Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
35
inn hafa vaxið, liklega stórum vaxið. Hann hefir staðið í stað. Því hafa
varnirnar valdið. Og eg er þess íullviss, að áður langt líður fer berkla-
dauðinn að þverra hér eins og annarsstaðar — ef við höldum vörnunum
áfram. Þeir mjög svo fáu menn, sem gera lítið úr berklavörnunum, færa
það til síns máls, að berkladauðinn var víða tekinn að þverra áður en berkla-
varnir nútímans hófust. Þetta er satt. En hvenær var það og af hverju
kom það? Það var eftir 1882. Árið 1882 fann Robcrt Koch berklasýkilinn.
Þá fyrst varð öllum heimi ljós smithættan. Og læknar tóku strax að haga
ráðum sínum eftir því. Þess vegna tók berklaveikin víða að þverra undir
lok 19. aldar.*
Eg spurði yfirlækninn yfir berklaveikinni i Noregi, Dr. Heitmann, aö
þvi í sumar: „Hvers vegna er berklaveikin svona útbreidd (til muna meiri
en hér) og erfið viðfangs í norðanverðum Noregi?“ — „Það er af því,“
sagði hann, ,,að þar er veikin ung, hefir verið að breiðast út með vaxandi
samgöngum." — Sama sagan og hér á landi.
Hér fer á eftir skrá yfir berkladauða í nokkrum löndum:
Berkladauði.
Austurríki (1922) ..................... 2,30 %0
Noregur (1921—25) ..................... 2,00 —
ísland (1921—25) ...................... 1,90 —
Svíþjóð (1922) ........................ 1,50 —
írland (1922) ......................... 1,46 —
England (1922) ........................ 1,10 —
Danmörk (1922) ........................ 0,95 —
New Zealand (1923) .................... 0,62 —
Berkladauðinn er álíka mikill hér á landi nú og hann var í Englandi og
Danmörku fyrir 20—25 árum.
Þaö er bein afleiðing af berklalögunum (lögum nr. 43— 1921), að öll
almenn sjúkrahús landsins hafa fylst æ meir og meir af berklasjúklingum,
einkum nú á síðari árum. Eg sá að hér var komið í óefni, miklu fleiri
lærklasjúklingar komnir í sjúkrahús — hlutfallslega — hér á landi en í
nokkru öðru landi, ýms af sjúkrahúsunum óhæfilega yfirfylt, aðgreining
berklasjúklinga frá öðrum sjúklingum víðast mjög ófullnægjandi, viða
mjög erfitt að koma öðrum sjúklingum að vegna þessa mikla aðstreymis
af berklasjúklingum, kostnaðurinn íyrir ríkissjóðinn líka oft óbærilega hár
af því að fyrirkomulagið á rekstri héraðssjúkrahúsanna er yfirleitt bæöi
óhentugt og óbærilegt fyrir alþýðu manna.
Þess vegna tókst eg íerð á hendur í sumar sem leið til Danmerkur, Sví-
])jóðar og Noregs i þeim erindum að kynna mér sjúkrahúsmál í þessum
löndum og þar á meðal meðferðina á berklasjúklingum.
Hér geri eg berklaveikina eina að umræðuefni.
Berklaveikin er næmur sjúkdómur.
* Hún var tekin að þverra í Englandi fyrir þann tíma, af því aÖ Englendingar
höfðu löngu á undan öðrum reist sérstaka berklaspítala.