Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 70

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 70
54 skák Helgin 5.-7. október 2012  Skákakademían -betra bíó „Ljúfsár og bráðskemmtileg …Susanne Bier tekst vel upp í þessu létta hliðarspori.“ - Þ.J., Fréttablaðið Frumsýnd 12. október í Háskólabíói og Smárabíói Bækur  Jesúsa, óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus Elena Poniatowska -pbb  Örlagaborgin – Brota- brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti. Einar Már Jónsson -pbb  Sagan af klaustrinu á Skriðu Steinunn Kristjáns- dóttir -pbb  Þokan Þorsteinn Mar -pbb Tónlist  Room Eivör Pálsdóttir -drg Leikhús  Rautt Höfundur: John Logan. Leikstjórn: Kristín Jó- hannesdóttir. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. -mt  Með fulla vasa af grjóti Höfundur: Marie Jones. Leikstjórn: Ian McElhinney. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Stefán Karl Stefánsson. -mt Bíó  Djúpið Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson. -ÞÞ  Frost Leikstjórn: Reynir Lyngdal. Aðalhlutverk: Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. -ÞÞ Gagnrýni Fréttatímans Hvítur mátar í 1 leik. 1. Dxf7 Skák & mát! Skoðið skákfréttir og upplýsingar um æfingar fyrir börn og fullorðna á skak.is. Nancy stal senunni í Svíþjóð S kák er skemmtileg – annars hefði hún ekki lifað og dafn-að í 1500 ár. Samkvæmt nýrri rannsókn iðka meira en 600 milljónir jarðarbúa skák, sem er sambærilegt við þann fjölda sem notar Facebook að staðaldri. Og skákíþróttin er í stórsókn í öllum heimsálfum, ekki síst Asíu, og í Bandaríkjunum er hún vinsælli en tennis og golf samanlagt. Þetta þarf auðvitað ekki að koma Ís- lendingum á óvart, því skákin nam land á Íslandi fyrir árið 1200. Snorri Sturluson var að öllum líkindum slyngur skákmaður; í Heimskringlu og víða í Íslendingasögum er að finna skemmtilegar skáksögur. Vagga skákarinnar er á Indlandi. Arabar komu með taflsett í fartesk- inu til Suður-Evrópu á 10. öld, og þaðan barst hún norður til okkar. Á miðöldum var skák ómissandi hluti af uppeldi aðalsmanna og hefðar- kvenna, rétt eins og bogfimi, dans, skylmingar, kurteisi og fleiri undir- stöðugreinar. Nansý fékk 5 verðlaun á einu móti! Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð sem lauk um helgina. Mótið var fyrir skákmenn með 1600 skákstig eða minna og Nansý hreinlega sóp- aði til sín verðlaunum. Hún varð efst í heildarkeppninni með 7,5 vinninga af 8 mögulegum, og hlaut auk þess kvennaverðlaun, varð efst undir 16 ára, efst undir 13 ára og fékk flokkaverðlaun. Allt voru þetta pen- ingaverðlaun upp á 90.000 íslenskar krónur. Nansý varð líka á dögunum Norðurlandameistari grunnskóla með skáksveit Rimaskóla. Nansý Davíðsdóttir er gríðarlega efnileg. Leggið nafnið á minnið! Hver er bestur? Einu sinni bar Bobby Fischer höfuð og herðar yfir aðra skákmeistara í heiminum, svo kom Anatoly Karpov og ríkti í 10 ár, áður en Gary Kasparov kom sér fyrir í há- sætinu. Núna er keppnin á toppnum miklu harðari. Heimsmeistarinn Vishy Anand frá Indlandi er aðeins í 6. sæti skákstigalist- ans, en hinn ungi frændi okkar frá Noregi, Magnus Carlsen, er efstur, en Armeninn Lev Aronian nartar í hæla hans. Síðan koma Rússinn Kramnik, fyrrverandi heimsmeist- ari og Azerinn Radjabov, en í 5. sæti og á hraðri uppleið er Ítalinn Fabiano Caruana, sem sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu í vor. Margir fleiri ofurmeistarar eru líklegir til að blanda sér í baráttuna um heimsmeist- aratitilinn á næstu árum. Ítalinn Fabiano Caruana er á hraðri uppleið. Hann sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu í vor. Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð sem lauk um síðustu helgi. Hún er gríðarlega efnileg. STÖÐUMYND Hið stórhættulega heimaskítsmát Hið svokallaða heimaskítsmát er hættulegt vopn, sem allir þurfa að kunna að beita – og verjast. Þá vinna drottningin og biskupinn saman og ef svartur passar sig ekki getur hann orðið mát í aðeins 4 leikjum. Skoðið stöðuna og finnið reitinn sem hvítu mennirnir beina spjótum sínum að:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.