Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 22
52 LÆKNABLAÐTÐ inn, vegna þess aÖ þeir höfðu enga trú á aÖ hann kæmi a'Ö notum. Þá varÖ Brauer a'Ö taka sér hníf í hönd, og hefir gert sína skurði sjálfur síöan, með ágætum árangri. Hann hefir þaÖ fyrir reglu, a'Ö þrýsta saman hverju lunga sem holrúrn (kaverna) er komiÖ í. Ef ekki er hægt a'Ö gera þaÖ meÖ loft- þrvstingi, vegna samvaxta, er umsvifalaust gerÖ thorakoplastik. Um aÖ gera aÖ draga þaÖ ekki, segir hann, því aÖ þa'ð er aÖ eins aÖ spilla batahorfum sjúklingsins. Thorakoplastik á alls ekki a'ð vera neitt örþrifaráÖ, sem gripiÖ sé til þegar alt er komiÖ í óefni, heldur á einmitt a'Ö gera skurÖinn sem fyrst, þegar sé'Ö er a'ð ekki tekst a'ð stööva útbreiÖslu berklanna í lunganu meÖ venjulegu móti, og pneumothorax mistekst. í öðrum fyrirlestrinum, sem próf. Sudeck hélt fyrir okkur, sýndi hann frarn á, hve fljótt bein geta rýrnað stundum, einkum þegar þau eru að- gerðarlaus, eins og eftir lamanir á taugum o. fl. Vildi þó ekki kenna að- ger'ðaleysinu einu um það. Sýndi margar röntgenmyndir þessu til sönnunar. Á sumum þeirra var teikningin i beininu svo útþurkuö, að likast var berki- um, enda sagði Sudeck, að vel mætti villast á þvi, ef maður þekti ekki þessar rýrnunarbreytingar. I Hamborg skoðuðum við „Tropeninstitut", sem, eins og kunnugt er, er einhver allra fremsta stofnun heimsins i sinni röð. Próf. Múhlens sagði okkur frá ýmsum nýjustu framförum á sviði hitabeltissjúkdómanna, og sýndi okkur a'Ö þvi búnu ýmsa sjúklinga, me'ð malaria o. fl. Safni'Ö, sem þessi stofnun á, er eitthvert það langfallegasta sem eg hefi séð, allir hlutir sýndir svo lifandi að unun er að. Maður sér likneski af anopheles, i marg- faldri náttúrlegri stærð, stinga inn í skinnið, og fylgist siðan með öllum breytingunum, sem verða á protozounum, sem hann spýtir i mann, maður sér stórt likneski af distomum hæmatobium, þessum fyrirmyndar eigin- manni, sem aldrei getur skilið konuna við sig, heldur henni fastri i faðmi sinum svo lengi sem hann tórir. Það sem maður rekur fyrst augun i i saln- um er stórt spjald, sem á er letrað: „Die Hakenwúrmer rauben Millionen Blut und Lebenskraft." Það held eg að Rockefellermönnunum hki að sjá. Margt sáum við fleira merkilegt i Hamborg, sem of langt yrði upp aö telja. Þar var haldin stór móttökuveisla fyrir okkur i stúdentahúsinu. og töluðu þar fyrir okkur og íslandi rektor háskólans i Hamborg, próf. Sie- veking, próf. Múhlens og próf. Brauer. Eg svaraði svo fyrir okkar hönd og þakkaði fyrir okkur. Borgarstjórinn, Petersen. tók á móti okkur i ráð- húsinu, og þykir það sérstök náð, þegar svo rnikið er haft við aðkomumenn. Frá Þlamborg fórum við, eftir þriggja vikna dvöl, til Berlinar, og tók þar við okkur dekanus fyrir læknadeild háskólans, próf. v. Eicken. ViÖ stóðum þar stutt við, að eins rúma 2 daga, og gátum þvi ekki séð svo mjög mikið, enda þreyttir eftir öll lætin og randið i Hamborg. Bæði Bier og Stöckel voru forfallaðir, svo að við gátum ekki náð að hlusta á þá. en aftur á móti ná'ðum við í fyrirlestur hjá Sauerbruch, sem nýlega er kom- inn til Berlinar frá Múnchen. Hann talaði urn fract. radii typica, og ekki einungis talaði, heldur sýndi á sjálfum sjer aðferðina til að brjóta beinið, datt á gólfið. skrikaði um leið á hendinni, svo að ekkert vantaði á að sýn- ingin væri fullkomin, nema að hann handleggsbryti sjálfan sig. Sauerbruch, sem talinn er meðal allra fremstu skurðlækna nút'mans, er tæplega fimtug- ur að aldri, hár og beinvaxinn, fríðleiksmaður, kvikur og fjörlegur i öllu sem hann gerir og talar. Það er hann, sem sagt er um, að hann hafi einu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.