Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ »5 og h'Vernig bygt er. Má heita aíS tveir menm eigi jaröirnar, sem kaup- túniö stendur á. Þeir leyfa aö byggja í bannsettri vitleysu. Hefi, síöan eg kom, oft talaö um byggingarólagiö viö ])á. Skrifaöi nú hreppsnefnd og kraföist þess, aö geröur yröi skipulagsuppdráttur af þorpinu og kjörin byggingarnefnd, til þess aö fyrirbyggja fleiri glappaskot en þegar voru komin. Býst nú viö aö þetta fái framgang einhverntíma bráöum. Þú segir að eg þurfi aö finna út einhvern góðan, þarfan hlut, sem eg geti komiö kring, fólkinu til gagns. Eg veit þér þykir eg hafa býsna mörg og stór jám í eldi. Alt slor og slóg — nei, mestalt — fer í sjóinn, nokkuð af því er haft til þess aö „punta“ upp götur og stræti borgarinnar. N.-firöingar viröast mér lítiS gefnir fyrir jarörækt. Held mér sé óhætt aÖ segja, að ekkert tún í sveitinni sé girt, og mjög lítið um sléttur, en um þaÖ ætla eg ekki aÖ sinna, hefi aldrei búmaöur veriö. Þú segir að þaö sé eflaust margt þarft aö vinna og gaman aÖ rétta hjálparhönd. Þetta er hverju orÖi sannara. — Mig lang- ar til — þegar fram í sækir, — aÖ héraðsbúar geti séö, að eg hafi ekki verið beinlínis ómagi.“ G. H. Alþingi. Síðasta Alþingi setti ýms lagafyrirmæli, sem snerta lækna, og skulum vér drepa á þaö helsta: L'ócj um tannlœkningar. Til þess aÖ fara meÖ sjálfstæðar tannlækning- ar, þarf að fullnægja eftirtöldum skilyrÖum: 1. Hafa lokiÖ prófi í tann- læknaskóla, er viÖurkendur er af heilbrigðisstjórninni. 2. Tala og skilja fullkomlega isl. tungu. 3. Hafa að afloknu prófi veriö að minsta kosti 1 ár aðstoðarmaður við lækningar hjá viÖurkendum tannlækni hér á landi, eða á annan hátt aflaö sér álíka þekkingar og reynslu i tannlækningum, að áliti heilbrigðisstjórnarinnar. 4. Hafa óflekkað mannorð. Þeir læknar, sem hafa alment lækningaleyfi, mega ekki kalla starf sitt tannlækningar, þótt þeir stundi þær, nema þeir hafi annaðhvort lokið tann- læknaprófi eða einhverju slíku sérprófi, sem heilbrigðisstjórnin metur gilt. DómsmálaráðuneytiÖ getur þó fyrst um sinn, með ráði landlæknis, veitt undanþágu frá þessu, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Lóg um sjúkrasamlög. Til þess að gerast sjúkrasamlagsmeðlimur, má maður, sem búsettur er í kaupstað eða kauptúni, sem læknir er búsettur í, haía mest 4500 kr. í árstekjur, að viðbættum 500 kr. fyrir hvert liarn innan 15 ára, sem er á framfæri hans. Lög um lœkningaleyfi hafa fengið viðauka þess efnis, að læknar í Reykja- vík skulu jafnan skila vikuskýrslum á pósthúsið eigi síðar en á mánudags- lcvöld í næstu viku. Mánaðarskýrslum skulu læknar utan Reykjavíkur skila á næstu póststöð eigi síðar en sjö nóttum eftir mánaðamót, og ársskýrslum eigi siðar en í febrúarlok næsta ár. Fyrirspurnum landlæknis um heilsufar í símskeytum, skal svara samdægurs eða á næturfresti. — Vanræki læknir að senda skýrslur, má láta hann sæta dagsektum, 5 kr. fyrir hvern dag, er !íðu£ yfir settan frest. Bcrklavarnalögin hafa og orðið fyrir breytingum. Stjórnarráðið getur álcveðið hámark daggjalds sjúklinga, og það skal semja fyrirfram fyrir J4—1 ár í senn, við ljóslæknastofur og sjúkrahús, um kostnað við dvöl og lækningu styrkhæfra sjúklinga. Sjúkl., sem eru að einhverju leyti vinnu-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.