Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 26
8o LÆICNABLAÐIÐ nefndarinnar. Frétt hefi eg, a'Ö samþykt hafi veriö, aÖ taka alt land undan tilvonandi læknissetri, nema einhvern túnskika. \rar víst Grímur Laxdal einn á móti þessu, enda er hann ekki HöfÖhverfingur að ætt; aðeins búinn að vera eitt ár í Nesi. En eitt er víst, aÖ meiri hluti héraðsbúa er algerlega á nióti þessu. Nú gæti margur hakliÖ, að meðferÖ mín á jörðinni væri svo, að ástæÖa væri til að taka þetta undan. Eg vil halda hinu gagnstæða fram. Á þessu tæpa ári, sem eg hefi verið hér, er eg búinn að koma upp 1500 metra langri, vandaðri vírnetsgirðingu, kring um tún og land. Eg hefi plægt rúma dagsláttu í túnjaðrinum, sem verður herfuð í vor. Eg hefi bygt upp fjós, bæjargöng og gamla stofu, sem notuð er til geymslu. Eg hafði hugsað mér, að fullrækta að minsta kosti 5 dagsl. nýrækt, til þess að geta tekið þeim mun stærri spildur af túninu til sléttunar. Því eins og er, má ekki missast mikið úr túninu í einu. Þetta get eg ekki, ef landið verður tekið. Nú hefi eg 2 hesta, 2 kýr og 27 fjár. Meining min var að hafa mátulega margar skepnur handa einum manni til að hirða. Því hvort sem skepnur eru fáar eða margar, getur læknir aldrei komist af án þess að hafa mann. Þegar sjúkraskýli verður reist, þarf búið að vera stærra. Þá þarf að leggja því til mjólk og fæði. Ocldvitinn og hans fylgismenn segja: Okkur er alveg sama, hvort bú- skapur læknisins borgar sig eða ekki, bara ef við getum krækt í þennan ákveðna landskika handa þessum ákveðna manni. Annan blett viljum við ekki, þó að til sé. Sömuleiðis er er okkur sama, þótt núverandi læknir verði fyrir fjárhagslegu tjóni. Eg gat þess hér að framan, að eg keypti öll hús á jörðinni, sem voru eign undanfarandi ábúanda. Hvað á eg að gera við húsin, ef mér er mein- að að hafa tilsvarandi bú? Eg varð auk þess að kaupa vatnsleiðslu, skolp- leiðslu o. fl. Alls nam sú upphæð, sem eg varð að greiða, er eg tók við þessum jarðarhluta, 1600—T700 kr. Þegar eg tók jörðina, datt mér aldrei i hug, að þetta yrði skert að neinu, sem eg hefi nú, heldur hafði eg þvert á móti loforð hreppstjóra íyrir þvi, að fá aftur þessar 6 dagsl. af túninu, sem eg gaf eftir. Hefði eg vitað fvrirfram, að þessi hluti jarðarinnar, sem eg tók við, yrði skertur enn þá meira, hefði eg aldrei tekið i mál að taka vi'ð öllum húsum tilheyrandi jörðinni. Hver á að endurgreiða mér allan kostnað, er af þessu leidcli fyrir mig? Eöa var eg narraður hingað, til að kauj)a þessa húskofa, af greiðvikni við erfingja undanfarandi ábúanda? Að lokum þetta: Á það að liðast, að nokkrir menn, oddviti og hans fylgi- fiskar og venslamenn, sölsi undir sig með yfirgangi það land, sem þeim sýnist, ])ótt nóg annað sé eftir til ræktunar? Ef ])að viðgengst, vcrður það héraðinu til ævarandi skammar, ofan á þann makalausa slóðaskap og hir'Su- leysi, sem læknisbústaðarmálinu hefir verið sýnt alt frá upphafi. Danskir læknar á ferð. Hannes Finsen, 1. aðstoðarlæknir á húð- lækningadeild Ríkisspítalans i Kaupmannahöfn og J. H o 1 s t, 1. að- Stoðarlæknir á cleild próf. Faber hafa verið hér í kynnisför.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.