Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1929, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 59 hafði forstöðu. Þeir sjúklingar, sem hann sérstaklega gerði grein fyrir, voru ungir læknisfræðingar og hjúkrunarkonur, sem umgengust mjög berklaveika sjúklinga. Sjúkdómseinkennin voru mjög óákveðin og lítilfjörleg, ofurlítil þreyta, matarólyst, stundum nokkur sviti. Stundum skammvinn hitahækk- un, sem venjulega var talin inflúensa. í nokkrum tilfellum var lítilfjörleg- ur brjóstverkur, sem væntanlega benti á Jmrra, takmarkaða brjósthimnu- bólgu, þótt ekki heyrðust núningshljóð. Sjaldan hósti eða uppgangur, en í þeim fáu tilfellum sem uppgangur fanst, voru einatt berklagerlar i honum. I einstöku tilfelli var blóðspýtingur orsök til skoðunarinnar. 1 þessum byrj- andi tilfellum var ekkert greinilegt aö heyra við brjóstrannsókn. Stundum þegar sjúkdómurinn hafði nokkuð ágerst heyrðist óhreinn andardráttur fyr- ir neðan viðbein, og einstöku hrygluhljóð, sérstaklega milli herðablaðanna. Þá er Röntgenmyndin. Á henni er diagnosis aðallega bygð. Hún var venju- lega þannig: Fyrir neðan viðbein, sérstaklega lateralt, nálægt thoraxrönd, sást nokkurnveginn jöfn, ekki sterk skuggamynd, með greinilegri, en ekki skarpri rönd, en annarsstaðar sást ekkert greinilegt i lungnafletinum, sér- staklega ekkert í apex. Stundum, í ekki alveg byrjandi tilfellum, sást kring- um aðalskuggann þokukendur mjög veikur skuggi og þar einstöku deplar á stærð við títuprjónshaus. í lungnahilus sást venjulega ekkert verulegt, stundum þó máske ofurlítil, naumast greinileg breikkun ofarlega í hilus- skugga og þar örlitlir kalkblettir. I sumum tilfellum sáust snemma innan í þessu infraclaviculer-infiltrati óreglulegur, bjartari blettur, sem brátt varð að greinilegum cavernuhring. Þó að A. gæti í engu þessara tilfella sannað diagnosis sína með autopsi, þá er hann ekki í vafa um, að hér sé að ræða um „caseös-pneumonisk in- filtrat“ af berklauppruna, og að smáblettirnir kringum aðalskuggann þýði metastasis eftir sogæðum. A. hyggur að hér sé að vísu ekki um eiginlegan ,-,primereffekt“ að ræða, því að þessir sjúklingar hafi verið um tvítugt, og hafi á barnsaldri orðiS fyrir lítilfjörlegri smitun, enda hafi stundum sést i filmunni smá kalkblett- ir nálægt hilus, en þessi bernskusmitun hafi verið óveruleg og árangurslaus. Hins vegar eigi þetta nýinfiltrat rót sina að rekja til nýrrar, utanaðkomandi smitunar. Hann bendir á, að það hafi verið smitunartæki færi í ríkum mæli, með því að þetta fólk hafi unnið í sjúkrahúsi meðal langtleiddra berkla- sjúklinga, og að ekki síður hafi það þýðingu, að þessir námsmenn hafi ver- ið illa fyrir kallaðir, fátækir, soltnir og magrir, en þannig var hlutskifti þýsks háskólalýðs eftir stríðið. Hér um bil á sama tíma og Assmann, og væntanlega óháður hans rannsóknum, kemst R e d e k e r að líkri niðurstöðu og birtir rannsókn- ir sínar 1926. Redeker er sjúkratryggingar- og Röntgenlæknir í Múl- heim í Ruhrhéraði. Meðlimir sjúkratryggingarinnar eru undir stöðugfu lækniseftirliti, hvort sem þeir eru heilbrigðir eða sjúkir, og óspart notaðar Röntgenlýsingar og Röntgenmyndir. Hann kemst að þessari niðurstöðu: 1. Venjulega er hin fyrsta sýnilega byrjun lungnaberklanna eftir barns- aldurinn ekki i lungnabroddunum, heldur lateralt, undir viðbeini, eða í mið- hluta lungans. 2. Þetta „F r ú h i 11 fú 11 r a t“ er venjulega fyrst hægt að finna rönt- genologiskt. en ekki stethoskopiskt, og oft hægt að sjá nokkra hólgu i næstu eitlum i hilus.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.