Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 39 ins vœri nokkurn vcginn fullnœgt, cf til vœru 140 rúm í sjúkrahúsum, C'ía sjúkrahúsdeildum, scm eingöngu vœru œtlað bcrklavcikum sjúklingum" (bls. 41)- Víst er um þaÖ, aS: Ef við hcfðum 170 rúm handa brjóstveiku fólki og 80 rúm lianda sjúk- lingum mcð aðra bcrkla, þá leystum við okkur betur af hólmi cn nokkur önnur þjóð. Á VífilsstöÖum ættu aÖ réttu lagi ekki að vera nema 120 sjúklingar, og í Kristnesi 50. ÞaÖ eru 170. En 80 sjúklingum ætti að vera auöveit aö koma fyrir í öðrum sjúkrahúsum, án þess að þeir hefðu samneyti viö aðra sjúklinga. Þá er talan komin. Gerum svo, aÖ ríkiÖ borgaÖi allan kostnað viÖ 250 rúm ■—■ það yrði rúmlega 450.000 kr. á ári, eða helmingi minna en nú gerist. ÞaÖ er alveg víst, að hér er nú í sjúkrahúsum mjög margt berklafólk, sem hefir fótavist, er vel rólfært og margt meira eða minna vinnufært og gæti hafst við á góðum heimilum, sér og öðrum að meinalausu. En ]>á yröi að visu margt af því öðrum til byrði, meira eða minna. En meðan þetta fólk er í sjúkrahúsi, ber ríkið alla byrÖina. Þetta er meinið. Af þessu staf- ar það, aÖ sjúkrahúsunum veitir svo afarerfitt að losna við berklafólk, sem ekki þarf þar að vera. Eg heimsótti í sumar sem leiö, eitt besta heilsuhæliÖ í Danmörku (Silke- borg). Þar eru 180 sjúklingar. Af þeim geta aÖ jafnaði um 40 eitthvað únnið (eru í afturbata), og það eru lög í Danmörku, — og ætti að vera hér, — að hœlissjúklingar eru skyldir að vinna í þágu hæUsins — kauplaust ■—■ þá virínu, scm lœknir telur þá fœra til og þeim holla. Þar er meðalvistar- t'mi 6 mánuðir, en á Vífilstöðum 12 mánuðir (af því sjúklingarnir fást ekki burtu). „Þeir verða að fara, þegar eg segi þeim,“ sagði yfirlæknirinn danski. „Hér eru engin vandræði í þeim efnum,“ sagði hann, „því valda meðal annars alþýðutryggingarnar." — 1) Ef sjúklingur fer vinnufær, en fær ekki vinnu, þá fær hann styrk úr vinnutryggingarsjóði (Arbejdslös- hedskasse), — 2) Ef hann gengur með langvarandi berkla og verður ör- yrki, þá fær hann laun úr öryrkjasjóði (Invalideforsikring), 800 kr. á ári, — 3) Ef hann er kominn á gamalsaldur, fær hann laun úr cllitryggingarsjóði. Eg veit og tel vel farið, að fram er komin á alþingi tillaga um skipun milhþinganefndar til að undirbúa lagasetningu um alþýðutryggingar hér á landi, sjúkratrygging, slysatrygging, öryrkjutrygging, ellitrygging, trygging gegn vinnuskorti. Danir greiða úr ríkissjóði 15 milj. kr. á ári til þessara trygginga þar i landi. Hér myndi sú bvrði á ríkissjóði nema um / milj. kr. á ári, og verða mestöll þau útgjöld talin með útgjöldum til heilbrigðis- mála. Þetta er vel fært, ef uut er að minka berklakostnaöinn um helming, eins og eg vék að áðan. í öllum löndum er rætt um þau vandkvæði, að sjúklingar, sem fá góðan bata í heilsuhælum, kcma margir bráðlega aftur, — hafa fengið afturkast, af ]iví að ])eir hafa orðið að leggja á sig of erfiða eða óhentuga vinnu, eða ]já af því, aÖ þeir hafa einga vinnu getað fengiö og liðið skort. Alþýðu- tryggingarnar bæta stórkostlega úr þessu meini. En annars er mikið rætt um og sumstaðar reynt að ráða bót á þessu — 1) með þvi að venja sjúk- lingana við vinnu í hælunum, áður en þeir fara þaðan, — 2) með ])ví að reisa bcrklalwerfi (Tuberkulosekoloni, — „village settlements and occupa-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.