Læknablaðið - 01.04.1925, Qupperneq 26
LÆKNABLAÐIÐ
/2
F r é 11 i r.
Landsspítalinn. Eftirfarandi þingályktunartillögu flytur Halldór lækn-
ir Steinsson: — „Alþingi ályktar aö skora á ríkisstjórnina aö leggja fran;
fé úr ríkissjóöi til a'ö stækka geöveikrahæli'ö á Kleppi og til byggingar
landsspítala, og skal því fjárframlagi hagað svo, sem hér segir: —
I.) Árið 1926 veitist stjórninni heimild til aö verja úr ríkissjóði alt að 100
þús. kr. til byggingar á Kleppi, þannig, að bygö sé ein hæð ofan á þann
kjallara, sem þegar er fullgerður. Þingið væntir þess, að byggingunni verði
svo haldiö áfram og henni lokið í árslok 1927. — 2) Árið 1926 veitist
Stjórninni heimild til að verja alt aö 100 þús. kr. úr ríkissjóði til bygg-
ingar landsspitala, gegn jafnmiklu framlagi úr landsspítalasjóönum, enda
hafi á árinu 1925 verið varið til hennar aö minsta kosti 100 þús. kr. úr
þeim sjóöi. Þingið gerir ráð fyrir, að þessu verki verði hagaö samkvæmt
síðari spítalateiknun húsanieistara ríkisins, með þeirri breytingu, er síðar
kynni að þykja nauðsynleg og framkvæmanleg án verulegs viðbótarkostn-
aöar. Ennfremur ætlast þingið til þess, að verkinu verði haldiö áfram
á næstu árum, og byggingunni lokið í árslok 1929, ef ekki ófyrirsjáanleg
fjárhagsvandræði ríkisins gera ókleift aö halda henni áfram.“
Embætti. Umsóknarfrestur um Grímsneshérað var útrunninn 15. mars
og hafa 5 læknar sókt: Sigmundur Sigurösson héraðslæknir í Reykdæla-
héraði, Halldór Stefánsson læknir á ísafirði, Guðni Hjörleifsson héraðs-
læknir í Hróarstunguhéraði, Lúðvík Norðdal, læknir á Eyrarbakka, og
Páll Sigurðsson, læknir á Flateyri.
Læknar á fer'ð. í marsmánuði voru hér á ferðinni Óskar Einarsson i
Laugarási, Halldór Stefánsson, Vilmundur Jónsson og frú Kristín Ólafs-
dóttir frá ísafirði, og nú er Steingrímur Matthíasson hér staddur, er að
kynna sér sanocrysin-lækningar á Vííilsstöðum.
Jónas Sveinsson læknir er nýkominn úr utanför, hefir lengst af dvaliö
á spítölum i Áró'sum í Danmörku.
Umsóknir um styrk hafa þeir Skúli Guðjónsson og Valtýr Allærtsson
sent Alþingi. Ætlar Skúli aö starfa aö bætiefnarannsóknum i Kaupmanna-
liöfn en Valtýr leggur stund á lífeðlis- og líffærafræöi og dvelur nú í Osló.
Læknafundir. Seint í júní verður norrænn skurölæknafundur i Kaup-
mannahöfn og norræn mannfræðingafundur i Uppsölum. í júli á að hakla
alheims Röntgenlæknafund í London, en norrænir Röntgenlæknar eiga
fund með sér í Helsingfors í september.
Borgað Lbl.s Magnús Einarson '24, Óskar Þórðarson, stud. med. '24, Jón Norland
'22 (15.00), '23 (11.98), Signrmundur Sigurðsson '24, Gísli Pétursson '24, Pétur
Tlioroddsen '24, Þórður Thoroddsen '24, Gísli Pálsson, stud. tned. '24, Jens A. Jó-
hannesson, stud. med. '24, Ólafur Helgason, stud. med. '24, Mogensen '24, Brynjúlfur
Björnsson, tannl. '24, Ólafur Gunnarsson '24, Jón Þorvaldsson '24, Jón Bjarnason
'23—'24, Eggert Briem Einarsson ’2i—'24, Ólafur Thorlacius '24, Guðm. Guðfinns-
son '24, Bjarni Snæbjörnsson '24, Nisbet '22—'24, Páll Sigurðsson '24, '25 (5.C0),
Stefán Jónsson '23—'24, Sigurður Magnússon, Vifilsst. '24, Árni Árnason '24.
FÉL AGSPREN TS MIÐ JAN