Læknablaðið - 01.05.1928, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
79
þverra með bættum lifnaðarháttum ? Og hversvegna útbreiddist berkla-
veikin ekki fyr hjá okkur en raun varð á?'
Eg skal nú skýra frá því, sem eg hélt fram í samræðunni við N e w m a n
og sem lengi hefir verið skoðun mín.
Bæjarlíf og þorpmenska (oppidanism) og auknar samgöngur hafa öðru
fremur gefið berklaveikinni byr undir báða vængi, hér á landi sem annar-
staðar. \ firleitt smitast menn á barnsaldri en veikjast fyrst löngu seinna.
Þegar veikin ríður i garð á landinu, þar sem lítið bar á henni áður, gerir
hún sér lítinn mannamun. Mikill fjöldi barna er næmur fyrir berklum,
þrátt fyrir góða aðbúð og nóg fæði. Eftir 2—3 kynslóðir fækkar þeim,
sem næmir eru, við að svo margir veilir detta úr sögunni. Og skyldi ekki
þetta atriði vera mikilsverðara en öll lífskjör, lækningar, heilsuhæli og
sóttvarnir ?
Þó berklaveikin væri vafalaust landlæg hjer og hvar hjá okkur í gamla
daga, hjelst hún í skefjum af ýmsum ástæðum, þá fremur en nú. Fólkið
lifði strjált og var ekki þá sem nú að íerðast lanclshornanna á milli. Fjöl-
skyldur fóru sjaldan langt, er þær brugðu búi. Það var ekki verið að fara
með börn langar leiðir með skipum eins og nú. Smitandi sjúklingar höfð-
ust við á sama heimilinu alla æfi oftast nær, og hö.fðu venjulega ekki tæki-
íæri til að smitta börn og unglinga annarsstaðar. Svo var annað. M e ð a n
aðrir næmir sjúkdómar drottnuðu í landinu, eins og
bólusótt, holdsveiki, sullaveiki, taugaveiki, skæðir
barnasjúkdómar o. f 1., komust berklarnir e k k i a ð. Það
var svo margt, sem dó af veikluðum börnum úr öðrum sjúkdómum, að
þau, sem af lifðu og voru hraustari, tóku ekki lærklana, svo að þeir yrðu
þeim að verulegri sök.
S y d e n h a m 'kendi, að ýmsar sóttir útilokuðu aðrar. Margir eru þeirr-
ar skoðunar enn. Sá sem er smitaður af einum næmum sjúkdómi, smitast
ekki gjarnan af öðrum í viðbót, fyr en þá seinna. Jeg fyrir mitt leyti trúi
því, að þeir sem smituðust af holdsveiki hafi sjaldan veikst jafnhliða aí
tæringu, þó þeir kunni að hafa smitast. Og sama hygg jeg að sje, þegar
um aðra næma sjúkdóma er að ræða. Okkur var kent við Hafnarháskóla.
þegar jeg var að læra, að t. d. hjartagalli, emfysema, cirrhosis hepatis o. fl.
sjúkdómar útilokuðu venjulega berklaveiki. Jeg hefi ekki enn sjeð þeirri
kenningu verulega hnekt.
Sjálfur hefi eg veitt því eftirtekt, að samfara sullaveiki sje sjaldan eða
aldrei berklaveiki, svo að veruleg brögð verði að, fyr en þá sullaveikin
er læknuð. Jeg hefi spurt M a 11 h í a s lækni Einarsson, hver sje
reynsla hans í þessu efni. Sagði hann mjer, að hann myndi varla eftir,
að sullaveiki og berklaveiki færu saman. — Það væri gaman að gera þessa
reikninga upp betur.
Próf. Sigurður Magnússon hefir í samtali við mig látið uppi
þá skoðun, að mögulegt væri, að mikið af hinum skæða barndauða fyrr-
um hafi orsakast af berklum i meltingarfærum loarna.Það er erfitt að
sanna þetta, en mjer fyrir mitt leyti finst það trúlegt. Úr hverju dóu börn-
in eins og hráviði ? Óþrifnaður út af fyrir sig er aldrei nógur til sýkingar.
Sjerstakir p a t o g e n sýklar þurfa að vera með, en barnadauðinn var
fram undir miðja síðustu öld um 300%c, þó engar sjerlega bráðar sóttir
væru að ganga.