Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 10
LÆKNABLAÐIÐ 64 sem fyrst um héraí'i. Þá stó'Ö ekki annaíS til boíSa en útkjálkahéruÖ: Hólma- vík, Reykhólahérað og síÖast Reykjarfjarðarhérað. Hólmavikurhérað gat hann ekki fcngiö, en bar ekki gæfu til þess að una sér í Reykhólahéraði og kaus heldur Reykjarfjarðarhérað, þó óálitlegast væri. Tekjur voru þar rýrar og innheimta erfið, svo efnahagurinn varð sifelt basl og skuklir. Þó var það erfiðast, að kona hans tók langvinnan sjúkdóm og varð að flytja frá honum vegna heilsuleysis sins. Af því sem ráðið verður af bréfum hans var hann svo fátækur, að hann varð-að neita sér um að kaupa jafnvel ódýr- ar bækur og blöð í læknisfræði, þó hann langaði til að eignast ]iær. Af sömu ástæðu fórst og fyrir að hefja læknisfræðilega rannsókn á þessu einangraða héraði, berklaveiki þar o. fl., en um þetta höfðu farið nokkur bréf milli okkar. Sumum mönnum vex ásmegin við erfiðleika og þeir brjótast ætíð ein- hvern veginn út úr þeim. Ivr. G. var ekki þannig gerður. Þeir lögðust þungt á hann, að þvi eg hygg, og lömuðu hann. Svo er oft um viðkvæma menn. Fór honum því sem mörgum öðrum, aö hann leitaði sér með köflum rauna- léttis i víni, en auðvitað bætti það ekki úr skák. Helsfa vonarstjarnau var sú, að geta breytt um, fengið betra hérað og konu sína heim. Þótti honum sem alt myndi breytast til batnaðar ef hann fengi Dalahérað, sem hann sótti um nýlega. Þessi von hefir brugðist honum rétt áður en hann dó, og það tel eg sennilegast, að hafi verið sú raunverulega causa mortis. Um alt þetta má segja eins og Þorsteinn kvað: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Islendinga sögum. En Dalirnir verða veittir eftir nýju reglunum: áskoranasmölun og því, sem vænlegast þykir fyrir flokksfylgi stjórnarinnar. Og yfir útkjálkahéraðiö skrifar hún með glóandi letri orðin Dantes: „Losciate ogni speranza, voi ch’intrate!“ Þér skuluð slcptui voninni, sem farið hér inn! G. H. Sýking manna af bac. abortus (Bang). Erindi flutt í Læknafél. Rvíkur 11. mars 1929. Eftir docent Nícls Dungal. Eg ætla að fara nokkrum orðum um sjúkdóm, sem vafalaust hefir lengi verið til, en sem menn hafa ekki vitað að var til fyr en nýlega, og það þrátt fyrir aö fjöldi slíkra sjúkdómstilfella liljóti að hafa gert vart við sig. En mönnum hefir yfirsést að um sérstaka infection sui generis væri að ræða. Síðan 1896, að próf. Bang fann sýkil þann sem við hann er kendur, hafa. menn þekt orsökina til abortus infectiosus hjá kúm. Þessi sjúkdómur er alþektur erlendis og nokkuð illræmdur. Kýrnar láta kálfinum venjulega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.