Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 45
Það stendur mikið til; 35 ára afmælisfundur SÁÁ er fram undan (eins og sjá má á öðrum stað hér í blaðinu) og erindreki Edrú fór til að hitta Binna í blómabúðina og fékk hann til að rifja upp árin; aðdraganda þess að Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann voru stofnuð. Með fleiri flugtíma en flugfreyja Á þeim tíma kostaði það mikla peninga að fara í meðferð vestur yfir Atlantsála á Free- port. Hilmar Helgason gekk í það að tala við fjölskyldu Binna. Binni átti inni einhvern arf og fjölskyldan samþykkti, fyrir fortölur Hilm- ars, að setja þessa peninga sem Binni ekki hafði komist í til að eyða í svallið og koma honum þannig út í meðferð. Nokkrum dög- um seinna, og þá hafði Binni náttúrlega stein- gleymt þessu samtali við Hilmar, var hann sóttur af vini sínum. Og ég fór út á Freeport. Var þar í þennan tíma sem var um hálfur mán- uður. Meðan ég er í meðferðinni kom Hilmar með Lilla frænda (Ewald Berndsen), sem þá var konungur rónana í Reykjavík, út líka. Við erum þarna tveir frændurnir úti í Freeport saman. Þegar ég kom heim aftur er Hilmar enn edrú. Ég bjóst ekki við því. Alls ekki. Lilli kom heim skömmu síðar og við allir edrú. Þar byrjar þetta eiginlega. Og nú bregður svo við að það stoppar ekki síminn, því við vorum þekktir drykkjumenn, fjölskyldur hringja og spyrja; hvað getum við gert fyrir þennan og hinn? Strax á næsta ári fórum við að flytja menn út.“ Eitt af mörgu sem gerði þessa vakningu magnaða, þarna fyrir um fjörutíu árum, er að fyrstu Freeport-ararnir voru mest megnis hvítflibbarónar. Blandaður hópur manna úr efri stéttum: Forstjórar, framkvæmdastjórar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar... enda með- ferðin dýr. Hilmar og Binni stóðu í ströngu við að fylgja mönnum út til New York þar sem Freeport-sjúkrahúsið og meðferðarstofnunin var staðsett. „Ég var á þessu eina og hálfa ári, eða þar um bil, með fleiri flugtíma en flug- freyja. Fór út, held ég, 60 sinnum. Við fylgdum mönnum út í stórum stíl, tveimur, þremur eða fjórum í senn.“ Borga meðan Lilli Berndsen er edrú Innblásnir settu félagarnir sig í samband við Sjúkrasamlagið og Tryggingastofnun. Þeir áttu þar hauka í horni og Ísland var þá þannig að ýmislegt, ákvarðanir sem gátu verið til að ýta málum fram, voru háðar geðþótta. Binna eru minnisstæð ummæli þáverandi sjúkra- samlagsstjóra: Meðan Lilli Berndsen er edrú, þá borga ég! Þetta er í kringum 1975. Um þrjú hundruð fóru í þessa meðferð á Freeport. Þeir félagarnir gerðu einnig samning við Flugleiðir; höfðu það í gegn að Sjúkrasam- lagið og Tryggingastofnun greiddu með- ferðina en sjúklingurinn kostnaðinn við far- gjaldið – sem eftir samninginn við flugfélagið var viðráðanlegur. Þetta breikkaði vitaskuld hópinn. Fljótlega upp úr þessu er svo Free- port-klúbburinn stofnaður en eitt hlutverka hans var að halda utan um þessa nýju edrú- menn sem mættu til baka, og koma þeim inn í AA-samtökin. „Við stofnuðum áfangaheimili sem hét Skjöldur. Lilli rak það. Skjöldur kom á undan SÁÁ. Lilli átti sér þann draum að allir þess- ir útigangsmenn, vinir hans, ættu athvarf. Á þessum tíma héldu þeir til í Hafnarstræti sem jafnan var kallað Róna- stræti. Og stóð undir nafni sem slíkt.