Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 46
Ég
veit
ekkert um
það núna hversu
margir koma en ráðstefnuhaldið er öllum
opið og allir velkomnir. Menn vilja ekkert
endilega tala af viti um þetta en þarna verður
það reynt. Við í grasrótinni,“ segir Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.
Mikil starfsemi, líf og fjör, er í Vonarhús-
inu alla jafna en óvenju mikið er um að vera
þar þessa dagana, eða 4., 5. og 6. þessa mán-
aðar, því þá stendur þar yfir viðamikil og
merkileg ráðstefna; fjallað er um og ræddur
margvíslegur vandi sem steðjar að fíklum
og þeim sem eiga við aðra geðsjúkdóma
að ræða. Geðsjúkdómar meðal fíkla er ein
málstofan, áfengisfíkn meðal þeirra sem
eldri eru verður rædd á annarri; spautufíkn
og meðferð við henni og kannabisneysla
unglinga verður til umfjöllunar. Þórarinn
hljóp yfir drög að dagskrá með tíðindamanni
Edrú, áður en ráðstefnan hófst. Meðal þess
sem eftirtektarvert hlýtur að teljast er að
kynntar verða bráðabirgðaniðurstöður ein-
stakrar rannsóknar sem SÁÁ vinnur í sam-
starfi við NIDA.
Flestir geðsjúkir eiga við
fíknivanda að stríða
Á fimmtudeginum 4. október (í gær)
verður rætt hvernig gengur að með
höndla einstaklinga sem eru bæði
greindir með geðsjúkdóm og fíkn-
isjúkdóm. „Þá ræðum við það hvort
slíkir sjúklingar fá góða meðferð,
hvort sem þeir koma inn í fíknideild
eða geðdeild og hvernig tekst að
samræma starfsemi þessara deilda.
Hér er um tvenns konar nálgun að
ræða og skiptir miklu máli fyrir
sjúklinginn að fá meðferð við sitt
hæfi; stundum hjá okkur hjá SÁÁ og
stundum á geðheilbrigðsstofnunum.
Hvernig tekst að samtvinna þessa
starfsemi svo sjúklingurinn fái góða
meðferð?“ Sú er spurningin, að sögn
Þórarins, og: Hvað kemur á undan
og hvað kemur á eftir; geðsjúkdóm-
ur eða fíknisjúkdómur og öfugt?
„Þeir sem koma til liðs við okkur
þarna er dr. Sigurður Páll Pálsson,
yfirlæknir á Kleppsspítalanum. Þeir þar
hafa rekið deild fyrir alvarlega geðsjúka
en flestir þeirra eigi við fíknivanda að
stríða. Reynt hefur verið að byggja upp
meðferð sem hentar þeim. Sigurður
fjallar um þetta. Kjartan Kjartans-
son, yfirmaður fíknigeðdeildar
Landspítalans, talar um hvernig þeir
takast á við þennan vanda. Ég byrja
og verð með pólitískar vangaveltur
um sögulegan bakgrunn og hvernig
tekist hefur að samtvinna þetta.“ Að
auki mun svo ráðgjafi hjá SÁÁ, Sigurjón
Helgason, fjalla um það hvernig reynir á
geðsjúklinginn og ráðgjafann í fíknimeð-
ferðinni, þegar þessir tveir sjúkdómar fara
saman.“
Eldri áfengis- og vímuefnasjúklingar
Eftir hádegi á fimmtudegi verður sjónum
svo beint að eldri áfengis- og vímuefna-
sjúklingum. Fullorðnu dagdrykkjufólki.
