Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1949, Page 32

Læknablaðið - 15.12.1949, Page 32
148 L.EKNABLAÐIÐ augiúok, hreyfingar og ljósops- viðbrögð eðlileg. Nystagmus Cornea og iris eðlileg. Ljósopið víkkar heldur illa út eftir atropin-dropa, en þó sást, að yfir allan ljósbrjótinn (lens) var gráhvít cataracta á báðum augum. Auk þess fannst við almenna skoðun hypospadia og kryptor- chismus v. megin. Drengurinn þreifst sæmilega, þó var hann fremur lítill eftir aldri. Sjö mánaða gamall var hann vist- aður í Landspítalann til aðgerð- ar vegna starhlindunnar og hypospadi. Eins og áður víklcaði Ijósopið illa út, og var gerð ástunga (discissio) á báðum ljósbrjót- um á venjulegan hátt, en án verulegs árangurs. Cataracta var seig og bólgnaði lítið upp, svo síðar var gerð varlega extractio linearis. Hreinsaðist h. ljósop ágætlega, en v. ljósop varð ekki vel hreint (cataracta secundaria). 1 hinu tilfellinu var um að ræða 21 árs gamla móður, sem hafði fengið rauða hunda á fyrsta mánuði meðgöngutím- ans. Annars heilsugóð um með- göngutímann og endranær. 1 marzmánuði 1948 eignaðist hún stúlkubarn, 11 merkur að þyngd, eðlileg fæðing. Konan sá vel, og í ættinni hvorugri voru augnsjúkdómar eða augn- vanskapanir. Fljótlega eftir fæð inguna tók móðirin eftir, að ský var á báðum augum barns- ins, það þreifst illa, þrátt fyrir góða matarlyst og góða með- ferð, og var oft mæðið. Af þessum ástæðum var barnið vistað í Landsspítalanum 28/4 1949. Við augnskoðun fannst: — Augnalok, cornea, iris- og pupilluviðbrögð eðlileg, sömu- leiðis augnhreyfingar. Allur ljósbrjótur á báðum augum var gráhvítur. Eftir atropindrojia víkkuðu ljósopin illa út. Barn- ið var mjög vanþroska að öllu leyti, og vantaði tennur að mestu og var mjög horað. Við hlustun á hjarta virtist sennil. vera um hjartabilun að ræða. Þess má geta að móðirin hefur nú (í marz 1949) eignazt svein- barn, sem er heilbrigt að öllu leyti, að þvi er fundið verður. 8/5 ‘49. Var gerð extraktio lin- earis á báðum augum. Catar- actin náðist alveg, og í h. auga var settur einn saumur. Seinna losnaði saumurinn á h. auga og lithinman féll dálít- ið fram í sárið (iris prolaps). 13/5 var gerð í æthernarkosis op. plastica og iris prolaps klipptur af (stutt svæfing), en sama dag kollaberaði barnið og dó. Krufning. Líkið er af 72 cm löngu stúlkubarni, mjög grannholda. Brjóst og kviðarhol opnað: Áberandi er, að hjarta er mun

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.