Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 87 lægri en taxti Rvikurlækna. Eg hefi heldur ekki tapaö nema 5—10% af skuldum, en í Rvík er sagt að 50'/c greiðist ekki.“ Eg er fyllilega samdóma þessum lækni um það, að nauðsyn ber til þess að taxti héraðslækna sé endurskoðaður, bæði til þess að gera alla reikninga hreina og til þess gefa hæði almenningi og læknum sanngjarna kosti. Ef- laust þykir mörgum af eldri læknunum taxti Rvíkurlækna helst til hár, enda leikur mér nokkur grunur á, að ekki sé ætíð eftir honum farið, en hitt er aftur víst, að skilvísi manna hér i Rvík er ekki berandi saman við þaö, sem gerist norðanlands. Þegar eg fluttist til Rvíkur var sem eg kæmi í annað land og tapaði hér helmingi skulda, en litlu sem engu fyrir norðan, ])ó eg tæki sörnu borgun á báðum stöðum. Taxtamálinu hefir verið hreyft oftar en eitt sinn á fundum I .æknaíél. Islands. Að ekkert hefir verið gert stafar eingöngu af daufum undirtektum héraðslækna. G. H. Úr útlendum læknaritum. Joachiinoglu. GPhannakologischc Aiisvjcrtung cinigcr Digitalis- Sficsialfiraparatc. (Pharmakol. Inst., Univ. Berlin). Dtsch. med. Wschr. 1928, 1585. Frá 1. jan. 1929 mega þýskar lyfjabúðir aöeins nota íolia digitalis, sem standardiséruð eru af opinberri stofnun. 1 gram af folia digitalis titrata á bér eftir að innihalda 1500—2000 froskdosa („froskdosis“ = minsti drep- andi dosis pr. gram Rana temporaria). Það er ekki löghoðið að standardi- séra specialpræparöt, og rannsókn á digitatisinnihaldi þeirra hefir leitt í ljós, að þau eru mjög mismunandi; Digifolin (frá Ciba) t. d. innihélt 33 frosk- dosa pr. cm:i — samkv. upplýsingum verksmiðjunnar inniheldur 1 cm•) 0,1 g. fol. dig. titr. ætti því að innihalda 150—200 froskdosa. Það b.efir þýðingu að vita, eftir hvaða aöferð er standardisérað: Áður fyrr var ein „froskeining" sá dosis, sem á 1 kl.tíma eftir að hann var lát- inn í saccus lymphaticus stöðvaði cor. i systolu. Þessi aðferð vita menn nú að er mjög ónákvæm, og því er nú notaður minsti drepandi dosis af extracti, tilbúnu eftir sérstökum reglum, sem mælikvarði. International digitalisein- ing er = 0,1 g. af standardpræparati, sem geymt er í Utrecht, og tilbúið úr 10 mismunandi tegundum þurkaðra fol. dig., og er styrkleiki þess að stað- aldri kontrolleraður með því að ákveða froskdosis. H. T. Fr éttir. Embætti. Magnús Ágústsson, settur læknir í Borgar- fjaröarhéraði hefur fengið veitingu fyrir ])ví liéraði. Heiðursmerki. Matthías læknir Einarsson varð fimtugur þann 7. júní, og var hann þá sæmdur stórriddarakrossi fálka- orðunnar m e ð s t j ö r n u.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.