Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1928, Page 25

Læknablaðið - 01.05.1928, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 87 Smágreinar og athugasemdir. Fyrstu tannlæknar á íslandi. Þaö eru 41 ár síöan 1. íslenski tannlæknirinn opnaöi tannlækningastofu hér á landi. Það var Páll Þorkelsson gullsmiöur. Hann hafði í nokkur ár stundaS iön sína hér i bæ og var hér vel met- inn borgari. Hann bjó þá i því húsi viö Aöalstræti, sem Andersen klæö- skeri síöan eignaöist og bygöi viö og ofan á. Páll var bæjarfulltrúi og fræöimaöur mikill. Las hann í tómstundum sínum allar franskar bækur, sem hann náöi í, og talaöi viö franska liösforingja og fræöimenn sem landi þeirra. Stóö honum enginn hérlendur maöur á sporöi í frönskunni, nema ef vera skyldi Jón sál. Björnsson, sem var bókari hjá konsúl Ziem- sen, því hann talaöi, auk parísarfrönsku, 2 eða 3 mállýskur og vestfirskt flandramál aö auki. Þegar hann fór i skæting viö duggara frá Paimpoul, þekti enginn hann frá þeim. Þá bar svo til, aö málfræðingurinn Poul Passy var hér á ferö og hitti Pál gullsmið og varð hrifinn af málakunn- áttu nafna síns. Bauð hann honum að heimsækja sig í París, og dvelja vetrarlangt hjá fólki sínu. Pál haföi lengi langað til aö koma til Frakk- lands og þáði því boðið feginsamlega. Haustiö 1886 fór hann með flutn- ingaskipi er Coghill fjárkaupmaöur haf'öi i förum til Englands, og þaöan til höfuðborgar tiskunnar, Parísar, til að hafa þar vetrarsetu. Þótti þetta mikið i ráðist. En Páll haföi fleiri járn í eldinum og var fljótur í snúning- um og skjótráður. Hafði hann séö að i Reykjavík var þörf á tannlækni og hugði það mundi allarðvænlegt, aö stunda tannsmíöi samhliða gull- smíöinni. Hvöttu þeir feðgar, Páll Passy og Friðrik sonur hans, er var þingmaöur og í miklu áliti, hann til þessa, og gaf Friörik honum meö- mæli til þekts tannlæknis, Henry Bermont, sem hafði klinik í latínukvart- erinu. Hjá honum læröi svo Páll í nokkra mánuöi aðallega tannsnúöi, en var til húsa hjá lúterskum presti, síra Gorry, sem var tengdafaöir Páls Passy. Minnist Páll með hrærðum huga þeirra daga, er hann dvaldi meö þessu hámentaöa og göfuga fólki. En af því hér er ekki ætlun mín aö segja æfisögu Páls Þorkelssonar, heldur tildrögin til þess, að tannlækn- ingar hófust hér á landi, þá get eg getið þess eins, að Páll var ekki ein- huga við tannlækninganámið. Hann var þá þegar byrjaður aö safna til orðabókar sinnar og naut þar stuðnings og uppörvunar nafna síns og vinar. Vorið 1887 kom Páll heim og opnaöi þegar lækningastofu í húsi sínu. — En Páll var ekki sá eini sem haföi athugað þaö, aö i Reykjavík væri þörf á tannlækni. Svo bar viö, aö Möller lyfsali í Stykkishólmi hafði feng- ið leyfi til aö hafa útibú á ísafirði 17. nóv. 1884, meö þvi skilyrði aö hafa lyfjafræðing fyrir lyfjabúöinni. Fór hann sjálfur vestur, en fékk danskan mann, O. Nicolin, til Stykkishólms. Nicolin var cand. pharm en hafði haft fleira undir á námsárunum, þar á meðal tannsmíöi. Hann var af góðum ættum. Faðir hans sjóliösforingi að sagt var. En Nicolin reyndist drykk- feldur. Möller gafst fljótt upp á því að reka lyfjabúð á ísafirði og flutti aftur til Stykkishólms eftir tæp tvö ár. Fluttist Nicolin þá til Reykjavík- ur um vorið 1887, og er Páll Þorkelsson opnaöi sína tannlækningastofu, þá fór Nicolin á skrið og fór lika aö fást viö tannlækningar. Voru þá 2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.