„Efnasjúklingum. Þegar menn eru komnir
á efri ár færa menn sig gjarnan yfir í áfengi
og lyfin,“ segir Þórarinn og vísar til þess
að öldungarnir séu ekki mikið að eltast við
ólögleg efni – þá er læknadópið komið inn í
dæmið af fullum þunga. „Þó menn hafi gert
svo ungir er það fátíðara meðal þeirra sem
eldri eru. Þarna eru svo oft komin inn önnur
vandamál; sjúkdómar og áhættuþættir sem
þarf að meðhöndla svo sem blóðfita, hjarta-
sjúkdómar, blóðþrýstingur... ýmis vandamál
sem þarf að eiga við. Valgerður Rúnarsdóttir
verður með inngangserindi um þetta.“
Þá verður og fjallað um taugaskaða sem
drykkjusjúkir eiga við að stríða; dagdrykkju-
fólk sem komið er yfir miðjan aldur. Um
þetta efni fjallar Björn Logi Þórarinsson
læknir.
„Síðan er það meðferð fyrir eldri karlana,
meðferð og eftirfylgni. Sigurður Gunnsteins-
son ætlar að tala um það. Þá verður og fjallað
um meðferð fyrir eldri konurnar, erindi um
það líka, en þar koma öldrunarlæknar og
öldrunarþjónusta mikið inn í; innlegg frá
hjúkrunarfræðingunum okkar á Vogi og
sjúkraliðunum þar verður um þetta efni,“
segir Þórarinn og lítur svo á að strax þarna
sé um verulega pakkaða og bitastæða dag-
skrá að ræða.
Sprautufíklar og faraldsfræði
Föstudagurinn 5. október verður allur stíl-
aður á sprautufíkn og örvandi vímuefnafíkn.
„Þá tölum við um sprautufíkla, faraldsfræði
og ástandið hvernig það er. Ég mun fjalla
um það. Erindi verður um rítalín sem enn
er mest notað í æð og hvert stefnum við?
Valgerður Rúnarsdóttir talar um það og
þá verður einnig fjallað um áhættuhegðun
sprautufíklanna sem koma á sjúkrahúsið
Vog. Kynntar verða bráðbirgðaniðurstöður
úr viðamikilli rannsókn sem við erum að
gera á Vogi en mikill spurningalisti hefur
verið lagður fyrir sprautfíkla og mun Þóra
Björnsdóttir vera með erindi um það. Síðan
fjöllum við um sýkingar og fylgikvilla meðal
sprautfíkla.“
Einnig verður fjallað um skaðaminnkun,
hagnýtar aðgerðir og verður fjallað um það
í samstarfi við fíknigeðdeild Landspítalans.
„Svo mun ráðgjafi á okkar vegum fjalla um
hvernig gengur að tryggja samvinnu við
sprautufíklana; varðandi endurinnlagnir,
mótiveringar og allt það.“
Þórarinn nefnir einnig til sögunnar stór-
merkilega lyfjarannsókn sem SÁÁ og NIDA
(National Institude of Drug Abuse) eru að
vinna saman að. „Ingunn Hansdóttir hefur
yfirumsjá með þessu en um er að ræða rann-
sókn sem við erum að vinna á Vogi. Við
eigum engin lyf til að meðhöndla þetta sem
við köllum viðhaldsmeðferð fyrir ópíumfíkla.
Áttatíu sjúklingar eru í slíkri meðferð sem
við munum fjalla sérstaklega um.“
Framhaldsmeðferðin á Staðarfelli fyrir
sprautufíkla verður einnig á dagskrá sem og
hugræn atferlismeðferð við sprautufíkn, bú-
setuúrræði fyrir sprautfíkla sem SÁÁ rekur
í samstarfi við Reykjavíkurborg og velferðar-
ráðneytið. Það sem þar fer fram er hugræn
atferlismeðferð til stoppa af fíkn.“
Kannabisfíkn ungs fólks
Svo er laugardagurinn og þá er ekki síður
merkilegt mál á dagskrá en þau sem áður
hafa verið nefnd: „Þá ætlum við að fjalla um
kannabisfíkn og unglinga. Ég verð með inn-
gangserindi um kannabisfíkn,“ segir Þórar-
inn. Síðan mun Hörður J. Oddfríðarson fjalla
um íhlutun fyrir unglinga á framhaldsskóla-
aldri, síðan fjölskylduíhlutun og foreldraþjón-
usta. Að sögn Þórarins er ekki um að ræða
inngrip eins og það sem margir þekkja úr
kvikmyndum, sem er þegar fíklinum er stillt
upp við vegg af fjölskyldu og aðstandendum.
