Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 24
LÆKN ABLAÐIÐ 78 mikilli niðurní'Sslu, túniÖ í órækt, helmingur þess kargaþýfÖur. SíðastliÖiÖ sumar fékk eg að meðaltali 5 hesta af dagsláttu. Enginn girðingarspotti var brúklegur. Öll jarðarhús komiu aÖ hruni. Auk þeirra voru nokkur hús, sem eg keypti, en þau voru engu betri, t. d. hrundi hlöðuveggur, þegar heyið var tekið úr henni. Yfirleitt var mannhætta að ganga um sum húsin og bæjargöng. íbúðarhúsið er 25 ára gamalt timburhús. Eiíii kostur þess er, að það er sæmilega rúmgott. í raun og veru er húsið hálfsmíðað. Þak- járnið er neglt á sperrur og langbönd, engin klæðning eða pappi undir. í stórhríðum á vetrum kemst snjór alstaðar inn með járninu og snjóskaflar myndast á efsta loftinu. Loft þetta er ekki notað til geymslu. Ekkert gólf er í því annað en loftpanellinn á svefnherbergjunum uppi. Snjóinn er ill- mögulegt að hreinsa, því að loftið er svo lágt, að skríða verður á fjórum fótum og sumstaðar á maganum eftir því. Hlýjan frá svefnherbergjunum bræðir snjóinn. Afleiðingin er sú, að öll 5 herbergin itppi leka cftir hverja snjóhríð! Eg heyri menn hér iðulega fárast út af því, ef peningshús leka, en þótt 5 herbergi í íveruhúsi læknisins leki, hvað gerir það til? Húsið er ójárnvarið og ekki pappalagt, mjög kalt og gisið. Að eins 2 her- bergi pappalögð. Veturinn var óvenjulega mildur. Samt hefir ey'Sst af eldi- við vfir árið: 3 ton kol, y2 ton koks, 3 föt steinolía, auk þess var tekinn upp svörður í 3 daga. Þó hefir aldrei verið hlýtt, ef nokkur gola hefir ver- ið. Gluggar eru komnir að því að detta úr, alt rennigluggar, sem eiga betur við i suðurlöndum. Eg tók ekki alla jörðina, og vakti það fyrir mér, að fólk hér á Grenivík, er lifði i þurrabúð, gæti fengið land til ræktunar, en nærri því hafði ekki veriö komandi í tíð fyrverandi ábúanda. Eg hafði hugsað mér að hver fengi ca. 3 dagsláttur, og með því yrði flestum trygð grasnyt. En skifting- in varð ójafnari en flestir bjuggust við. Þeir, sém bjuggu hér í Greni- víkurlandi, urðu að sitja á hakanum. Oddvitinn og hans vildarmenn gengu fyrir. Hann fékk 12 dagsláttur leigðar til 50 ára og 2 dagsl. af túni til þriggja ára. Alls er búið að mæla út til ræktunar alt að 40 dagsl. Meiliingin er, að fá í Grenivik ákveðið læknissetur. Eg tel hæfilegt, að þetta sem eg hefi nú, heyri læknissetrinu til. En ekki er útlit fyrir, að svo muni verða. Meö því að gera Grenivik að læknissetri-, losnar héraðið við að byggja, og enn þá hefir héraðið ekki lagt einn eyri i kostnað fyrir lækna sina, heldur þvert á móti hafa einstakir menn haft þá að féþúfu, eins og eg hefi áður lýst. Nú hefði mátt ætla, að hið fyrsta, sem héraðsbúum hefði dottið i hug að gera, næst ])vi að fá læknissetrið ákveðiö, hefði verið þetta: Af því að við vitum, að húsið er mesti hjallur, bæði kalt og lekt, skulum við gera sem fyrst við það, þakið fyrst og fremst, pappaleggja og járnklæða, gera við glugga eða helst skifta um þá, leggja inn miðstöð, útbúa baöherbergi o. s. frv., svo að það verði héraðinu til sóma. Seinna skulum við koma upp sjúkraskýlinu, þar sem sjúkraskýlissjóðurinn er nú orðinn 5500 krónur. Nú skulum við l)æta fyrir undanfarinn alt að 30 ára slóðaskap. En hvað skeður? Það fyrsta sem gert er, er að reyna að ná því landi. sem nú fylgir, undan tilvonandi læknissetri. Fyrir þessu gengst áðurnefnd- ur oddviti, sem þóttist bera skarðan hlut frá borði, þegar eg fékk Greni- vík, en ekki hann. Hvað ætli hann hefði látið mikið eftir af Grenivíkur- jörð, hefði hann fengið hana? Oddvitinn ætlar mági sinum þennan blett.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.