Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritsf.jóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÓHANNES BJÖRNSSON. 34. árg. Reykjavík 1950 9.—10. tbl. Um líkamshæð Isleiidinga og orsakir til bre^tinga á henni. Steffe enóen. £ftir Jón. Þaö er reynsla í flestum þeim löndum, þar sem árlega fara fram hæðarmælingar á nýliðum til herþjónustu, að meðalhæð þeirra hefir aukizt mikið frá því mælingar fyrst hófust. Um ástæðuna til þessa hæðarauka er lítið vitað. Það hefir aðallega verið haldið fram tveimur orsökum. Önnur er sú, að einhverra hluta vegna hafi orðið breyting á þeim erfða- eindum er stjórna hæðarvext- inum, þær valizt úr er yllu meiri vexti, eða að vegna kyn- blöndunar hafi áhrifaríkari erfðaeindir bætzt í erfðaforða þjóðanna. Hin er, að bætt ytri skilyrði, einkum meira og betra viðurværi, sé meginorsökin til hæðaraukans. Hér á landi er aðstaðan til þess að fylgjast með líkams- hæðinni, mun erfiðari en í þeim löndum er hafa herskyldu. Það hefir því skort á sannanir fyrir því, hvar íslendingar eru á vegi staddir í þeim efnum. Þó að fullvíst sé að þeir hafi hækkað frá því í heiðni, þá er ekkert vitað um hvenær sú hækkun hafi orðið. Hinar árlegu mæl- ingar á barnaskólabörnum benda til þess, að þjóðin sé enn að hækka að líkamsvexti, eins og Snorri Sigfússon skólastjóri (1) hefir bent á, en hins vegar er ekki unnt að gera sér grein fyrir hve miklu sú hækkun nemur, vegna þess að vexti er hvergi nærri lokið á skóla- skyldualdri. Vegna lofsamlegs áhuga lög- reglustjóra, hafa mér fyrir nokkru borizt hæðarmælingar á 1001 karlmanni og 1000 kon- um, er höfðu fengið vegabréf á árinu 1946. Þar er fenginn not- hæfur samanburður við hæðar- mælingar Guðmundar Hann- essonar. Þetta varö til þess, að ég réðist í að athuga nánar allt viðvíkjandi hæð íslendinga og orsakir til breytinga á henni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.