Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 65 í 7. mánuÖi meSgöngutímans, stundum fyr, og geta abortera'Ö hvaÖ eftir annaÖ, þegar þær einu sinni eru sýktar. Sýkillinn finst í vaginalslíminu, í mjólk kýrinnar og í fósturvatninu. Kýrnar sýkjast oft af bolum, sem bera sjúkdóminn á milli, og þaÖ má eiginlega kalla veikina e. k. kynsjúkdóm hjá nautgripunum. Því aÖ bolarnir geta fengiÖ svæsna, nekrotiserandi bólgu i eistun. Kýrin fær endometritis, sem grípur urn sig og verÖur svo mik- il, aö fóstriÖ sýkist og deyr og legið tærnist. Fylgjan situr oft eftir, svo að hana verður að- losa með höndunum. Þá er einlægt hætt við, að sá sem það gerir, geti sýkst. Sýkillinn er örlítill stafur, svo stuttur, að hann tekur sig út eins og litill coccus. Hann litast ekki með Grarn, er óhreyfanlegur, gerjar ekki sykur- tegundir. Vex illa í fljótandi rnedia, en sæmilega á glucose-agar, anaerobt eöa einkum í kolsýruríku lofti. Hann er mótstöðulítill gegn hita, drepst af 65 stiga hita á 5 mín. Mikið hefir veriÖ deilt um skyldleikann milli l)ac. abortus og bac. meli- tensis (Bruce), sem veldur maltasótt, eða febris undnlans, eins og nú er farið að kalla sjúkdóminn eftir ósk Maltabúanna, sem vilja ekki láta kenna sjúkdóminn viö eyjuna sína, svo að menn fælist ekki frá henni. Þessi sjúkdómur, sem áður fyr gerði mikinn usla i herliði Englendinga í Mið- jarðarhafinu, er langvinn hitasótt, sem getur batnað í bili, en tekur sig upp hvað eftir annað, svo að sjúkd. getur staðið mánuðum saman, iðulega 5—8 mánuði. Bruce fann að 10c/o af geitunum í Miðjaröarhafslöndunum eru smitaðar af bac. melitensis, og að sýkillinn finst í mjólk þeirra. Þeg- ar bannað var að drekka ósoðna geitamjólk og neyta matar, sem búinn var til úr henni, lækkaði sjúkratalan undir eins um 80%. Alice Evans hefir fyrst bent á það (1918), hve mikil líking er milli bac. melitensis og bac. abortus. Ekki einungis í útliti, litun o. s. frv., held- ur lika biologiskt. Hvorttveggja sýkillinn er jafn næmur fyrir sera, sem framleidd eru á móti bac. Bang, en Maltaserum agglutinerar bac. meli- tensis sterkara en bac. abortus. Vöxturinn er eins hjá báðum og gróður- inn eins að útliti. Ef þetta er ekki hvorttveggja sami sýkillinn, þá er það víst, að þeir standa hvor öðrum nærri, nær en t. d. tyfus og paratyfus. Þó að sýklarnir sé svona líkir, eða jafnvel alt sami sýkillinn, þá er þó mikill munur á hve mönnum er miklu hættara við sýkingu af geitum og geitamjólk sem menguð er af bac. melitensis, lieldur en af kúm og kúa- mjólk. Vafalaust er sýkil-linn hjá kúnum ekki nærri eins pathogen fyrir menn eins og þegar hann kemur frá geitunum. Annars hagar sjúkdómur- inn sér eins, svo að kliniskt tekur abortus-sýking sig út eins og maltasótt, a. m. k. er þar enginn verulegur múnur á. Eg hefi að eins getað íundið eitt tilfelli þar sem hægt var sjá hve lang- ur meðgöngutíminn er. Það var dýralæknir, sem sýktist 3 vikurn eftir að hann hafði tekið fjdgju hjá kú. Annars vita menn ekki með vissu hve meðgöngutíminn er langur. Sjúkd. getur byrjað alt í einu með köldu og skjálfta, oftar þó með lágum hita, sem smám saman fer hækkandi, og heldur sér siöan nokkuð hár í 2—3 vikur eða lengur, lækkar svo oft lytiskt og getur orðið normal, en tekur sig svo venjulega upp aftur og stendur í nokkrar vikur, lækkar svo, og þannig gengur það iðulega, að sjúkl. fær hverja hitabylgjuna af annari. Einkennilegt við hitann er ennfremur það,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.