Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 30
LÆKNABLAÐIÐ
menningarmálum, þó sjaldnast sé aukastarfa læknanna getiö í Iæknablöö-
um, og ekki séu þau ætí'ð mikils virt af heilbrigöisstjórninni. Lítiö sýnis-
liorn af þessu má sjá á eftirfarandi bréfkafla. líg tek mér bessaleyfi til
þess aö birta hanni, en hefi slept nöfnum.
„Þú spyrð hvað eg ætli að láta liggja eftir mig hjá N.-firðingum. Kg
get sagt þér, að það er margt á prjónunum hjá mér, en hitt er eftir að
vita, hvort ekki alt kafnar í framkvæmdinni. Fyrst þegar eg kom, var eg
sérstaklega óánægður meö póstgönguleysi — aðeins 15 íeröir á ári —
'oréfhirðingu og ónógt simasamband. Eg skrifaði póstmeistara Briem langt
mál um póstgöngur. Hefi ekkert svar fengiö beinlínis, en um nýár var
bréfhirðingu breytt i póstafgreiðslu. Hefi skrifað landssímastjóra og sím-
talað viö hann um hið ófullnægjandi símasamband; aöeins einföld lína frá
K. um Ó. til S., þessara tveggja stóru fiskivera, senr afarmikið ])urfa að
nota síma, enda kemur fyrir, að menn! verða að bíða heila daga eftir síma-
sambandi við S. eða A. Hefi v o n um að línan verði tvöfölduö í sumar.
Einnig er eg aö berjast í því, að fá innanbæjarsíma. Hefi fengiö ca. 10
þátttakendur og vona að hann komist á í sumar. Fyrir samgöngumálanefnd
Alþingis liggur erindi frá mér um bættar póstgöngur, hvern árangur
sem það hefir.
Snemma i des. geröi hér stórbrim og braut allmikiö af steinsteyptri
bryggju, sem útgerðarmenn hér eiga, og hefir kostað þá tugi þúsunda. Það
var ekki annaö að sjá, en að eigendur ætluðu að láta reka á reiðanum og
lofa sjónum að brjóta meira. Eg hvatti þá til þess að hefjast handa, og létu
þeir gera bráðabirgðarviðgerð. Síðan símtalaði eg fyrir þeirra hönd við
atvinnumálaráðh. um að fá verkfræöingsaðstoð með varanlega viðgerð.
Ráðh. sagði meö orðinu, að sjál'fsagt væri að senda verkfræöing á ríkis-
kostnað. Hann kom og' skoðaöi og mældi. Síðan kom uppdráttur og áætl-
un frá vitamálastjórninni. Aðgeröin kenmr til að kosta um 30 ])ús. Líklega
fæst einhver styrkur úr ríkissjóði.
Eg er mjög aö ýta undir Jtorpsbua, að vinna að því, að hér verði bygð-
ur brimbrjótur, svo að bátaflotinn geti legið hér óhultur allani veturinn —
annars eru allir stærri bátarnir á A. frá sept.— ápríl—maí. Brimbrjótur
og bryggja eru lífsskilyr'ði eða að minsta kosti framfaraskilyrði.
Þá er raforkustöð -— vatnsafls, — sem er eitt mitt áhugamál. Raflýsing
nú með mótor aðeins frá ntedio sept.—med. apríl, og" aðeins til kl. II, alt
svo rnjög ófullkomin. Frystihús er eitt framfaramálið. Nú eru þorpsbúar
oft beitulausir, veröa að fara inni til A. aö sækja hana, ef hún þá fæst þar.
Hér væri hægðarleikur að hafa nóga síld, jafnvel einnig til beitu handa V.
og fl., að maður ekki tali um hvílíkur kotungsháttur það er, aö geta ekki
haft nýmeti geymt, en þurfa að eta alt saltað. — Þú sérð ])á á þessu, að
]>að eru ekki beinlinis smá-framfarir, sem eg er að lmgsa um. En svo koma
smærri málin : Heilbrigðismálin og byggingarsamþykt. Heilbrigðisreglugj.
er til frá 1910, en ekki eftir henni farið í neinu. Hefi nú skrifað hrepps-
nefnd um málið. Hún þarf að fá breytt reglugj. til þess aö eg komist i
nefndina. Ætla eg þá að reyna að láta til mín taka, því talsvert vantar hér
cnn á hreinlæti.
Hér hafa verið bygð um 15 hús i vetur, sumpart íveruhús, stærri og
minni, sumpart fiskhús. — Það lítur sem sé út fyrir að þorpið sé aö rifna.
— En það sorglega er, að engu eða litlu tauti verður á það komið, h v a r