“ Fljótlega fara menn að velta fyrir sér þeim möguleika að f lyt ja meðferðina sem þeir höfðu kynnst á Free- port til landsins svo fleiri hefðu greiðan að- gang að henni. Það var stemning í hópnum: „Við vildum hafa þetta áhuga- mannafélag, ekki bind- indisfélag, félag þar sem bæði væru fyllibyttur og venjulegt fólk. Sam- anber fyrsti hópur sem kom að stjórn SÁÁ, 35 manns að mig minnir; þar inn í völdum við fólk úr öllu litrófinu, sem gæti nýst starfinu.“ En, það var jafnframt stór hópur fólks sem beið eftir því að þessi bóla myndi springa. Því á þessum tíma var svo komið, sá var mórall- inn, að til að vera eðlilegur gegn og flottur þurftu menn helst að búa í Laugarásnum og hafa farið á Freeport. Þótti flott. Fólk sem var að gera eitthvað í sínum málum. Aðstand- endurnir voru þakklátir en þetta gat farið í taugarnar á fyllibyttunum sem komu kannski heim til konunnar sinnar sem sagði: Af hverju getur þú ekki verið eins og þessi, ha? Binni eða Hilmar eða einhver? „Nema, við sjáum að við þurfum að gera eitthvað til að flytja þetta heim. Það var stofnfundur á Hótel Sögu, sá fyrsti, og svo í Háskólabíói; sem við fylltum.“ Allir á sloppana Ört vaxandi hópur Freeportara var vel tengd- ur. Mjög vel tengdur. Þeir höfðu meðal annars farið með þáverandi forstjóra Tryggingastofn- unar, alþingismann og ráðherra, í meðferð – hann var jafnframt formaður sumarstarfsemi sem var í Reykjadal í Mosfellssveit. „Þetta var eiginlega fyrsta verkefni fyrstu stjórnar SÁÁ, en þar var Hilmar formaður og ég varaformað- ur; að finna húsnæði til að geta opnað afvötn- unarstöð. Við fengum Reykjadal að láni og breyttum húsnæðinu þar, þessu barnaheimili, í afvötnunarstöð. Við fengum til liðs við okkur lækni sem hafði farið í meðferð á Freeport og þekkti því til, Val Júlíusson, sem er þar með fyrsti læknir SÁÁ, við réðum ráðgjafa, kokk og annað. Allt fyllibyttur sem nýlega voru orðnar edrú.“ Að sögn Binna var það eina sem fyrir lá er varðaði daglega dagskrá þetta, að það væri morgunverður, hádegisverður, eftirmið- dagskaffi og kvöldmatur. Þetta var það eina sem var á hreinu. Svo var ráðgjöfunum lát- ið það eftir að spinna inní þá „dagskrá“. Að ógleymdu atriði sem var mikilvægt: „Á Free- port voru allir á sloppum. Við vorum að reyna að koma því inn að þetta væri sjúkdómur. Og þegar maður var strákur, lítill og lasinn þá var maður alltaf settur í náttföt og á slopp. Og núna, 35 árum seinna, er fólkið á Vogi enn í náttfötum og á slopp. En menn fóru sem sagt þangað fyrst í afvötnun og svo var flogið með þá út í eftirmeðferð.“ Þegar voraði missa þeir Reykjadal, enda sumarbúðir þar að sumri og voru í vandræð- um: „Við vorum með 20 til 30 manns inni. Við Hilmar föttuðum þá að skólarnir eru náttúr- lega lokaðir á sumrin. Þannig að við fengum menntamálaráðherra til að lána okkur Lang- holtsskóla. Við höfðum sjúklingana sem voru í meðferð í Reykjadal, á fyrirlestrum en feng- um sendibíla til að flytja öll húsgögnin sem við höfðum stolið eða fengið lánuð einhvers staðar, mikið til hjá Varnarliðinu, í skólann og fluttum svo alla sjúklingana, á sloppum, þangað. Datt ekkert úr prógramminu.