Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
5i
ViÖ arthritis gonorrhoica leggja þeir áherslu á aí5 hreyfa li'Öinn daglega,
til þess að hann stirÖni ekki, alveg frá því fyrsta, að liðbólgan gerir vart
við sig. Það er auðvitað kvalafult fyrst, en þolist þó furðanlega. Með
þessu móti er hægt að tryggja sér að sjúkl. fái ekki ankylosis.
Þessi deild á mikið sveppasafn, fleiri hundruð tegundir og afbrigði, sem
valdið geta hörundskvillum. „Allir þessir sveppar,“ sagði próf. Ritter, sem
sýndi okkur það, „geta valdið samskonar breytingum í hörundinu, svo að
ómögulegt er að þekkja sjúkdóminn með vissu fyr en smásjárrannsókn og
ræktun hefir farið fram.“
Samskonar stofnun, en í stærri stíl, er líka til á Eppendorfspítalanum.
Hún fæst eingöngu við sveppavísindi, og er ein af hinum litlu, en þó ágætu
vísindastoínunum, sem Eppendorfspítalinn hefir komið sér upp á síðustu
árum. Þessar stofnanir eru alveg sjálfstæðar, og þurfa ekkert að gera ann-
að en fást við sín eigin vísindi. Þannig er ein sem fæst eingöngu við lierkla-
rannsóknir, önnur sem fæst eingöngu við krabbameinsrannsóknir, ein við
ljósrannsóknir (Dannmeyer), ein við kolloidbiologi. Ágætlega leist mér á
dr. Kirchner, sem stjórnar berklastöðinni, Hann var að gera tilraunir með
berklastofn Calmette’s, dæla honuih iiin i kanínur o. s. frv. Þessar tilraunir
sýndu greinilega, að sýkillinn er virulent, og var auðheyrt á dr. Kirclmer, að
hann hafði ekki mikla trú á bólusetningu Calmette’s við berklaveikinni,
jafnvel dálítið hræddur við hana. Sama heyrði eg á fleirum, sem voru að
gera tilraunir á öðrum spítölum um þessi sömu efni. 1 nýútkominni árs-
skýrslu ensku heilbrigðisstjórnarinnar (fyrir 1927), kemur lika fram greini-
legur efi um. að rétt sé farið með tölurnar hjá Calmette. Hann viðurkenn-
ir, að 1,8% af vaccineruðum börnum hafi dáið af berklum, en segir 96
af 1317 hafi dáið af öðrum orsökum, meðfæddum veikleika, influensu-
bronchitis, enteritis o. s. frv. En hvaða sönnun er fyrir því, að börnin hafi
ekki verið berklaveik, úr því að engin krufning var gerð? Því miður er
hætt við að þessi aðferð uppfylli ekki þær vonir, sem menn hafa gert sér
um haná. Þó skyldi maður engu spá fyr en frekari reynsla er fengin.
Á Eppendorfspítálanum var, eins og gefur að skilja, margt að sjá ög
læra. Svo mikið, að við komumst ekki yfir' nemá lítið lirot af því setn
við hefðum þurft aö sjá, ef t'mi hefði verið og næði til þess. En tíminn
fór í svo margt annað en læknisfræðina, því að alt átti að sýna okkur, sem
markverðast var i borginni, og það var hreint ekki svo fátt, svo að ekki
varð nema tiltölulega litill tími eftir handa okkur á spítalanum. Við héldum
okkur þar sérstaklega að húð- og kynsjúkdómadeildinni, sem próf. Mulzer
veitir forstöðu. Þá sjúkdóma, einkum kynsjúkdómana, gefst stúdentunum
nefnilega litið tækifæri til að sjá hér heima. í einum fyrirlestri sáu stúdent-
arnir fleiri syfilissjúklinga heldur en þeir fá að sjá á öllum námsárunum hér.
Eitt af ])ví merkilegasta sem við sáum á Eppendorf voru sjúklingarnir,
sem Brauer hafði gert á thorakoplastik vegna lungnaberkla. Því skyldi eng-
inn trúa, hve lítið ber á sjúklingunum eftir aðgerðina. Meðan sjúklingarnir
vorú í fötunum var ekki hægt að sjá nein missm'ði á þeim, og jafnvel eftir
að ])eir vöru farnir úr, þurfti töluverða aðgætni til að geta séð hvoru megin
aðgerðin væri, ef maður sá sjúkl. að eins framan frá. Eg hefi aldrei séð
thorakoplastik svipað ])ví eins vel gerða. Brauer gerir sjálfur þessa skurði,
og það af þeirri góðu og gildu ástæðu, að hann mátti til, ])egar hann fyrst
fór að reyna þessa aðferð, því að skurðlæknarnir vildu ekki gera skurð-