Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Síða 5

Læknablaðið - 01.04.1925, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 5* athuga alla meöferð lifrar í Noregi, og síöan hefir Nýfundnalandi veriö gerö sömu skil. Síöan 1916 hefir umsjón með lýsisvinslu þar veriö í hönd- um fiskiveiðaráöuneytisins. Það hefir í þjónustu sinni fræðimenn, sem rannsaka gæði lýsisins, einkum hve mikið er af bætiefnum, og gera til- lögur um endurbætur á aðferðum við lýsisvinsluna. Eftirlitsmenn og leið- beinendur eru haföir í veiðistöðvunum. Ætlunin er sú, að koma lýsisfram- leiðslunni í fastar skorður. Mest er unnið með béinni gufubræðslu. Þær stöðvar, sem aðrar aðferðir nota, eiga að leggjast niður smátt og smátt, svo að framleiðslan verði alstaðar eins. Áhöldin eru svipuð og þau, sem notuð eru í Noregi, en sérstök áhersla lögð á að nota ekki nema góða nýja lifur, hreinsa hana vel, og hleypa gufu að henni í ca. 30 mín. Að eins það lýsi, sem þá er runnið úr lifrinni, telja þeir fyrsta flokks meðala- lýsi. Lýsið er látið standa við -í- 5° C. í 3 daga og síað oftar en einu sinni. Við samanburð á þessu lýsi og öðru, sem fæst á heimsmarkaðinum, hafa Amerikumenn komist að þeirri niðurstöðu, að Nýfundnalandslýsið taki öllu öðru fram um bætiefnamagn. Þess hefir líka verið getið, að 25% hærra verð hafi verið boðið fyrir þetta lýsi, en annað meðalalýsi. Öllum, sem nokkuð þekkja til hér á landi, getur varla blandast hugur um, að erfitt muni fyrir marga framleiðendur hér, að vinna lýsi, sem uppfylli þær kröfur, er gera verður til góðs meðalalýsis. Það er í stuttu máli sagt, að mikið af þeirri lifur, sem hér fæst, togaralifrin, verður að teljast litt hæf og venjulegast óhæf til meðalalýsisvinslu. Það er óþarfi að fara frekar út í þá sálma, þar sem forseti fiskifélagsins hr. Kr. Bergs- son, hefir nýlega skrifað grein um þetta atriði sérstaklega.* Hins vegar hagar víða svo til, að nýr fiskur berst daglega á land í stórum stíl, og því skyldum við ekki geta, á þeim stöðum, unnið eins gott þorskalýsi og t. d. Nýfundnalandsmenn, ef veruleg áhersla væri lögð á það. Full- komin bræðslustöð þyrfti að hafa frystivél, til að kæla lýsið, og sum- staðar ætti að mega vinna lýsi i svo stórum stíl, að kostnaðarins vegna væri það ekki ókleyft. Það er lítt sæmandi, að við skulum ekki geta svo mikið sem unnið við- unanlegt meðalalýsi til okkar eigin þarfa. En við ættum ekki að láta okkur nægja að birgja landið upp að lýsi. Okkar lýsi þyrfti að keppa á heimsmarkaðinum við annara þjóða framleiðslu, koma þar fram sem íslensk vara, en ekki undir annara nafni, eins og því miður, mun vera nú. Og eitt er enn: Það þarf að vera hægt að fá viðunanlegt þorskalýsi til notkunar innanlands fyrir svo lágt verð, að almenningur hafi efni á að afla sér þess. Greinarnar sem bíða. í vetur hefir Læknablaðinu borist óvenjumikið af ritgerðum frá læknum, og væri óskandi, að svo yrði framvegis. En vegna þess, hve blaðið er lítið, hafa greinarnar oft orðið að bíða lengur en skyldi, og vonum vér, að læknar afsaki það og hætti ekki að skrifa þess vegna. Til þess að bæta úr þessu, hefir í þetta skifti verið bætt 8 blaðsiðum við blaðið. * Kr. Bergsson; Meðalalvsisframleiðslan. „Ægir“, okt. '24, bls. 160.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.