“ Kleppsspítali hélt lífinu í Binna Veturinn eftir fluttu þeir félagar svo starf- semina aftur í Reykjadal en sáu að þetta gekk ekki; fóru á stúfana og fundu hús í mik- illi niðurníðslu sem til stóð að rífa. Það var Silungapollur, sá fornfrægi staður þar sem margur áfengissjúklingurinn dvaldi á árum áður í afvötnun og meðferð. Reykjavíkurborg lánað húsið undir starfsemina. „Við réðum þennan fína framkvæmdastjóra, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, svakalega öflugur maður og mikill drifkraftur. Hann fékk svo þessa fyrstu lóð sem úthlutað var í Grafarvoginum, á besta stað og þar byggjum við Vog. Þetta er sem sagt allt tilviljunum háð. Og góðum vilja. Við keyrðum austur í sveit og finnum tómt hús sem seinna varð Sogn. Eða þennan skóla fyrir vestan sem varð Staðar- fell... allt tilviljanir.“ Nú ber til þess að líta að áður og meðan Freeportferðirnar voru sáu menn aðeins eina leið til að eiga við veru- lega veika alkóhólista. Kleppsspítali. Annað var ekki í boði. Samfé- lagið leit niður á alkó- hólista, enda taldist drykkjusýki þá aum- ingjaskapur en ekki sjúkdómur; það var lit- ið niður á alkóhólista í geðheilbrigðiskerfinu, litið niður á þá af öðrum sjúklingum og ekki síst litu þeir niður á sig sjálfa; höfðu á sér skömm – fyrirlitningu. Enda erfitt við að eiga þegar hið viðtekna viðhorf er að áfengissýki sé fyrst og fremst karakterbrestur; menn kannski út- skrifaðir eftir afvötnun og vinka bless en eru svo komnir að viku liðinni ein rjúkandi rúst, bæði andlega og líkamlega. „Já. Deild 10 á Kleppi. Sem var fyrir erfið- ustu geðsjúklingana og fyllibyttur eins og mig og fleiri. Ég fór þangað 20 sinnum frá því ég var tvítugur. Kleppsspítalinn hélt í mér líf- inu. Já, ég var svona djöfulli góður! Alvöru drykkjumaður.“ Gróflega má meta það sem svo að einn þriðji sjúklinga geðheilbrigð- iskerfisins hafi verið áfengissjúklingar. Þess- um hópi kom SÁÁ út úr kerfinu, rændi í raun sjúklingunum, sem þá er í miklum mun betri stöðu til að sinna þeim sem eftir eru því ekki tóku drykkjusjúkling- arnir með sér það fé sem hið opinbera ætlaði til starfseminnar. Kannski má þess vegna grei na langvarandi tregðu í kerfinu og samfélaginu við að skilgreina alkó- hólisma sem alvarlegan sjúkdóm? Því, nú kem- ur á daginn, flestum til furðu mikillar furðu að menn, konur og karlar, alræmdar fyllibyttur á borð við Binna, Lilla og Hilmar, fólk sem þjóð- félagið var í raun búið að afskrifa, hanga edrú og reynast hinir mætustu menn. „Jájá, þetta er merkileg saga. Við flytjum með okkur frá Ameríku þetta 12 spora kerfi.“ Dallasstjörnur til bjargar Þetta voru ævintýralegir tímar og menn settu bókstaflega ekkert fyrir sig. „Þegar við vorum að byggja Vog fórum við út í það, fyrstir manna á Íslandi, að fá fyrir- tæki til að safna peningum fyrir okkur. Feng- um Frjálst framtak, Magnús Hreggviðsson, til að hringja út. Útbjuggum skuldabréf sem við sendum inn á hvert einasta heimili. Búnaðar- bankinn notaði þetta svo sem ábyrgðir fyrir lánveitingum. Til að fjármagna verkefnið. En það sem skeður er í raun þetta að við feng- um pressuna upp á móti okkur. Blaðamenn voru margir fyllibyttur, eins og þú getur rétt ímyndað þér, á þeim tíma, og þeim