Læknablaðið - 01.04.1925, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ
69
langt frá pylorus og erfitt er aö resecera, eba þá á sjúkl. sem varla er
treystandi til þess aö þola hættulega operation, og hefir það oft reynst
mjög vel,
Gregory hefir nú reynt pyloroplastik á nokkrum sjúkl. meö ulcus-
einkenni en eölilegum maga aö því er virtist viö operationina, og hefir gef-
ist þaö mjög vel. Viö einn sjúkl. geröi hann ekkert, en hann kom aftur
3 mán. seinna engfu betri en áöur. Þá var gerö pyloroplastik, og síðan er
sjúkl. frískur. Geta verður þess, aö medicinsk meöferö haföi veriö reynd
viö alla þessa sjúklinga um lengri tíma áöur en til operationar kom, en
árangurslaust. G. Th.
Smágreinar og athugasemdir.
Látnir erlendir læknar.
Útlend tímarit hafa nýlega flutt dánarminningar um merka lækna, sem
flestir íslenskir læknar munu kannast við; eru það Þjóöverjarnir Strúm-
pell, Bumm, Morgenroth og Trendelenburg, og Bretinn Mackenzie. Allir
þessir læknar dóu í vetur.
P r ó f. S t r ú m p e 11. Hann var af mentamönnum kominn ; faöir hans
var háskólakennari í heimspeki. Str. fæddist 1852. Fyrstu læknisár sín
var hann aðstoðarkennari við háskólann í Leipzig í lífeölisfræöi og sjúk-
dómafræði. Síöar prófessor í intern medicin við ýmsa þýska háskóla, en
þó aöallega i Leipzig, og andaðist hann þar. Fjöldi lækna hér á landi
mun hafa numið intern medicin af kenslubók Str., sem gefin var út 25
sinnum, auk þýöinga á aðrar tungur. Sérfræöigrein Str. var neurologi, og
geröi hann m. a. merkar rannsóknir á tabes, poliomyelitis og neurosis
traumatica. Str. var ntjög musik-fróöur. Æfiminningar sínar ritaöi hann,
og hafa þær verið gefnar út nýlega.
P r ó f. E r n s t B u m m. F. 1857 í Wúrzburg. Próf. i gynækologi við
ýrnsa þýska háskóla, en síðustu 20 árin í Berlín. Hefir ritað mikiö um
gonorrhoea kvenna, febris puerperalis og radiumlækning á cancer uteri.
Auk þess samiö kenslubækur, enda þótti hann aflturöa kennari. Bumm
var talinn aö hafa mesta aðsókn allra þýskra gynækologa. Þjáöist af gall-
steinum, fékk perforatio á gallblöörunni og var það banamein hans þ. 3.
ianúar þ. á.
Pró.f. Morgénroth var eingöngu vísindamaöur, en fékst aldrei
við praxis. Vann um skeið hjá Ehrlich í I'rankfurt, en síðar í nokkur ár
viö dýrafræðisrannsóknir á ítalíu. Var svo settur yfir chemotherapie-deild
á Robert Koch-stofnuninni. Próf. M. fann optochin gegn pneumoni og
öðrum pneumococc-sjúkd. Dó 53 ára gantall úr leucæntia.
F r i e d r i c h Trendelenburg náöi áttræðisaldri, var fædclur
1844. Eftir læknispróf sitt í Berlin stundaöi hann framhaldsnám i Glasgow
og Edinburgh. Gerðist aðstoöarlæknir hins alkunna skurðlæknis Langen-
læcks. Var prófessor chirurgiæ við ýmsa þýska háskóla, en tók síðast
við embætti af próf. Thiersch í Leipzig. Viö Trendelenburg er m. a. kent
,,Tr. einkenni" viö coxitis og „Tr. stelling" viö skurði í kviðarholi. þegar