Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 18
M LÆKNABLAÐIÐ b) / einbýlisstofum 25 m3 á sjÚkling. II. Fyrir aðra sjúklinga: a) / sambýlisstofum 15 ms á sjúkling. b) / einbýlisstofum 20 m3 á sjúkling. Þetta eru mjög lágar kröfur á við það, sem gerist í öðrum löndum, sbr. bréf mitt til próf. G. H. og svar hans. Eg hefi nú mælt allar 12 sjúkrastofurnar í berklaspitala Hjálpræðishers- ins í Hafnarfirði. Reyndust þær a'ð rúmmáli samtals 455 m3. Þar voru þá 33 sjúklingar. En 22. f. m. voru þar 40 sjúklingar! og þar af 29 með lungnaberkla og 7 með berkla annarsstaðar. Þetta nær engri átt. Eigi að nota þctta hús fyrir bcrldaspitala, þá má ckki hafa þar ncnia 23 sjúklinga í hœsta lagi. Það kom i ljós þegar eg var þar, að i stofu, sem var 25 m3, lágu 3 sjúklingar. Koma þá 8,33 m3 á sjúkling. Slíkt er öldungis ófært. Þá hefi eg til reynslu látið mæla sjúkrastofurnar í Akureyrarspítala, 14 að tölu. Þær eru samtals 730 m3. En þar voru 22. f. m. 53 sjúklingar, þar áf 6 með lungnaberkla og 33 með aðra berkla. Þar komu t. d. i einni stofu með 4 rúmum ekki nema 7,25 m3 (sic) á rúm, og í annari stofu með 4 rúmum ekki nema 9,5 m3 á sjúkling. Þetta er óhafandi. í þessu sjúkrahúsi ætti ekki að hafa yfir 40 sjúklinga. Sumstaðar í öðrum löndum er það siður, að letra yfir dyrum hverrar sjúkrastofu rúmmál stofunnar og lcyfilcgan sjúklingafjölda. Tillaga mín verður þá sú, að öll sjúkrahús landsins séu mæld upp og ákveðið hversu mikið loftrúm skuli koma á sjúkling, á þann hátt, sem eg fyr sagði í þessu bréfi. Aðgreining berklasjúklinga frá öðrum sjúklingum er sérstakt, alvarlegt úmhugsunarefni, sem eg hefi minst á í fyrnefndri hugvekju minni, og mun síðar víkja nánar að. Beiðist þess að fá bréf próf. G. Hannessonar aftur. G. Björnson. Til dómsmálaráðuneytisins, Reykjavík. Frá Þýzkalandsíör læknastúdentanna. Eftir docent Níels P. Dungal. „Wenn jemand eine Reise tut, dann kann er was erzáhlen," segir Þjóð- verjinn. Hérna í Lbl. vildi eg aðeins drepa á einstöku atriði úr ferð okk- ar, sem sérstaklega snerta læknisfræðina. Nóg var að sjá og heyra, svo að við vorum í vandræðum með að komast yfir að skoða alt, sem okkur var boðið. Við komum til Hamborgar 4. jan. og var okkur vel fagnaö af próf. Brau- er, dr. Dannmeyer, Magnúsi kollega Péturssyni og frú o. fl., sem mættu á járnbrautarstöðinni til' að taka á móti okkur. \rið fórum strax upp á Eppen- dorf-spítalann, þar sem við áttum að búa, nema eg-, sem bjó hjá Brauer.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.