Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
53
sinni tekiÖ 3 stúdenta upp í bílinn með sér, þegar hann var kallaÖur úr
miðju prófi til konu í barnsnauð langa leið frá Múnchen, prófaði þá á
leiðinni í bílnum og kastaði þeim út jafnóðum og þeir „dumpuðu“, svo að
eins einn, sem stóöst, fékk að fylgjast með honum alla leið.
Frá Berlín fórum við til Halle, skoðuðum þar hinar stórkostlegu verk-
smiðjur „Leuna-Werke“, sem vinna köfnunarefni úr loftinu. Dagurinn fór
í það, og svo var haldið áfram til Jena; þar var okkur ágætlega tekið af
dr. Gmelin, sem ýmsir kannast við héðan að heiman, og hafði hann og fé-
lagar hans séð okkur fyrir verustöðum hjá ýmsu góðu fólki í borginni.
Um kvöldið sat eg og Karl Jónasson hjá próf. Maurer (anatomi), og skröf-
uðum við karl og konu hans. Þau uröu hissa þegar eg mintist á söguna af
gamla Múller, (sem var patholog í Jena fyrir ca. 50 árum), sem átti að
hafa sagt einu sinni í stúdentadrykkju, þegar slaufan hans datt ofan í púns-
kerið: „Heute fielst du mir ins Kadaver, und jetzt fállst du mir in die
Punschbowle." Karlinn hafði sem sé þann sið, að fara út um allar trissur
til að ná í lík til að kryíja, og kom svo heim með nýru, milta o. s. frv. i
vösunum. Þeim þótti merkilegt, að þessi saga skyldi vera komin til Islands.
í Jena skoðuðum við meðal annars húðsjúkdómadeildina, sem próf. Spiet-
hoff stjórnar. Hann hefir undanfarin ár gert margvíslegar tilraunir með
svokallaöa Bucky-geisla, sérstaka geislategund, sem er mitt á milli Röntgen-
geisla og útfjólublárra geisla, þó nær og líkari Röntgengeislum. Hann lætur
mjög vel yfir þeim, segist alveg vera hættur að nota Röntgengeisla síðan
hann fór að nota Bucky-geislana, sem eru hættulausir, og að hans sögn koma
betur að gagni en Röntgengeislarnir við ýmsa húðsjúkdóma.
Frá Jena fórum við til Núrnberg, þar sem Geheimerat Joh. Múller tók
okkur ágætlega. Sýndi hann okkur meðal annars marga merkilega sjúklinga
á spitala sínum. Hann er aldavinur Brauers, einstaklega elskulegur, aðlað-
andi maður, sem sýnilegt er að öllum þykir vænt um.
Þaðan lá leiðin til Wiesbaden, þar sem okkur var prýðilega tekið af
ágætum mönnum. Forstjóri baðanna, Kurverwaltungsdirektor, Hofrat
Rauch, stóð fyrir móttökunum, ásamt yfirlækni spítalans, dr. Géronne,
Verkehrsdirektor Wenneling o. fl. Þar vorum við í ágætu yfirlæti einn dag
um kyrt, um kvöldið boðnir í leikhús og síðan í kvöldverð, mjög skemtileg-
an í Kurhaus, aðalskemtihúsi bæjarins, sem er undir stjórn Hofrat Rauch’s.
Kaiser Friedrich's Bad er það skrautlegasta baðhús sem eg hefi séð um
dagana. Sýnilega hefir þar ekkert verið til sparað, enda er það reist rétt
f}TÍr ófriðinn. Rínarvínin í Wiesbaden þóttu góð og runnu ljúflega niður
um kvöldið, þegar allur hópurinn sat aö snæðingi í Kurhaus. Hofrat Rauch
sagðist hafa fengið sérstaka skipun frá bænum um að veita okkur vel af
vínunum þeirra, og hann sveikst ekki um það, enda þurfti ekki mikla eftir-
gangsmuni um svo góðan drykk.
í s'ðustu bæjunum sem við heimsóttum, Wiesbaden, Dússeldorf og Dort-
mund, var slegið slöku við læknisfræðina, en aðallega skoðaðir bæirnir sjálf-
ir. En á öllum þessum stöðum voru móttökurnar hinar ágætustu. Svo var
haldið beina leið frá Dortmund til Hamborgar og þaöan til Kaupmanna-
hafnar, þar sem „Esja“ tók við hópnum og skilaði honum heim. Ekki þó tafar-
laust, heldur fyrst eftir langa hrakninga í Eyrarsundsísnum, sem við vor-
um 4 daga að komast í gegnum.
Aldrei hefði þessi för verið farin, ef við hefðum ekki átt tvo ágæta vini