Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1925, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.04.1925, Qupperneq 4
50 LÆKNABLAÐIÐ ílátin (bein gufubræSsla). Sá, sem kom þessum breytingum á, var Norö- maöurinn P e t e r'M ö 11 e r. U.m þkt leyti niunu svipáöar aöferöir hafa veriö teknar upp i Nýfundiialandi. I fyrstu fanst mönnum fátt um þessa ráöabreytni, töklu lýsið Veröa-lakara én áöur. En sú skoðun dó þó út von bráðar og höfundinum auönaöist aö sjá aöferðir sínar hljóta verö- skuldaða viöurkenningu og ryðja sér alment til rúms. Ýmsra ráöa hefir verið leitað til þess aö gera lýsið sem best. Lengi hafa menn vitað, aö lýsið spillist ef þaö verður fyrir áhrifum andrúms- loftsins, einkum samfara hita. Þess vegna hefir veriö reynt aö útiloka loftiö (súrefni) meö kolsýru, þegar lifrin er brædd (þýskt Pat. 1891). Það lýsi, sem þannig er framleitt, hefir þótt taka ööru lýsi mj.ög fram. Ennfremur hefir veriö reynt að bræða lifrina i lofttómu rúmi (enskt Pat. 1904). Snemma var tekið upp á því að kæla lýsið, til þess aö skilja stearin- kendu efnin frá, og koma þannig í veg fyrir, aö fótur settist undir lýsið. Viö þetta veröur lýsiö útlitsbetra og aögengilegra til neyslu. Áhersla er lögö á, aö bræöa lifrina viö sem lægstan hita, 50°—6o° C. og jafnvel minna, ennfremur aö bræðslan taki sem stystan tíma. Þá er einnig mikils vert, aö lifrin sé brædd ný, vel hrein og helst valin. Ef lifrin er oröin skemd, er auðvitað aklrei hægt aö vinna úr henni gott lýsi. Það verður venjulega talsvert af sýru í því, og samfara henni geta veriö ýms miður holl efni sem myndast, þegar köfnunarefnissambönd lifrarinnar fara aö rotna. Við beina gufubræöslu hreinsast þó lýsið vafalaust aö einhverju leyti. Sjálfrunnið lýsi getur verið ágætt, ef vel er til þess vandað, t. d. ekki tekiö annað en það lýsi, sem rennur úr lifrinni, áöur en nokkur rotn- un eða gerð byrjar. Samkvæmt þeim tilraunum, sem geröar hafa ver- iö, er þó engin ástæöa til aö ætla, aö sjálfrunniö lýsi, hversu gott sem það er, taki fram góðu, gufubræddu lýsi. Síöan farið var aö nota lýsið til lækninga, hafa margir spreytt sig á að rannsaka þaö, en mikið vantar á, aö öll kurl séu kornin til grafar. Menn vita reyndar, aö lýsið er, eins og aörar feititegundir, aðallega sam- sett af efnasamböndum, sem hægt er að kljúfa i glycerin og feitisýrur, en nokkur óvissa er um sumar sýrurnar, hverjar þær eru og hve mikið ai" þeim. 1 lýsi er vottur af allmörgum frumefnum, bæöi málmum og ýms- um öörum efnum, svo sem brennisteini, fosfór, klóri, brómi og joði. Tilgangurinn meö rannsóknum á lýsinu hefir meöal annars verið sá, aö reyna aö finna, hvaö það er, sem gerir lýsiö svo heilnæmt, sem raun er á. Ýmsar kenningar hafa verið um það ; meöal annars, aö joöiö væri undraefnið í lýsinu. Um eitt skeiö var því hakliö i'ram, að kraftur lýsis- ins lægi ekki í ööru en því, hve auðmelt það væri. Hvorugt þetta er nú lengur talið aðalatriði. Nú eru það bætiefnin, sem efst eru á baugi. Vita menn svo litið um samsetningu þessara undraefna, vegna þess, að ekki hefir verið unt að vinna þau hrein. Meö tilraunum á dýrum, hefir verið komist aö þeirri niðurstööu, að þorskalýsi væri langauðugast aö bætiefnum, allra þeirra efna, sem þekkjast (A-efnið). Upp á síðkastið hafa komið kvartanir frá Amerikumönnum yfir surnu af því þorskalýsi, sem selt er sem meðalalýsi. Hafa heyrst raddir um, að krefjast þurfi fyllri skilríkja um, hvar lýsið sé framleitt, þannig að hver framleiðandi beri ábyrgð á sinni vöru. Ameríkumenn hafa nú tekið lýsis- vinsluna til rækilegrar athugunar. Nefnd manna hefir verið skipuð til aö

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.