Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 6 7 próf, nema hvaÖ gróður af bac. abortus er notaður í staðinn fyrir tyfus- gróður. Meðferðin er einföld, aðallega fólgin í því að láta sjúkl. liggja, gefa hon-: um léttan, en nægan mat, svo að hann horist ekki, en meðul eru gagnslaus. Sera, sem frantleidd hafa verið á rnóti sjúkdóntnum, hafa yfirleitt reynst gagnslítil. Þó láta ýrnsir vel af serum frá serumstofnuninni í Milano (rnóti maltasótt). Ástæðulaust virðist að hafa tvö nöfn íyrir sjúkdóma, sem eru jafn na- skyldir og maltasótt og abortusinfektion, ef það er þá ekki sami sjúkdóm- urinn, og því er rétt að kalla hvorttveggja einu nafni fcbris undulans. Sú hugsun liggur nærri, að konum, sem sýkjast af febris undulans hætti við fósturláti, en ekki virðast nein brögð að því, hvorki í þeirn tilfellum, sem menn hafa séð norðantil í Evrópu né heldur í þeim löndum, þar sem menn hafa lengri kynni af maltasóttinni. Einkennilegt er það, að svo er að sjá sem konur sýkist síður en karl- menn. Þannig t. d. aðeins 56 konur á nróti 166 karlmönnum (í Danmörku). Ennfremur að ungbörn sýkjast afarsjaldan, t. d. ekkert yngra en 8 ára af 220 sjúkl. Langflest tilfellin ntá rekja til mjólkursmitunar (ósoðin mjólk) eða þá að sjúkl. hefir haft eitthvað að gera með nautgripi, þar sem abort- infektion hefir gert vart við sig. Þó hafa sumir sjúklingarnir neitað því að hafa getað sýkst af mjólk eða skepnum, og er ekki óhugsandi, að ein- hverjar fleiri sýkingarleiðir sé til, sem við þekkjum ekki. Nú skyldi maður ætla, að þar sem sýkingin er svo oft komin með mjólk, veiktust oft margir á sama heimili. En svo er ekki. Venjan er þvert á rnóti sú, að ekki veikist nema einn á hverju heimili, og aðeins örfá dærni eru þess, að sjúkdómurinn hafi gengið sem farsótt. Sennilegast er, að sýkill- inn sé yfirleitt lítið pathogen fyrir menn, svo að ekki sýkist nema þeir, sem eru tiltölulega næmir fyrir .honum, en að sérlega virulent stofna þurfi til að koma af stað farsóttum. Aftur á móti sýkjast menn víst alls ekki hver af öðrum, svo að ástæðulaust er að einangra fyrir sjúkdómnum. Nú er eftir að vita, hvort þessi sjúkdómur er ekki til hér, eins og annars- staðar. Við megum alveg búast við því. Dýralæknarnir okkar segja reyndar að abortus infectiosus’ þekkist ekki hjá nautgripum hér, en annars er sagt að hann sé til í öllum löndum. Hinsvegar kvað sumstaðar hér á landi vera töluverð brögð að fósturlátum hjá sauðkindum, og hefi eg heyrt, að sumir þykist sannfærðir um að orsökin sé infektion. Gæti verið að það væri bac. abortus, því að hann kvað einnig vera pathogen fyrir sauðfé. Vildi eg gjarna geta fengið tækifæri til að rannsaka ])að, ef tækifæri gæfist, og skyldi vera þeim þakklátur, sem vildi gera mér aðvart, ]>ar sem grunur kynni að vera um slíka infektion. Annars var það ætlun mín, með þessum orðum að beina athygli ykkar að þessum sjúkdómi, sem vafalaust er ekki nýr, þótt hann megi heita ný- fundinn. Ef þið hafið grun um að febris undulans geti komið til máía, ætt- uð þið að senda rannsóknastofunni 2—3 ccm. af blóði, til að láta prófa það fyrir febris undulans.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.