Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 3
15. árg. Reykjavík, mars—apríl 1929. 3.-4. blað. Nokkrar athugasemdir um heilbrigðismál, einkanlega berklavarnir. Eftir G. Björnson, landlækni. Mönnum blæðir í augum, að útgjöldin til heilbrigðismála hafa farið si- vaxandi, og flestir munu líta svo á, að þau útgjöld séu orðin mikils til of há, i hlutfalli við getu þjóðarinnar. Er því fylsta ástæða til að athuga það mál nánar. Ræða fjármálaráðherra við fyrstu umræöu fjárlaganna nú á Alþingi, er mjög greinagóð. Þar má sjá aukninguna á framlagi ríkisins til nokkurra gjaldagreina. Þar má sjá, að síðan þjóðin fjekk fjárforræði sitt — 1874 — hafa framlögin til heilbrigðismála vaxið hröðum skrefum, voru 1880 36.880, en 1927 1.870.479 kr. Hefir þessi mikli tilkostnaður borið tilætlaðan árangur? Svarið felst í þessum tölum: Dánir á ári af 1000 manns: 1876—85 24,5 1916—20 14,1 1886—95 19.5 1921—25 13.5 1896—1905 17.1 1926—27 11,8 1906—15 15.2 Manndauðinn hefir minkað meira en um helming, á undanförnum 50 ár- um, og er nú orðinn álíka lágur og í þeim löndum, sem fremst standa í þessu efni. Síðan 1890 hefir þjóðin vaxið jöfnum og svo hröðum vexti, að með þeim hætti mun hún tvöíaldast á hverjum 60—70 árum. Er það fagnaðar- efni fyrir litla þjóð, sem á stórt, en að mestu óræktað, því nær ónumið land. Fjármálaráðherra gerir grein fyrir því, að ;88o numu útgjöldin til heil- brigðismála 9,9% af öllum ársútgjöldum, árið 1900 13,4%, árið 1920 10,2% og áriö 1927 14,5%. Má sjá, að í hlutfalli við bolmagn þjóðarinnar hafa þessi útgjöld ekki vaxið að miklum mun. Þá er eftir að vita, hvort nokkur önnur þjóð leggur svona stóran skerf af ríkistekjum sínum til heilbrigðismála. Danir standa mjög framarlega í öllum heilbrigðismálum. F.g kom þangað i sumar sem leið, og aflaði mér þá meðal annars vitneskju uin þetta tlókna atriði; átti tal við danska ráð- herra og dönsku heilbrigðisstjórnina um það. Niðurstaðan var þessi: I fjár- lögum Dana, sem nú eru i gildi (x/4 1928—H1/:t 1929) eru áætlaðar urn 45.640.000 kr. til heilbrigðismála; eru það 14,3% af öllum áætluðum út- gjöldum (álíka og hér). En hér kemur annað til greina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.