Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 30
152
LÆK NAB LAÐ IÐ
að reyna þessa nýju aðferö. Stjórn-
in hefir nú viðurkennt hana og
sjúkrahús eða stofnanir hafa veriö
reist til þess aö sem flestir sjúkl-
ingar geti fengiö Kennys-með-
ferð. Ivliss Kenny lét sér þó ekki
nægja þetta. Hún vildi fá vísinda-
lega rannsókn á meSferð sinni og
fá aðrar þjóðir til þess að nota
hana, ef hún stæðist rannsóknina
og reyndist betur en önnur úr-
ræði. Þetta varð til þess að hún
íluttist til U. S. 1940. Þar var
henni tekið tveim höndum. Hún
fékk nægilegt pláss 'fyrir sjúkl.
sína á spítölum og alla þá aðstoð.
seiii hún óskaði. Á Minneapolis
(ieneral Hospítal höfðu (í apríl)
legið 26 sjúkl. og 71 á Willard
Parker Hosp. í N. Y. árið 1941.
Spítalalæknarnir hafa nú gefð út
skýrslu um sjúkl. þessa, meðferð-
ina og árangur hennar. (JAMA
25/4 '42).
----o----
Um aldamótin siðustu Vár sjúkd.
lýst á þá leið (Strúmpell), að hann
liyrjaði snögglega meö háum hita,
oft og einatt höfuðverk og þraut-
■ím út um likamann. Skömmu síðar
kæmi í ljós meira eða minna mátt-
leysi í vöðvum (schlaffe Lahm-
mg), sem rýrnuðu siðan og sýndu
úrkynjunar einkenni (degenerat.
reaktion). Viðbrögð máttlausra
vöðva hurfu. Allt þetta kom vel
heim við það, að ætíð fannst
skemmd í framhornum mænunnár,
hreyfifrumunum þeirra, og hélst
hún æ síðan.
Hjúkrunarstúlk., Miss. Kenny,
kom þetta nokkuð öðruvisi fyrir
sjónir. Hún sá þess víða merki
á máttlitlu limunum að ósjálf-
ráðir samdrættir voru víða í vöðv-
unum. og mátti meðal annars sjá
það af því að haldsinar voru
spenntar. Og samfara þessu var
sársauki og vöðvaeymsli. Miss
Kenny greip nú til þess gamla
hjúkrunarráðs, að leggja heita
bakstra á sjúku vöðvana, og taldi
sjúkd. engu síður í vöðvunum en
mænunni. Að öðru leyti fór hún
svo varlega með máttlitlu limina
sem unt var. Bakstrarnir voru úr
ullar-einskeítu (flonel), sem und-
in var upp úr sjóðandi vatni með
þvottavindu. Náðu þeir aðeins yf-
ir þá vööva, sem sjúkir voru. Yfir
bakstrana var lagt oliuborið silki,
n utan þess kom aftur þurt vaf
úr ullareinskeftu. A liðamót voru
ekki lagðir bakstrar. Bökstrunum
var skipt með 15 mín.—2 klst.
millibilum, eftir því hve kramp-
arnir voru miklir. Hér var því að
ræða um mikinn hita, en hann
þoldist þó, vegna þess hve vel
bakstrarnir voru undnir. Með þess-
um hætti hurfu bæði þrautir og
samdrættir innan viku, en I)ökstr-
um var haldið áfram til þess vöðv-
ar slöknuðu, þrautir hurfu og liða-
mót léku laus.
Vöðvarnir voru þá ekki með
öllu óstarfhæfir, en þó hafði sjúkl.
með einhverjum hætti misst vald-
ið yfir þeim. Miss Kenny telur
þetta stafa að miklu leyti af því
að samstarf beygjenda og rétt-
enda, eða annara andstæðra vöðva
sé truflað og verði því að kenna
sjúkl. það á ný. Þetta hefir tek-
ist framar öílum vonum, þótt eng-
ar stöðvandi umbúðir séu notaðar
(immobilisatio) og enginn af
sjúkl. fékk kreppta, aflagaða limi.
Meðferð er hafin óðar en vissa
er fengin um hver sjúkd. er. Þvi
miður er lýsing á henni ekki svo
1 jós sem skyldi. Þess skal aðeins
getið, að eigi sjúkl. erfitt með að
hósta og renna niður er höfuðendi
rúmsins lækkaður mikið og slím-
ið sogið upp, ef þess gerist þörf
og fæða gefin með magapipu.
Hreyfingar eru notaðar frá byrj-