Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 12
66 LÆKNABLAÐIÐ að töluverðar dagsveiflur eru á honurn, t. d. lægstur á morgnana, en hækk- ar svo til muna um sama leyti á hverjum degi. Sjúklingnum líður venjulega einkennilega vel, þrátt fyrir hitann, og þó að sjúkd. standi lengi, virðist það hafa furðu lítil áhrif á sjúkl. Æðin slær venjulega tiltölulega hægt, sjúkl. svitnar oft mikið. MiltaS finst oft stækkað. Roseolae sjást aldrei. Stundum virðist sjúkd. byrja með angina catarrhalis, og komi'S hefir fyrir, að sjúkdómnum hafi fylgt blöðruútþot í munninum. Bronchitis og niðurgangur eru ekki sjaldgæfir fylgikvillar og stundum fær sjúkl. blæðingar, einkum úr nefi eða görnum, stundum líka annarsstaðar (munnslimhúð, nýru). Oft hefir sjúkl. verki hingað og þangað. I blóðinu finnur maður venjulega leukopeni meö relativ lymfo- cytosis. Eins og eg hefi þegar minst á, getur sjúkd. staðið býsna lengi, stund- um )4—1)4 ár, og jafnvel enn lengur. Prognosis er ekki slæm quoad vitam, þvi að svo að segja öllum sjúklingunum batnar. Sennilega deyja ekki nema örfáir af hundraði, liklega í mesta lagi 2—4%. Fram til skamms tíma hafa menn haldið að þessi sjúkd. væri svo sjald- gæfur, að infection af bac. abortus kæmi varla til greina i praxis; en reynsla síðustu ára hefir kent mönnum annað. Dr. Martin Kristensen, for- stöðumaður fyrir bacteriol. deild serumstofnunarinnar i Khöfn, hefir tekið fyrir aö láta rannsaka öll sera fyrir bac. abortus, sem stofnunin er beðin að rannsaka fyrir taugaveiki, og hefir með því rnóti uppgötvað fjölda af tilfellum af þessurn sjúkdómi, sem er fjarri því að vera eins sjaldgæfur og menn hafa haldið. Þegar eg hitti hann úti í Khöfn í vetur, meðan við stóð- um þar við, sagði hann mér, að þeir væru búnir að finna um 500 tilfelli á rúmu ári. Það er hreint ekki lítið, í ekki stærra landi en Danmörku, og má þó gera ráð fyrir, að enn sé langt frá því aö öllum læknum sé kunnugt orðið um að þessi sjúkdómur sé til og láti því rannsaka hann. En hvernig á þá að þekkja hann? Hingað til hefir þessi sjúkdómur áreiðanlega verið tekinn fyrir ýmsar aðrar hitasóttir, svo sem taugaveiki, berkla, sepsis, malaria o. fl. En síðan menn fóru að gefa honum sérstakar gætur, háfa menn í einstökum -tilfellum getað þekt hann kliniskt, þó að ábyggileg diagnosis sé jafnaðarlega varla möguleg nema með því að rann- saka blóð sjúklinganna. I serum sjúklinga finnur rnaður nefnilega specifik agglutinin fyrir bac. abortus, oft að serum agglutinerar í hárri þynningu, 1: 1000 eða enn hærra. Diagnosis er talin viss, ef serum agglutinerar 1: 100 eða hærra. Ennfremur hefir oft lika tekist að rækta sýklana úr blóðinu, en það er töluverðum vandkvæðum bundið; best hefir reynst að nota sér- staklega tilbúið lifrarseyði. En ræktunin tekur altaf langan tíma, venju- lega ca. hálfan mánuö. En til að þekkja sjúkdóminn er annars agglutina- tionsprófið alveg nægilegt, þó að auðvitað sé æskilegt, a. m. k. í sumum tilfellum, að finna sjálfa sýklana. Svo virðist sem sjúklingurinn haldi agglutinationshæfileikanum nokkuð löngu eftir að sjúkdómurinn er um garð genginn, svo að hugsanlegt væri, að jákvætt agglutinationspróí þyrfti ekki endilega að þýða yfirstandandi infection af bac. abortus, heldur að eins afstaðna infection, sem ef til vill hefði ekki þekst meöan á henni stóð. Slikt mundi þó sennilega sjaldan geta vilt mann. Agglutinationsprófið er ofur einfalt, gert nteð sama móti 0g Widals-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.