Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 63 AÖ endingu skal eg sýna nokkrar Röntgenmyndir af sjúklingum á Vííils- stööum. Þær eru teknar af handahófi. Því miður get eg ekki sýnt upphafs- mynd af „Frúinfiltrat". Slík tilfelli sjáum við ekki, en sumar myndirnar gætu verið af seinni stigum j'essarar sjúkdómsmyndar. t Kristmundur Guðjóusson héraðslæknir í Iíeykjarfjarðarhéraði. Kristmundur heitinn Guðjónsson var fæddur 16. júní 1890. Hann gekk fyrst á verslunarskóla og tók þar próf, síðan í Mentaskólann og varð stúdent 1913. Arið 1920 lauk hann prófi í læknisfræði, fór síðan utan og gekk á fæðingarstofnun. Skömmu síðar var hann settur héraöslæknir í Hólma- víkurhéraði og síðan í Reykhólahéraði, en 30. sept. 1922 var honum veitt Reykjarfjarðarhérað. Hann dó eftir skamma legu 19. maí. Kona hans var Hrefna Einarsdóttir ættuð úr Reykjavik. Kristmundur heitinn var mikill vexti, dökkur á brún og brá, nokkuð sér- kennilegur að útliti, hægfara og íremur dulur. Kunnugir segja að hann hafi verið „góður læknir og ótrauður til ferðalaga“ og var þó ekki heilsu- hraustur. Að baki þessarar stuttu æfisögu stendur löng raunasaga, að því mér virö- ist. A námsárum sínum mun Kristmundur heitinn hafa haft úr litlu að spila, og óðar en þeim var lokið sá hann sér ekki annað fært en að sækja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.