tókst að gera þetta tortryggilegt. Í kjölfarið hrynur söfnunarkerfið í raun. Þá voru góð ráð dýr. Það varð að finna einhverja lausn á þessu, annars myndi allt sigla í strand. Á þeim tíma var mjög vinsæll sjónvarpsþáttur í sjónvarpinu hér sem heitir Dallas. Við vorum þá á einhverjum „brain- storming-fundi“ að nóttu til, við þessir aðilar: Hvað getum við gert til að koma okkur aftur inn með þessi bréf okkar? Þá var það ákveðið að senda mig og Magnús til Los Angeles til að fá stjörnur Dallas til að koma, því fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins á þeim tíma, einn af okkur, var búinn að úthluta SÁÁ „præm- tæm“ sjónvarpstíma undir söfnunar-skemmti- þátt. Við vorum algerlega fyrstir með það líka. Nú, við fórum þarna út og ætluðum að vera yfir helgi og fá stjörnur Dallas til að fallast á að koma í þennan þátt. Við vorum reynd- ar í heilan mánuð og enduðum með því að fá Ken Kersival, þann sem lék Cliff Barnes, til að koma til Íslands – sem og varð. Sigurjón Sighvatsson var þarna þá á þessum tíma, að læra kvikmyndagerð, hann var með okkur og við tókum viðtal við leikkonu, en annar þáttur var þá vinsæll hér, Húsið á sléttunni, en hún var fyllibytta – sú sem lék Lauru Ingalls, ein stelpan þarna... við tókum viðtöl við fleiri leikara og vorum komnir með svo mikið efni að við urðum að skera það niður. Svo fengum við Kristínu leikstjóra Jóhannsdóttur, til að leikstýra þessum þætti. Þetta breytti svo því að veður skipast í lofti og söfnunin gekk svona þokkalega. Þetta var drulludans að koma Vogi á koppinn.“ Hilmar fellur, drekkur og drukknar Þó þeir félagar hafi frá upphafi notið velvild- ar á ýmsum stöðum breytti það ekki því að almennt höfðu menn enga trú á þessu fyrir- tæki. „Neinei, menn biðu hreinlega eftir því að þetta myndi springa, allt kerfið. Við nutum engrar tiltrúar. Þessar fyllibyttur. Svo gerist nú það sem sýnir hversu mikil dauðans alvara þetta er, að Hilmar, sem var minn besti vinur og bjargaði mínu lífi, prímusmótor og frum- herji; ég var eins og kústurinn á eftir, hann var með hugmyndirnar og ég framkvæmdi, fellur. Hilmar byrjar að drekka og hann deyr. Drekk- ur og drukknar. Það var svakalegt áfall fyrir okkur og ekki síður ... þetta var svo viðkvæmt. Við vorum ekki búnir að byggja Vog þegar hann var dáinn, fjórum fimm árum seinna.“ Ennþá, eftir allan tíma, reynist það Binna erfitt að rifja þetta upp. Hilmar fellur frá fyrir aldur fram og Binni er ekki í nokkrum vafa um að það hafi verið alkóhólismi sem leiddi hann til dauða. „Sko, ef við tökum þessa fyrstu sem fóru á Freeport þá eru það um 60-70 pró- sent þeirra sem héldu sér edrú. Hinir dóu fljót- lega eftir að þeir byrja að drekka aftur. Fyrir aldur fram. Þeirra á meðal vinur minn Jök- ull Jakobsson. Við ætl- uðum að gefa út blað saman, Ókindina og Sigmund teiknaði. Jök- ull átti svartan Citroen á þessum tíma og eitt sinn var ég með Jökli á ferð um Hringbrautina. Hann fór yfir á rauðu ljósi og ég hugsaði með mér að þetta hafi verið eitthvert athugunar- leysi. En svo fór hann yfir á öllum rauðum ljósum á leiðinni. Þá var hann kominn í pillur og fljótlega eftir þetta dó hann. En, þetta var magnað tímabil, að vera með honum þegar hann var edrú.