Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
61
langvinna strauni, verður líkaminn unclir, varnir hans hafa ekki við, því
að þær fá ekki hvíld til þess að safna kröftum. Hann er ennfremur ekki
i vafa um það, að hin vegetativa breyting, sem verður á kynþroskaárunum
hafi sína þýðingu.
Það er einnig önnur sekunder-allergisk sjúkdómsmynd, sem er algeng
hjá hörnum og unglingum, en kemur einnig fyrir hjá fullorðnum. Það er
hið svokallaða hilus-lunga-infiltrat. Út írá hilus sést á Röntgenmyndinni
jafn, ekki mjög sterkur skuggi, sem gengur út í lungað, breiðastur við
hilus. Þetta er perifocal exsudativ bólga út frá hiluseitlum. 1 sambandi við
hana er stundum • interlober pleuritis, er lýsir sér sem band þvert í gegn-
um lungað. Einstaka sinnum getur úr jjessu hilus-lunga-infiltrati orðið
caseös pneumoni, en oft getur bólgan horfið á skömmum tíma. Hún hefir
yfirleitt sæmilega prognosis.
Þess má geta að interlober-pleuritis er talsvert algeng, og getur vitan-
lega komið við aðrar sjúkdómsmyndir, t. d. við infraclav.-infiltrat. Þess
konar brjósthimnubólgur er örðugt að þekkja, nema meö Röntgen, því að
núningshljóð vanta. Þeiin fylgir oft þrálátur brjóstverkur.
II.
Síðan þessar rannsóknir þeirra Assm'anns og Redekers komu fram, hafa
ósköpin öll verið rituð um þetta mál. Menn eru að vísu ekki á eitt sáttir,
en vist er það, að stórmikill hluti af hinum svokölluðu apexberklum er
meinlaus. Redeker kemst svo að orði um slika „lungnabroddssjúklinga",
„að þeir fylli heilsuhælin og deyji sem heiðursmeðlimir heilsuhæla-hag-
fræðinnar — venjulega úr elli!“ Þó geta slíkir berklar fyr eða siðar breiðst
út, sumir segja í 7% af tilfellunum, en slikar tölur eru auðvitað ekki sem
ábyggilegastar. Annað mál er það, að ])ó að hryggluhljóð heyrist í apex
og ekki annarsstaðar, þá er enganveginn víst, að focus sé einmitt í sjálf-
um apex, þ. e. fyrir ofan viðbein; hann getur verið fyrir neðan það. Það
er sanni næst, að þýðingarlaust er að deila um, hvort hin eiginlega aktiva
lungnatæring byrji fyrir ofan eða neðan viðbein. Hún getur byrjað hvar
í lungunum sem vera skal, en þó venjulegast í efra hluta þeirra. Hitt er
aðalatriðið, livernig hún byrjar, og hvernig gangur hennar er. Að þessu
levti hafa athuganir Assmanns og Redekers mikla þýðingu. Þeir hafa opn-
að augu manna fyrir þessum bráðu infiltrötum, sem geta vaxið og emolli-
erað á ótrúlega stuttum tíma, án þess að sjúklingurinn kenni sér verulegs
meins.
f tilliti til meðferðar, ])á er það vitanlega afarnauðsynlegt, að geta fund-
ið ])essi infiltröt nógu snemma, að minsta kosti í byrjun kavernu-mynd-
unarinnar. 1921 hélt Graff því fram, og bar fyrir sig sína miklu patologisk-
anatomisku reynslu, að kavernan væri dauðadómur yfir þann, sem hefði
hana. Kaverna, stærri en kirsuber, gæti ekki eyðst án aðgerðar, og stórar
kavernur væri alls ekki hægt að lækna. Eftir rannsóknum síðustu ára
má þó telja, að ])etta sé orðum aukið, en áreiðanlega eru horfur kavernu-
sjúklinga yfirleitt slæmar. Lytin, Bacvicister, Grau, Ritter og Diiring
hafa birt hagfræðitölur yfir örlög kavernu-sjúklinga. Þeir telja þó þá
sjúklinga frá, er við fyrstu rannsókn virtist vera fremur vonlítið um.
Þó var útkoman ekki betri en það, að 50—60% voru dauðir eftir 3—5 ár.
Öllum kemur saman um, að sú besta meðferð á kavernum sé Collaps-