Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.03.1929, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 49 Eg hafÖi gáman af aÖ kynnast þeim fræga Brauer, bæÖi gaman og gagn. Hann er á hæð viÖ Hafnarfjarðarlæknana, en mitt á milli þeirra að gild- leika. beinvaxinn, andlitið fritt, en þó nokkuð stórskorið, svipmikiÖ, og skin hvorttveggja í senn, kraftur og göfgi undan miklum, silfurgráum brúnum. Hann mæðist fljótt, því að annað lungað er eyðilagt af berklum og pneumo- thorax, svo að hann blæs eins og hvalur, þegar hann kemur heim af spítal- anum. Þar verður hann að ganga, en annars hreyfir hann sig ekki nema í bíl sínum. Kona hans er einstaklega geðug, lifir alveg fyrir hann, skrifar upp alt, sem hann á aÖ gera, er aimanak, úr og vekjaraklukka fyrir hann, auk þess sem hún er ágæt húsmóðir. Þau eiga 5 börn, 3 syni og 2 dætur, öll uppkomin. Aðeins einn af sonunum var heima, August, sem var nýkom- inn frá Kina, þar sem hann hafði starfað sem kaupsýslumaður um nokkur ár, en varð að ílýja undan stjórnarbyltingunni. Hann er kátur og fjörug- ur og hafði eg mikið gaman af að vera með honum, enda vorum við oft saman. Eppendorf-spítalinn er einn heljarstór trjágarður, þar sem lágum bygg- ingum er stráð hér og hvar innan um trén, svo að spitalans gætir minna en garðsins, einkum á sumardaginn, þegar trén eru laufguð. Spitalahúsin eru alls 76 að tölu, og í þeim eru alls 2817 rúm fyrir sjúklinga. Venjuleg sjúklingatala spitalans er í kring um 2000. Allur kostnaður- við spitalann var árið 1927 nálægt 8ý4 milj. mk., eða rúm 11 mk. á dag á hvern sjúk- ling. Fyrir mat handa sjúklingum og starfsmönnum greiðir spitalinn rúml. 1 milj. mörk á ári, enda þarf daglega að fæða rúml. 2500 manns. Elda- menskan á Eppendorf þykir mikil fyrirmynd, og virðist ekki sannast þar að „mange Kokke fordærver Maden“, þvi að þar vinna alls ca. 100 manns í aðaleklhúsunum. Spítalinn er eign Hamborgarríkisins, en síðan háskólinn var stofnaður í Hamborg 1919, var hann gerður að háskólaspitala, þó þann- ig, aÖ háskólinn er gestur á spítalanum, en hefir ekkert með stjórn hans að gera. Ýmsir af frægustu læknum Þýskalands starfa við þennan spitala, eins og mögum hérna mun kunnugt. Brauer, Nonne, Fahr, augnlæknirinn Behr, Muher (húðsjúkd.), Sudeck og Schottmúller eru þektir um allan heiin, hver á sinu sviði. Gamli Kúmmel er nú látinn af starfi, og próf. Roedelius tek- inn við af honum. Gaman var að sjá þessa karla og heyra til þeirra. Stú- dentarnir höfðu frjálsan aðgang að öllum fyrirlestrunum hjá hverjum sem þeir vildu, og sumir prófessoranna héldu sérstaka fyrirlestra fyrir okkur. Framúrskarandi voru tveir fyrirlestrar sem próf. Nonne flutti fyrir okkur, annar um tabes, hinn um dementía paralytica. Hér skorti ekki sjúklingana. Á einum klukkutíma sáum við marga tabes-sjúklinga á ýmsum stigum, og ekki var síður lærdómsríkt að sjá Nonne prófa paralyse-sjúklingana; sumir voru svo sljóir, að þeir gátu ekki sagt eitt orð af viti, muldruðu aðeins ein- hvern óskiljanlegan þvætting, starandi, aulalegir, eins og þeir væri nýdottnir ofan úr tunglinu, aðrir voru ekki áberandi vitskertir að sjá, töluðu og svör- uðu eins og óvitlausir menn, en þegar Nonne fór að láta þá reikna í hug- anum og hafa eftir sér 4—5 orð, sem hann nefndi öll í runu, þá sló út í fyrir þeim; gátu aldrei rnunað þau öll. Nonne er orðinn nokkuð gamall, um sjötugt. en heldur sér ágætlega, er kátur og fjörugur, ríður út á hverjum morgni kl. 6 og er heldur ekki banginn við að fá sér snúning, ef svo ber undir. Á læknadansleik, sem við vorum á í Hamborg, dansaði Nonne með forsi miklum fram eftir allri nótt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.