinn saman og
ef svartur passar sig
ekki getur hann orðið
mát í aðeins 4 leikjum.
Skoðið stöðuna og
finnið reitinn sem
hvítu mennirnir beina
spjótum sínum að: