Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 4
34 LÆKNABLAÐIÐ Það er auÖfundiÖ, að kaupstaðir, ömt og hreppar í Danmörku, leggja hlutfallslega miklu meira af mörkum til heilbrigðismála en kaupstaðir, sýsl- ur og hreppar hér á landi. Útgjöld til heilbrigðismála, reiknuð á mann (þ. e. öll útgjöld úr opinber- um sjóðum) verða því til muna hærri þar en hér. Þarf ekki annað en l'ta á útgjöld til sjúkrahúsa þar og hér. Mér var sagt i sumar, að útgjöldin til sjúkrahúsa úr opinberum sjóðum í Danmörku (rikissjóði, bæjasjóðum, amt- sjóðum) næmu fullum 42 milj. kr. á ári. Þar af úr bæja- og amtsjóðum um 30 miljónir á ári, sem líklega er heldur lágt reiknað, því að eg hefi í höndum skýr gögn, sem sanna, að Kaupmannahafnarbær einn eyddi reikn- ingsárið 1926—27 (1. apr. '26 til 31. mars '27) 14,125,000 kr. til sjúkra- húsa sinna, eða sem svarar 24 kr. á hvern bæjarbúa. Til samanburðar get eg þess, að héruðin hér á landi, sem eiga sjúkrahús, lögðu til þeirra árið 1927 einar 73,000 kr. Eg tek það fram, að nefskatturinn, sem lagður var á þjóðina með lögum nr. 42 — 1927, er í mínum augum á við hverja aðra tekjugrein ríkissjóðs. Ef við litum á það eitt, hve miklu er varið á ári af opinberu fé (úr ríkissjóði og héraðasjóðum), til sjúkrahúsa, þá kemur í ljós, að nú sem stendur nema þau útgjöld hér á landi um 10 kr. 50 aur. á mann, en í Dan- mörku um 12 kr. 20 aur. á mann. En munurinn er sá, að í Danmörku cr ckki ncma rúmur % af spítalafénn tckinn úr rikissjóði, cn hér á landi eru þvi nœr öll spítalaútgjöldin tckin nr ríkissjóði, Þessti valda bcrklalögin frá 1921. Sumir halda því fram, að berklaveikin sé að ágerast hér á landi. Þeir færa það til, að framtal lækna árlega á nýjum sjúklingum hefir aukist. Þeir gá ekki að hinu, að þekking lækna á veikinni og aðgæsla þeirra hefir stór- um aukist síðan Vifilsstaðahælið tók til starfa. Þcss vcgna er framtalið hærra á síðari árum, en áður gerðist. Eg hefi átt tal um þetta mál við helstu berkla- varnamenn i Danmörku (Dr. Pcrmin i Khöfn), Sviþjóð (Dr. Gustav Nc- ander í Stokkhólmi) og Noregi (Dr. Hcitmann í Osló). Þeim ber öllum saman um, að sjúklingaframtal lækna verði ávalt óábyggilegt, það eina sem eftir verði farið sé dánartalan, hve margir dcyja árlega úr berklaveiki. Sundurliðaðar dánarskýrslur ná ekki hér á landi lengra aftur en til 1911 (sbr. lög nr. 30 — 1911). Við vitum alls ekki hversu margir dóu árlega úr berklum fyrir þann tíma. En þetta vitum við: Um síðustu aldamót hófust margar aðrar þjóðir handa, tóku að koma upp sérstökum sjúkrahúsum fyrir hrjóstveikt fólk og reisa ýmsar aðrar skorður við veikinni. Síðan hefir berkladauðinn stórum þverrað í þeim löndum. 1900—1904 dóu t. d. í dönskum bæjum 2,02 af 1000 á ári úr berkl- um, en 1922 ekki nema i,Oi%0. í Englandi var dánartalan um aldamótin um 1,9%c (likt og hér nú) en 1922 i,i%0. Hér á landi má heita að berkladauðinn hafi staðið í stað s:ðan 1911, að byrjað var að telja dauðsföllin. Dánartalan var 1911—1915 1,7 %0, 1916—■ 1920 1,9 %0, T921—1925 líka 1,9, 1926—1927 1,88 %0. Hvers vegna er veik- in ekki tekin að þverra hér eins og í öðrum löndum? Eg lít þannig á: Framundir síðustu aldamót munu mjög mörg héruð landsins hafa verið að mestu eöa öllu leyti laus við berkla — veikin tiltölulega „ung“ í land- inu. Vaxandi samgöngur hafa greitt veikinni götu inn í allar sveitir lands- ins á þessari öld. Ef engum vörnum hefði' verið beitt, myndi berkladauð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.