“ Aðeins hvítflibbarónar og útigangs- menn drukku um hádegi Eins og áður hefur verið komið inn á voru alkóhólistar ekki hátt skrifaðir. Að auki var þetta tabú við að eiga. Að sögn Binna var þetta allt öðru vísi í þá daga, öldin önnur: „Á þeim tíma voru það bara hvítflibbarónar og úti- gangsmenn sem drukku í hádeginu. Nú í dag labbar þú niður í bæ og þar annar hver maður með bjór eða hvítvín. Þetta þykir eðlilegt. En það var ekki eðlilegt þá. Fólk stóð oft fyrir utan Hótel Borg til að sjá hvaða fyllibyttur kæmu þar út. Af hádegisbarnum. Drykkjan var allt öðru vísi. Menn drukku í vinnunni. Blaðamenn drukku á blaðamannafundum. Þannig var tíðarandinn. En, þessi ár sem ég var á Kleppi, þá gerði maður hvað sem var; ég ætlaði að breyta ásýnd Klepps út á við. Af því að þetta hélt í mér lífinu. En þetta var það eina sem var.“ AA-samtökin voru mjög veik á Íslandi, en þau voru til staðar þegar Freeport-klúbbur- inn og seinna SÁÁ samtökin verða til. „Þetta voru einhverjir þrír til fjórir fundir á viku og handfylli af mönnum. En eftir að við byrjum að dæla mannskap inn í samtökin, þeim sem höfðu farið á Freeport og seinna Vog, þá óx AA fiskur um hrygg. Í dag held ég að séu reglulega 3 til 400 fundir á Íslandi. Í raun, ef þetta hefði ekki komið til, hefðu AA-samtökin hugsanlega dáið á Íslandi. En AA-samtökin, eins og SÁÁ, eru með virtustu meðferðar- stofnunum í heimi. Og með ábyggilega einn besta árangurinn.“ Sigurganga SÁÁ Þó frumherjarnir hafi átt við margvíslega for- dóma að stríða er saga SÁÁ umfram allt sigur- ganga. „En þetta var oft tæpt,“ segir Binni. „Það trúði enginn á þessa róna. En, í dag... SÁÁ hefur snert flest heimili landsins; enginn sem ekki á ættingja eða vini sem ekki hefur farið í meðferð hjá SÁÁ á þessum 35 árum. Sem er náttúrlega stórkostlegt.“ Aðspurður hvað rísi upp úr þegar litið er til þessarar 35 ára sögu þá segir Binni það vera byggingu Vogs. „Okkur tókst að byggja Vog og hann stendur enn fyrir sínu. Já, fyrir utan náttúrlega það að rúmlega 20 þúsund einstak- lingar hafa nýtt sér þessa þjónustu. Ég er ekki viss um að menn átti sig á hversu þjóðhags- lega hagkvæmt þetta er, sé nú bara litið til þess. Fólk, sem ugglaust væri annars dautt ef ekki væri fyrir þennan möguleika að komast á Vog, er að borga skatt í ríkiskassann. Einn drykkjumaður eða vímuefnaneytandi virkur kostar samfélagið ekkert lítið. Það var það sem Lilli sagði alltaf og þess vegna fengum við borgina til að gefa okkur hús við Ránar- götuna. Áfangaheimili sem Lilli rak, þar voru 30 manns í lokin. Birgir Ísleifur Gunnarsson, við fórum til hans með þessa hugmynd, að finna skjól fyrir þessa vini Lilla. En það er önnur saga.“ Þá var þetta það eina: Deild 10 á Kleppi. Sem var fyrir erfiðustu geð- sjúklingana og fyllibyttur eins og mig og fleiri. Ég fór þangað 20 sinnum frá því ég var tvítugur. Klepps- spítalinn hélt í mér lífinu. Já, ég var svona djöfulli góður. Alvöru drykkjumaður. Á þeim tíma voru það bara hvítflibbar- ónar og útigangs- menn sem drukku í hádeginu. Nú í dag labbar þú niður í bæ og þar annar hvor maður með bjór eða hvítvín. Þetta þykir eðlilegt. 9 2012 OKTÓBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.