Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 22
76
LÆKNABLAÐIÐ
Skjalasafn héraÖsins lier þess líka órækan vott, aÖ hér hefir oft skift um
lækna og sumir dvaliÖ hér skamma stund. Eg ætla að eins að nefna til
dæmis, að Heilbrigðisskýrslur frá 1911—1920 er G. H. samdi, og hrafl úr
Stjórnartíðindum síðari ára, fann eg inni á W. C.! Gat eg síst búist við, að
rekast á svoleiðis „litteratur" á þeim stað.
Áður en eg vik nánar að læknisbústaðarmálinu, ætla eg að lýsa aðstöðu
minni hér i héraðinu síðan eg kom hingað.
Eg fékk ekki sömu íbúð og Á. Helgason hafði hér á Kljáströnd. í Höfða
fékk eg 3 herbergi og eldhús. ILerbergin voru á 2. hæð. Lítil voru þau og
kigt undir loft. Ekki lágu saman nema 2 þeirra. Hið þriðja var i öðru
horni hússins. Ofn var að eins í einu þeirra. En eldhúsið var niðri og i
útbyggingu. Þegar ganga þurfti úr eldhúsi og upp í stofurnar, varð að fara
gegnum eldhús hjá sambýlisfólkinu, upp stiga og auk þess gegnum tvo
ganga. Var þetta þó nokkur vegalengd. Allir gluggar voru svo óþéttir, að
ef vindur stóð upp á þá, var nokkurn veginn sama hvort kynt var eða ekki.
í frostum héluðu veggir í svefnherbergi okkar. Herbergi, sem vinnustúlk-
an svaf í, lak svo i úrkomum, að flytja varð rúmið til og frá undan lek-
anum. Yfir herbergjunum var geymsluloft, en ekki var klætt ofan á bitana
með gólfborðum. Eina gólfið i geymsluloftinu var því loftklæðningin í her-
bergjunum, er var úr tiltölulega þunnum skífum. Milli bita uppi á loftinu
var fylt með moði töluvert lilandað sandi og rusli. Ef stigið var á loftborð-
in milli bitanna, gengu þau á misvíxl og riisl og sandur sáldraðist niður
í herbergin.
Þegar gengið var út i eldhúsið, þurfti gegnum útidyragang. Útidyrahurð-
in var svo léleg, að í rigningum og snjóum barst vatn inn í ganginn, svo
að pollur stóð í honum. Varð eg því að hafa smásleða er drengir minir
áttu, til að stikla á, svo að komist yrði þurrum fótum inn í eldhúsið.
En það sem kórónaði alt saman var það, að annan inngang höfðuin við
ekki, svo að við og allir sjúklingar urðum að ganga gegnum eldhúsið —
ekki hjá mér, — heldur hjá sambýlisfólkinu, hvernig sem á stóð. Þessa
galla fékk eg ekki að vita um, fyr en eg kom norður, og varð eg því að
hafa þaö' eins og annað hundsbit. Sem von var, kvörtuðu sjúkl. mjög undan
])vi, að verða að ganga gegnum eldhúsið hvernig sem á stóð. Eg efast
um að nokkrum lækni á landinu hafi verið boðið upp á annað eins. Fyrir
])etta átti eg að greiða álika mikið og fyrir jafnstóra íbúð er eg hafði í
Reykjavík. Annars er það reynsla mín og annara undanfarandi lækna, sem
hér hafa verið, að ef læknirinn þarf að kaupa eitthvað, er honum selt alt
dýrara en öðrum, langt fyrir ofan gangverð.
I þessari íbúð í Höfða varð eg að vera í 2 ár, þar til eg sigldi sumarið
1926. Þá fékst ibúðin ekki lengur, enda óverandi í henni. Eg varð því að
flytja fjölskylduna til Reykjavíkur. Þá fékst í bili ekkert húspláss handa
,,vikar“, svo að eg misti af manni er mér stóð til boða. Nokkrum dögum
áður en eg fór héðan að norðan, fékk eg loks húsnæði handa ,,vikar“, en
þá var liann ófáanlegur, og svo var líka, er eg kom til Reykjavíktir. Hér-
aðið var þvi læknislaust frá því í miðjum ágúst og til nóvemberloka er eg
kom aftur úr siglingunni. Eg fór í herbergi þau, sem eg haföi fengið leigð.
ILafði eg samið um 150 kr. á mán. fyrir alt, húsnæði, fæði, ljós, hita, þjón-
ustu og ræstingu. En vegna þess að kol stigu ntjög í verði þá um haustið,
skaut leigusali sér undan að leggja til hitann. Dvöl mín í héraðinu kostaði