„Nei, gamla módelið hentar nú ekki öllum
vel þó það geti hentað ákveðnum hópi alkó-
hólista. Þetta er öðru vísi gert, „net therapy“,
sem gengur út á að ná til mikilvægra pers-
óna í lífi fíkilsins og fræða þær, fá þær til að
breyta hegðun sinni. Tíminn og rannsóknir
hafa leitt ýmislegt í ljós sem við fagfólkið
eigum að vita. Hjalti Björnsson, áfengis- og
vímuefnaráðgjafi, mun segja okkur ýmislegt
um þetta.“
Þá verður og fjallað um hvernig tryggja má
samvinnu við unglingana og meðferðina á
Vogi. „Já, við munum fjalla um þær geðrask-
anir sem unglingarnir hafa greinst með á
Vogi. Fjallað verður um meðferð og eftir-
fylgni. Svo er meiningin að við verum einnig
með þjónusta fyrir börn áfengis- og vímu-
efnasjúklinga sem eru í hættu; ekki byrjuð
í vímuefnaneyslu en eru líkleg að enda þar.
Við tölum um sálfræðiþjónustu og rannsókn-
ir á fjölskyldulægni alkóhólisma, börn þeirra
sem eru í meðferð okkar eru í mikilli hættu
að koma einnig.“ Að sögn Þórarins
má auka batalíkur og jafnvel koma
í veg fyrir að einstaklingar sem til-
heyra þessum hópi þrói með sér
sjúkdóminn.
Að sleppa boðhættinum
Eins og áður sagði eru allir vel-
komnir og ráðstefnan er öllum opin.
Fyrir liggur að dagskráin er þess
eðlis að ekki nokkur maður sem
lætur sig þessi mál varða ætti að
láta hana fram hjá sér fara. „Þetta
er ráðstefna sem talar inn í þetta
samfélag áfengis- og vímuefnafíkla.
Þetta er samfélag sjúklinga og fag-
manna sem vinnur saman. Þann
hátt höfum við á.“
Þórarinn segir það sjónarhorn,
það viðhorf, vænlegast til árangurs;
að líta á þetta sem eitt samfélag,
alkasamfélag, fremur en að þeir
sem teljast til fagmanna séu í turni
og tali til sjúklinga, hvað þeir eigi
að gera, eins og jafnan er talað til
sjúklinga – í boðhætti.
Mannúð
Sprautufíklar, eldri alkóhóliStar, ungir kannabiSneytendur og geðSjúkir... Mikilvæg ráðStefna
þeirra SeM koMa að MeðferðarStarfi, uMönnun og hjúkrun þeirra SeM eiga við víMuefnafíkn
og aðra SjúkdóMa að Stríða Stendur nú yfir. jakob bjarnar ræddi við þórarin tyrfingSSon,
yfirlækni á vogi, SeM telur aðkallandi að Stilla SaMan Strengi.
Nýr hópur áfengis- og
vímuefnasjúklinga
hefur orðið til á síðustu
árum; hópur sem hefur
sérstakar þarfir sem
ekki hefur verið hægt
að koma til móts við.
Í honum eru 50-100
nýbýar, mest ungir eða
miðaldra, einhleypir,
pólskir karlmenn.
Bjóða þarf búsetu og
endurhæfingu þar sem
meðferð og eftirfylgni
er á pólsku og stuðla
að vexti batasamfélags
nýbúa hér á landi.
