Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.04.1925, Blaðsíða 20
66 LÆKNABLAÐIÐ sýnt, með dýratilraunum, aö gullsölt valda blóösókn og mari viö berkla- veikt hold. Fundiö mjög aö j^vi, að próf. Möllg. getur ekki i bók sinni um ýmsar merkar tilraunir lækna í Þýskalandi, Ameríku og viöar. Hafa sumir jæssara vísindamanna komist að Jjeirri niöurstööu, aö gullsölt geti stundum örvaö vöxt og tímgun sýklanna. The Journal of the American Medical Association, ritstj.gr. Jj. 14./2. '25. Fundið er aö Jjví, aö ekki skuli vera getiö merkra amerískra vísindamanna, sem gert hafa tilraunir meö lækning á tub. með gullsöltum. Dýratilraunir Möllg. l)ykja óheppilegar, Jjar eð að eins sé aö ræöa um kálfa, sem sýktir voru meö nautaberklum (bovin typus), en ekki naggrísi sýkta meö manna- berklum (human typus), né tilraunir til að lækna skepnur, er tekiö hefðu berklaveiki meö venjulegum hætti (spontan tub.). Læknunum Secher og Wiirtzen er hælt fyrir vandvirkni og hrein- skilni, en árangurinn aö lækningunum J)ykir, sem von er, litt glæsilegur. Eitrunareinkenni samfara sanocrysin-lækning, eru talin vel kunn vís- indamönnum, sem áður hafa haft um hönd berklalækningar með gull- söltum. Gagnstætt skoöun próf. Möllg., er Jm haldið fram, aö eitrunin orsakist af gullsaltinu, en ekki dauðum berklasýklum, og muni serum,- lækningar ]jví ekki koma að.Íiði. Ummælum tímaritsins lýkur á þessa leiö : ,,At present tliere is no justification for rushing into the treatment oí tuberculosis with this drug. It seems to have no value in generalized and severe forms of the disease, while the usefulness it may have in other forms is at present a problem, that can be left safely to Danish an other experts for a practical solution.“ G. Cl. James H. Stevens: Compression Leverage Fractures of the Ankle Joint. Surgery, Gynec. and Obstetr. Febr. 1924. Við beinbrot um öklann, þar sem liðurinn hefir skemst, eins og veröur viö öll ]>au brot, J)ar sem vogarstangarafl hefir komið til greina við meiösl- ið, er mjög áríðandi að l)yrja hreyfingar í liönum mjög snennna. Venju- lega leitar hællinn aftur á við og veröur þvi aö flectera í hnélið, til að slaka á kálfavöðvanum og hyperdorsal-flectera í öklalið. I þeim stelling- um er fætinum haldið, meö því aö hafa þykkan kodda i hnésbótinni og gipsumbúðir um fótinn. Þær eru hafðar opnar að framanveröu, svo hægt sé aö lyfta fætinum. upp úr þeim viö liökanir. Ristin og framhlið leggj- arins eiga að mynda hvast horn. Ef malleolus med. er heill, er fóturinn lateralflecteraður inn á við, en við brotinn mall. med. er slíkt hin mesta fjar- stæða. Liðkanir á aö byrja á 3—4 degi, — í síöasta lagi innan viku, nema viö stórkostleg meiösli. Fóturinn er settur niður í eins heitt vatn og frek- ast Jjolist, og síöan hreyföur upp á við, dorsalflecteraöur einu sinni á dag, 20° hreyfing er nóg fyrst. Ekki má rétta úr öklaliðnum fyr en síðar. Activar hreyfingar á að viðhafa eins fljótt og hægt er. Á 18. degi má láta sjúklinginn sitja framan á og láta fótinn hvíla á gólfi og hafa ])á skósólann y2—1 cm. þykkari innanfótar. Umbúðirnar eru hafðar á á nóttunni. Eftir 3—4 vikur má láta örlítinn þunga hvila á fætinum, en ekki að ráöi fyr en eftir 4—5 vikur, i slæmum tilfellum 6 vikur. Sjúklingurinn notar y2—1 cm. þykkari sóla innanfótar, fyrst eftir að hann fer aö ganga.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.