Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 20
5ö LÆKNABLAÐIÐ I Hamborg er yfirstjórn heilbrigÖismálanna samankomin í 'stórri bygg- ingu (Gesundheitsamt) í miÖjum bænum. Þar ræÖur president Pfeiffei ríkjum, bústinn karl og nokkuð byrstur að sjá, en allra elskulegasti maÖur i reynd. Ilann lét halda fyrir okkur sérstaka fyrirlestra um ýmislegt úr heilbrigðisstarfsemi Hamborgar. Barátta þeirra við berklaveikina snýst aðal- lega urn það, að finna smitberana og einangra þá. Þeir hafa hjúkrunarkon- ur til að ganga í húsin og grenslast eftir aðbúnaði fátæklinganna, og einnig til að leita uppi þá, sem koma til mála að breiði út frá sér veikina. Læknar bæjarins tilkynna „Gesundheitsamt“ ef þeir sjá smithættu á einhverju heim- ili, og ennfremur fylgist berklavarnardeildin með öllum dauðsföllum af vöíd- um berklaveiki, og lætur tilkynna sér þegar berklaveikum sjúklingum er slept heim af spítala eða hæli. Svo er gert alt, sem unt er, til að for'ða þeirn sem sýkingarhættan vofir yfir, frá smitun, og ef það er ekki unt, þá er haft eftirlit með fólkinu, einkum þó börnunum, til að geta tekið strax þá, sem kunna að sýkjast. Berklavarnadeildin stendur í nánu sambandi við „Wohlfahrtsamt“, sem er hjálparstöð fyrir fátæklinga. Þar geta hjúkrun- arkonurnar pantað fæði, klæði, sængurföt o. s. frv. handa þeim, sem illa eru staddir. Kostnaðurinn viö berklavarnirnar er að mestu. leyti greiddur af 'ríkinu, en að nokkuru leyti einnig af tryggingarstofnunum, og sjúkra- samlögin greiða 0.05 mark fyrir livern samlagsmeðlim á ári. Eftirtektar- vert er það, að berklavarnadeildin tekur ekki að sér meðferð sjúklinganna, lætur bæjarlæknana um það. Hún vill ekki gera neina tilraun til að keppa við læknana, álítur málinu best borgið með því að hafa góða samvinnu við þá. Sama gildir um deildina sem annast kynsjúkdómana. Sjúklingarnir gefa sig fram í „Gesundheitsamt" og fá þar skoriS úr því, hvort þeir séu veikir eða ekki, en síðan er þeim vísað til einhvers af læknum bæjarins til með- ferðar. I Hamborg skoðuðum við meðal annars húð- og kynsjúkdómadeildina á St. Georgsspítalanum. Dr. Karrenberg fylgdi okkur þar, sýndi okkur mikið af sjúklingum og safnið, sem er stærsta safn í sinni grein í Þýskalandi og þótt víðar sé leitað. Þar er mótmynd (moulage) með eðlilegum litum af öllum þeim húðsjúkdómum, sem menn þekkja, og meira aS segja ekki þekkja, því að allir mögulegir sjaldgæfir sjúkdómar, sem enginn maður Jiekkir, eru mótaðir fyrir safnið og geymdir þar til samanburðar seinna meir. Á St. Georgsspitala er, eins og reyndar viðar t Þýskalandi. farið að gera töluvert að því, að sýkja syfilissjúklinga með malaria. Ekki ein- ungis þá, sem hafa tabes og paralysis, heldur einnig þá, sem hafa sjúkdóm- inn á 3. stigi, og ekki tekst að lækna með venjulegu móti, svo að serum verður ncgativt. Jafnvel sjúklinga sem hafa veikina á 2. stigi láta þeir stundum sæta sönm meðferð. En strangur er sá kúr, og illa eru margir haldnir og aumir eftir aö hafa fengið 10 hitaköst með 2—3 daga millibili áður en þeir fá nokkurt chinin. Með illu skal ilt út reka. Flestir, sem eg talaði við um þessa lækningaaðferð, virtust hafa góða trú á henni, en ekki er þó enn útséð um, hvort hún stenst hreinsunareld reynslunnar. Einföld var meðferð þeirra á lekanda hjá kvenfólki. Sjúklingurinn lát- inn liggja meðan nokkrir lekandasýklar finnast, ekki átt neitt við portio, að eins látinn antise])tiskur lagður upp i vagina til að hindra sýklana í að komast upp í uterus. Allar penslingar í colluin töldum þeir þýðingarlausar, jafnvel til ills eins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.