Þetta eru þau
fórnarlömb áfengis- og
vímuefnavandans sem
eru utangarðs í kerfinu
í dag. Það þarf nýtt
þjóðarátak til að veita
þeim nauðsynlega
heilbrigðisþjónustu og
félagslegan stuðning.
- pg
Að tala
af viti um
vandann
Ingunn Hansdóttir mun
kynna bráðabirgðaniður-
stöðu merkrar rannsóknar
sem SÁÁ vinnur nú í sam-
starfi við NIDA.
Þórarinn Tyrfingsson blæs
til mikillar ráðstefnu þar
sem meðal annars eru
rædd meðferðarúrræði og
vandi sprautfíkla, ungra
kannabisneytenda og eldri
dagdrykkjumanna. Þá verða
kynntar bráðabirgðaniður-
stöður merkra rannsókna.
Valgerður Bjarnadóttir
læknir, og einn helsti sér-
fræðingur okkar í fíknisjúk-
dómum, fjallar um vanda
eldri alkóhólista.
Amfetamín og ópíumfíklar
Stærstum hluta þeirra
300 manna sem geta
nýtt sér meðferð
SÁÁ en þurfa aukinn
stuðning má skipta í
tvennt:
Allt að 150 illa farnir
amfetamínnotendur
þurfa sérstakt langtíma
úrræði með meðferð,
búsetu og endurhæf-
ingu. Þessir sjúklingar
hafa sprautað sig með
amfetamíni og eru illa
farnir eftir langvarandi
harða neyslu. Varnir
þeirra gegn fíknivökum
eru veikar að lokinni
hefðbundinni meðferð.
Þau þurfa að eiga
kost á 7-9 mánaða
búsetuúrræði, samhliða
meðferð, áður en þau
jafna sig nægilega til
þess að endurhæfing
beri árangur.
SÁÁ veitir um 90
ópíumfíklum viðhalds-
meðferð með lyfjum
á borð við meþadón.
Nauðsynlegt er að
tengja sérstaka
endurhæfingu þessari
meðferð. Einnig þurfa
sjúklingarnir sérstaka
lokameðferð til að venja
sig af viðhaldslyfjunum.
Fangar þurfa meðferð og endurhæfingu
Um það bil 90 áfengis-
og vímuefnasjúklingar
sem svo eru illa haldnir
líkamlega, andlega og
félagslega eftir lang-
dvöl í fangelsum að
þeir fóta sig ekki eftir
meðferð hjá SÁÁ. Þá
vantar langtíma endur-
hæfingu sem sniðin
er að sérstöðu þeirra.
Áfengis- og vímuefna-
meðferð þarf að vera
í boði sem valkostur
við fangelsisrefsingu.
Endurhæfa þarf fjöl-
skyldur þeirra til að
undirbúa aðlögun að
samfélaginu.
Tvígreindir þurfa sérstaka meðferð
250 einstaklingar sem
eru tvígreindir, eins og
það er kallað, það er
að segja með áfengis-
og vímuefnasýki en
einnig með alvarlegar
geðraskanir. Þau eiga
erfitt með að ná bata
með þeim úrræðum
sem nú eru í boði.
Nauðsynlegt er að þróa
ný meðferðar-, búsetu-
og endurhæfingarkerfi
fyrir þennan hóp.
Meðferð tvígreindra er
sinnt innan Landspítal-
ans þar sem sérþekking
er til staðar. En sjúkra-
húsið hefur ekki að-
stöðu til að byggja upp
og reka ný endurhæf-
ingar- og búsetuúrræði.
Sjúklingar eru útskrif-
aðir til endurhæfingar á
Hlaðgerðarkoti. Þar eru
möguleikar til að veita
faglega þjónustu ófull-
nægjandi. Viðunandi
úrbætur gætu kostað
liðlega 100 milljónir
króna.
Nýbúar án batasamfélags
10 OKTÓBER 2012