Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 8
Ó2
LÆKNABLAÐIÐ
meðferð, og þá aðallega pneumothorax artific. En langmest trygging fyrir
því, að þessi aðferð gagni, er að byrja nógu snemma, áöur en kavernan
verður mjög þykkveggjuð eða vaxin fast við brjóstvegg, og áður en út-
sáningin er orðin mikil. En því miður hefir reynslan orðið sú, að byrjað
er of seint. Ef menn gætu diagnosticerað kavernuna nógu snemma og þá
gert pneumothor., þá er .ekki að vita, nema mikluin meirihluta af þessum
sjúklingum yrði bjargað. Ulrici, íem hefir vígstöðvarnar i fersku minni,
notar þau hernaðarlegu orð, að kavernan sé: „das feuerspeiende Zentrum
der feindlichen Position, die unbedingt angegriffen und ausgeschaltet wer-
den muss.“
í tilliti til berklavarna, þá er þetta afarmikilsvert atriði. Kavernurnar
eru ekki aðeins „feuerspeiende Zentra“ fyrir einstaklinginn, sem hefir þær,
heldur fyrir þjóðfélögin, því kavernu-sjúklingarnir eru aðalsmitberarnir.
Það er nærri því segin saga, að ef berklagerlar finnast lengi i sputum, þá
hefir sjúklingurinn kavernu. Röntgénmyndir hafa fært okkur sannanir
fyrir því, að kavernur eru mjög tiðar og koma einatt snemma.
Berklavarnanefndin hér um árið gerði það að tillögu sinni, að hráka-
rannsóknarstöðvum væri komið á á vissum stöðum. Þessi tillaga var tekin
til greina hér i Reykjavík, og hefir sú ráðstöfun komið að miklu gagni
hér, en meira má, ef dugá skal.
Það, sem varðar einna mestu í þessu máli, er að finna þessi bráðu og
hættulegu infiltröt i byrjun, en sjúklingarnar koma of seint til læknis.
Hvað á að gera? „Mann muss sie suchen, von selbst kommen sie nicht."
svarar Redeker. Það er éinmitt þetta, sem er punktum saliens. Framtiðar-
krafan er, að vakað sé yfir börnum og unglingujn, ekki síst á kynþroska-
árunum, með iðulegum og áframhaldandi rannsóknum, og umfram alt
með Röntgenskoðunum. En þetta er næsta örðugt að framkvæma. Æsku-
lýðurinn er svo fjölmennur. Þó ekki væri nema að hafa nákvæmt og nægi-
legt eftirlit með skólalýðnum, yngri og eldri, þá er það eríitt, en ástæða
er til að taka þetta og margt fleira til athugunar og yfirvegunár, t. d. það,
hvernig hægt sé að tryggja það-, að þessir sjúklingar með byrjandi kavernu
geti komist fyrirvaralaust inn á heilsuhælin, undir eins og sjúkdómurinn
er diagnosticeraður; með öðrum oröum, hvernig við eigum að sporna við
því, að heilsuhælin fyltust af kroniskum sjúklingum, sem eru öryrkjar að
meira eða minna leyti, en ekki þurfa beinlínis sjúkrahúsvistar. Eg býst
við, að besta lausnin á þessu sé, að koma á öryrkjatryggingu. Reynslan
hjá þeim þjóðum, sem hafa slíka trvggingu er sú, að margir slikir sjúk-
lingar óska að vera í heimahúsum undir eftirliti, þó styrkurinn sé ekki
sérlega hár.
Nú er ekki síður nauðsynlegt, að læknar gætu sent grunsama sjúklinga
til Röntgen-skoðunar, hvort sem þeir eru ríkir eöa fátækir. Mér er per-
sónulega kunnugt um, að Röntgenstofan hefir látið myndir í té af fjölda-
mörgum fátækum sjúklingum, algerlega ókeypis, en best væri, að það
ákvæði væri tekið upp i Berklavarnalögin, að fátækir sjúklingar gætu
fengið ókeypis Röntgen-skoðun, er ríkissjóður borgaði, eins og þeir nú
fá ókeypis hrákarannsókn. Eg drep á þetta til nánari athugunar. Eins
eru mörg atriði í berklavörnum vorum, sem ástæða er til að taka til nýrr-
ar, rækilegrar meðferðar, einmitt í tilliti til hinna nýju rannsókna og skoð-
ana á berklaveikinni.