Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 3
liEIIIHIILIIIO 15. árg. Reykjavík, maí—júní 1929. 5.—6. blað. Nýjungar í berklalækningum. Eftir próf. Sig. Magnússon, Vífilsstöðum. Erindi flutt í Læknafél. Rvíkur 13. maí 1929. I. Prótevs, hinn aldni sjávarguð, gat hreytt sér í allskonar myndir og hafði að vísu spádómsgáfu, en forðaðist að fræða dauðlega menn, því að hann leit svo á, aö það yrði þeim til litils raunaléttis. ÞaS var a'ð eins Menelaos, inaðurinn henniar Helenu, sem gat fengið hann tii að spá fyrir sér, en þau rök lágu til þess, a'ö hann haifSi lítilsháttar kynst dóttur Prótevs, því Helena hafSi öSrum hnöppum aS hneppa um þaS leyti. En þessi sjávar- dís kendi honum lagiS á karli föSur sinum. Hann skyldi læSast aS hon- um og halda fast utan um hann og kæra sig kcllóttan þó aS hann breytti sér í allskonar höfuSskepnur. Hann skyldi hara halda fast, vitandi aS all- ar þessar myndir væru sama persónan. Berklaveikin hefir slíkt Prótevseöli. ÞaS sem sérstaklega einkennir þann sjúkdóm, eru hinar mörgu, ólíku og sundurlausu myndir, sem örSugt er aS samræma og spá um. Fyrir nokkrum árum var svo aS sjá, aS menn væru komnir aö tiltölu- lega fastri niSurstöSu, smitun á barnsaldri, oftast langur latens-timi, byrj- un i apices, og þaðan smám saman apico-caudal útbreiðsla, og menn skiftu lungnaberklunum, samkyæmt kenningu T u r b a n s, í 3 stig; en menn fundu aS sjálf útbreiSslan var ekki nægilegur mælikvarSi á tegund veik- innar og horfur. A scho f f, N i c o 1 o. fl. komu fram meö hina svo- kölluSu d u a 1 i t e t s k emn, i ngu — aS tilfellin væru annaöhvort aöal- lega p r o d u k t i v eða aðallega e x s u d a t i v, og væri hin síðari teg- undin bráðari. Þeir möttu þessa kvalitetsdiagnosis rneir en kvantitets- diagnosis Turban.s. R a n k e kom fram meS nýtt kenningarkerfi 1916. Hann gerSi þaS sama sem Menelaos. Hann ríghélt utani um einingu sjúkdómsins og taldi sig sjá eSlisbundiö lögmál í öllum himirn sundurlausu myndum hans, og lagSi aSaláhersluna á mismunandi en reglubundiS 'ertingarsvar líkamans gagnvart virus. Þetta kerfi Rankes hefir haft mikil og frjóvgandi áhrif á rannsóknir síSustu ára, þó ýniislegt megi vefengja. Hinn afskamtaði timi leyfir mér aS eins aö drepa lauslega á allra helstu atriSin, og þau era þessi: Berklaveikin greinist, eins og syfilis, í 3 stig, primer, sekunder og tertierstig, sem vitanlega eru alt amiaS en stig Turbans. Hvert þessara stiga hefir sérstaka allergi (þ. e. breytt ertingarsvar). Sklerotiserandi allergi — 1. stig, exsudativ allergi = 2. stig og immunitets-allergi = 3. stig.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.